Loksins nokkur orð um Rannsóknarskýrsluna

Ég býst við að fleirum hafi orðið svo bylt við Rannsóknarskýrsluna að hafa ekki haft sig í það að fjalla um hana. Það sem ég hef kynnt mér Skýrsluna er hér um mjög vandað tímamótaverk að ræða sem við öll verðum að læra af hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vissulega vissum við margt af því sem gerst hafði en samt er Skýrslan meiri hrollvekja en nokkurn grunaði.

 

Bankmenn, fjármálamenn, braskarar

Ekki er nokkur vafi á því að þessir aðilar eru höfuðpaurar hrunsins sem grundvöllurinn var lagður að með sukkinu í kring um einkavæðingu bankanna? Dag eftir dag koma í ljós svo ótrúlegar upplýsingar um þá sem þarna hrærðu í fjármálapottinum. Eigendur bankanna, stjórnendur bankanna og stærstu lántakendur bankanna. Varla nokkurs staðar á jarðkringlunni hefur orðið til jafn hrikaleg spilling í fjármálaheiminum. Það vekur ekki litla athygli að þessir þrír bankar, Landsbanki, Glitnir og Kaupþing (+Straumur) voru allir jafn spilltir, allir stjórnendur og eigendur voru búnir að búa til einn allsherjar suðupott sem allir hrærðu í og jusu úr, ekki aðeins til sín eigendanna heldur einnig til ýmissa fjárglæframanna í útlöndum. Laun og bónusar voru yfirgengilegir. Satt að segja getur maður ekki annað sagt en þetta: Hvernig gat það verið að í öllum bönkunum misstu menn vitið á sömu stundu, það er ekkert anað hægt að segja en að þessir bankamenn hafi verið algjörlega vitskertir. Vissu  þeir ekki betur?

Umhverfið, eftirlit og almenningur

Því miður áttum við flest, íslenskur almenningur, nokkra sök, við studdum þessa menn, við höfðum mörg hver ofsatrú á þeirra hæfileikum við trúum því mörg eða flest að öll gagnrýni að utan væri "öfund" og "illgirni", Danir  væru enn spældir yfir að við sögðum skilið við þá, allt flæddi í peningum, allir gátu engið lán eins og þeir vildu. Enn sannaðist það sem ég hef áður sagt: Mannskepnan virðist flest geta þolað, drepsóttir, styrjaldir, hungurneyð, náttúruhamfarið. En eitt getur mannskepnan ekki þolað; það er góðæri, stöðugt batnandi góðæri. Þá fer fyrir mörgum eins og fjármála- og bankamönnunum okkar; öll skynsemi, öll varkárni, allt siðferði fer út í buskann. Við getum vissulega tekið undir það að eftirlit Fjármálaeftirlits og Seðlabanka var allt í skötulíki. En á síðari tímum hefur sú tilhneiging orðið æ meira áberandi að það séu eftirlitsaðilar sem beri ábyrgð á hegðun borgaranna. Ef umferðalys verður eru fjölmiðlar allir komnir í kór og þeir sem ábyrgðina bera eru yfirleitt ekki þeir sem tækjunum stýra, það er æpt á Lögregluna, það er æpt á Vegagerðina og svo koll af kolli. Þannig hafa fjölmiðlar magnað upp þá grýlu að ófarir hvort sem er í fjármálum, umferð að hverjum sem er sé einhverjum allt, allt öðrum að kenna en þeim sem raunverulega bera ábyrgðina. Áttum við ekki kröfu á því að þeir sem stjórnuðu bönkunum höguðu sér eins og viti bornir menn en ekki sem vitfirringar? Dæmi um þetta eru margendurtekin ummæli fyrrverandi forsætisráðherra, Geirs Haarde. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að ófarirnar í banka- og fjármálaheimi hérlendis sé lögum þeim sem við tókum upp við inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið að kenna!

Hverjir ber ábyrgðina?

Það eru þeir sem ég hef að framan talið upp. Stjórnendur bankanna, eigendur þeirra sem létu greipar sópa um fjárhirslur bankanna. þetta er í fyrst sinn á Íslandi sem hvorki þurfti lambhúshettu, hníf eða byssu við bankarán. Bankaránið var framið þannig að það þurfi engum að ógna, það þurfti engar rúður að brjóta, engin göng að grafa. Peningarnir var einfaldlega stolið með tölvum, miklu einfaldari tæki til bankaráns en gamla draslið. En þeir sem einkavæddu bankana og "gáfu" þá einkavinum, brutu allar reglur sem um bankasöluna voru settar, þeir byrjuðu "ballið". Og vissulega brugðust Fjármálaeftirlit og Seðlabanki, enda ekki við öðru að búast, Seðlabanki undir stjórn gamals stjórnmálrefs úr Sjálfstæðisflokknum og Fjármáleftirlitið undir stjórn dusilmennis sem hafði það eitt unnið sér til ágætir að vera Heimdellingur.

En hvað um stjórnvöld, hvað um ríkistjórnir og ráðherra? Bera þeir enga ábyrgð?

Jú, svo sannarlega, ræðum það í næsta pistli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband