Enn á ný er þessi forpokaða opinbera og þjóðnýtta stofnun, Þjóðkirkjan, að sýna að öllum landslýð hve mjög hún er úr takti við þjóðlífið

Það er ýmislegt sem við drögnumst með úr fortíðinni og líklega er ekkert eins lífseigt og Íslenska lútherska þjóðkirkjan. Við drögnumst enn með þetta norræna kirkjumunstur, að hver og einn sem fæðist hér á landi, og ekki er þegar tekið fram að eigi ekki að vera í Þjóðkirkjunni, er sjálfkrafa inn í hana skráður, þar er hann skírður ómálga þar sem einhver honum nákominn festir hann á tré Þjókirkjunnar, svo kemur fermingin og mjög líklega giftingin, hjónabandið. Þó er þó sú undantekning að hver sá sem hefur kynferðislegar hvatir til einstaklinga af eigin kyni er úthýst. Um þetta hefur verið deilt enn einu sinni og málið leist á þann aumingjalega hátt að vísa því til nefndar.

Nú gæti einhver sagt sem svo að hér tali enn einn kirkjuhatarinn en ég ber ekki nokkurn kala til trúaðra manna, ég er hins vegar ekki í Þjóðkirkjunni né nokkrum öðrum trúarsöfnuði og það er mér frjálst sem betur fer. Ég vil á sama hátt að hver og einn sé frjáls að því að trúa á hvern þann guð sem hann kýs, nóg er framboðið af guðum í heimi hér.

En það er mín krafa að öll trúarbrögð séu jafn rétthá og að Ríkisvaldið sé ekki að vasast í trúmálum. Það kann að vera að einhver ráðherra í ríkisstjórninni eigi að hafa trúmál almennt á sinni könnu en það á alfarið að útiloka að almennur íslenskur háskóli, ríkisrekinn, sé með trúarbragðakennslu og þá aðeins kennslu í einum trúarbrögðum, kristinni trú.

En hvað er prestastefna að væla um lagfrumvarp frá Alþingi um hjúskap? Ef þessi kirkjudeild væri frjáls og laus við að  vera tengd ríkisvaldinu þá einfaldlega tekur hún ákvarðanir á eigin forsendum, líklega þá sem virðist vera ætíð í meirihluta, að banna hjónavígslur tveggja einstaklinga af sama kyni. Ef þessi kirkjudeild væri sjálfstæð hefði hún fullan rétt til þess. Hvað afleiðingar það kynni að hafa fyrir frosnar trúargrillur er annað mál en þeir og þær um það.

Ég hef aðeins heyrt eina snjalla tillögu frá prestastefnunni sem nú situr á rökstólum. Það er tillaga Geirs Waage í Reykholti að vígslurétturinn, rétturinn til að gefa saman hjón, verði tekinn af prestum og þá auðvitað í öllum kirkjudeildum. Héðan í frá ættu það að vera embættismenn ríkisins sem skrásettu hjónabandssáttmálann. Ef trúaðir karlar og konur vilja fá blessun presta eftirá þá það, ekkert því til fyrirstöðu.

Trúarbrögð hafa fylgt mannkyni frá örófi alda og munu líklega gera svo lengi sem menn bjástra við að lifa á þessum hnetti. En trú og trúarbrögð eiga að vera algjörlega frjáls, hlutverk ríkisvaldsins er það eitt að gæta þess að svo sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég voga mér samt að efast um fullyrðinguna um að þú sért ekki í neinum trúarsöfnuði.  Að mínu mati er Samfylkingin ekkert annað og hana verð þú eins og preláti ritninguna.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að öru leyti erum er ég dús við þessi skrif. Nokkuð sem ég hélt að aldrei ætti eftir að ske.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 22:10

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jón Steinar, mér þykir þú æði óréttlátur í þínum fullyrðingum um að ég verji Samfylkinguna eins og preláti ritninguna. Ég er mjög gagnrýninn á störf Samfylkingarinnar eftir að hún stóð að stofnun Ríkisstjórnar Geirs Haarde. Ég hef sagt fullum fetum að Björgvin Sigurðsson ætti ekki að taka sér leyfi frá störfum heldur segja af sér þingmennsku. Þetta segi ég ekki síst af því að við Björgvin höfum átt mjög gott samstarf, en ég er búsettur í Þorlákshöfn og hann því minn þingmaður. Ég tel að Björgvin hafi verið dæmdur nokkuð hart fyrir sína framgöngu eftir að hrunið varð en ég tel að það sé hreinlegast að hann segi af sér og fagna því að hann er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur stutt það eindregið að þeir sem hafa fengið ásakanir í skýrslunni fari fyrir landsdóm.

Ég hef einnig bloggað um prófkjörin og þá viðbjóðslegu spillingu sem þar var í gangi. Ég krefst þess að Steinunn Valdís Óskarsdóttir segi af sér þingmennsku og það strax. Það lýsir best dómgreindarleysi hannar að hún skuli ekki sjá það sjálf að hennar dagar eru taldir sem stjórnmálamaður.

Samfylkingin stóð ekki vel að málum í hruninu, það gerði enginn stjórnmálaflokkur. Hins vegar fer ég ekki ofan af því að það hafi verið hið rotna ástand i kringum einkavæðingu bankanna sem er höfuðorsök hrunsins auk að sjálfsögðu þeir gjörspilltu bankamenn í öllum bönkum og svo virðist sem ótrúlega margir í samfélaginu hafi verið tilbúnir til að taka þátt í sukkinu. Hvers vega eru bændur á Ströndum og Vestur-Húnavatnssýslu sokknir í skelfilegt skuldafen og ábyrgðir, hvað vakti fyrir þeim?

Ég býst við að Samfylkingin fái að gjalda þess  á næstunni að hafa misst mörg af þeim siðrænu gildum sem átti að vera markmiðið m. a. Mér finnst það satt að segja ekki óréttlátt. En við búum í landi þar sem starfar flokkur sem heitir Sjálfstæðisflokkur. Það virðist sama hvað sá flokkur aðhefst landsmálum, sama hve fráleit sú spilling var sem hann á mesta sök á, hann er samt að endurheimta sitt fyrra fylgi. Stundum finnst mér að persónugervingur Sjálfstæðisflokksins sé Árni Johnsen. Það er með ólíkindum hvað búið er að hampa þeim manni síðan hann kom frá Kvíabryggju, ert þú einn í þeim hópi Jón Steinar?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.4.2010 kl. 09:11

4 identicon

Sigurður,

  Það er engum úthýst. Hvað er að því að greina á milli hjónabanda samkynhneigðra og gagnkynhneigðra?

  Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að gefa saman samkynhneigða en það er í lagi að aðgreina þarna á milli. Er ég eitthvað að misskilja hlutiana? Er það kannski tillagan?

  Af hverju þarf alltaf að láta upp gleraugu pólitísks réttrúnaðar, þegar fólk hefur hvorki kjark né þor til að taka á mörgum erfiðum málum er varða siðferði landsmanna. 

  Ef við tökum efnahagshrunið sem dæmi. Auðvitað brugðust margir. Aftur á móti er engum vafa undirorpið að þjóðin samþykkti þetta mjög svo vafasama efnhagslíf og viðskiptalíf, einfaldlega vegna þess að dómgreind þeirra sagði að þetta módel væri gott, og skapaði auk þess tækifæri og efnahagslega velsæld og frelsi. 

   Eftir á skýringar um að við höfum bara verið tekin í bakaríið, eru náttúrulega hljóm eitt, en eins og ég sagði áðan. Þjóðinni skortir kjark til að viðurkenna hvar hún raunverulega stóð í málinu. 

  Jafnvel stjórnarandstaðnn var í sjálfu sér ekkert voðalega á móti því sem hér gekk á. Auðvitað nutu þau ávaxtana líka, og gagnrýnin sem kom úr þeirra röðum var meira í ætt við dæmigert stjórnarandstöðu-raus, heldur en raunverulegan skilning á því í hvað þetta myndi leiða allt saman. 

  Það er þessi hefðbundna íslenska hugsun að hafa skoðanir sem stuða engan, og ef þær stuða þá eru þær oftast látnar fram eingöngu til að skaða "andstæðinginn". 

Arnar Bj. (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 13:14

5 identicon

Við vitum öll að þingheimur er fullur af ónýtu fólki sem þorir ekki að takast á við alvöru mál, eins og þjóðkirkju.
Besta leiðin fyrir okkur að ná þessu 6000 milljón króna bákni, ásamt ofurlaunuðum prestur(Milljón á mánuði), okkar eina leið er að segja okkur úr þjóðkirkju...

Farið nú að nenna að standa fyrir þessu þjóðþrifamáli...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband