Guðlaugur Þór, þú ert búinn að missa allt traust sem þingmaður, segðu af þér þingmennsku strax

Það var dapurlegt að horfa á viðtal Helga Seljan við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann í Kastljósi í kvöld. Ég held að aldrei hafi stjórnmálamenn sokkið í jafn djúpan spillingarpytt og með því að sníkja milljónir og milljónatugi til að koma sjálfum sér á framfæri og berja niður samherja sína. Það dapurlegasta er að það er deginum ljósara að ungir framagosar kaupa sé þingsæti með illa fengnu fé frá  spilltum fjárglæframönnum í fyrirtækjum og bönkum.

Ég tók þá í prófkjöri til sveitarstjórnar í Kópavogi 1970 og það datt ekki nokkrum manni í hug að auglýsa sjálfan sig sérstaklega og því síður að sníkja og betla peninga sjálfum sér til handa. En síðan hélt spillingin innreið sína og það er nokkuð öruggt að Guðlaugur Þór er hinn krýndi, hinn smurði merkisberi þeirrar spillingar. Þessi spilling hefur náð til einstaklinga í öllum flokkum, það er langt frá því að Guðlaugur Þór eigi að ganga einn út af Alþingi og ekki láta sjá sig þar framar. Ég hef áður skorað á flokkssystur mína Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að verða Guðlaugi Þór samferð og þið eruð fleiri á Alþingi sem eigið að fylla útgönguhópinn, ég ætla ekki að nafngreina fleiri í þessum pistli.

Þið sem hafi sokkið í spillingarfen prófkjöranna eða önnur fen sem þíð hafið velt ykkur upp úr; þið verðið að skilja þið hafið misst allt traust og það verður ekki hægt að endurreisa reisn Alþingis nema þið látið ykkur hverfa.

Það veldur manni ógleði þegar þið bæði tvö Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís syngið þann ámátlega texta; 

Við verðum dæmd af störfum okkar!

Það er einmitt það sem ég er að gera þegar ég krefst afsagnar ykkar frá Alþingi og takið þó nokkuð stóran hóp með ykkur.

Svo langar mig að blogga síðar og leggja út af stórmerku viðtali við þann margreynda hagfræðing Jónas Haralz í Spegli Ríkisútvarsins í kvöld. Ég segi það enn og aftur að Spegillinn er einhver gagnmerkasta dagskrá Ríkisútvarpsins, mig minnir að sá ágæti fréttamaður Friðrik Páll Jónsson hafi þurft að berjast hart fyrir því að fá að skapa hann, raunar merkilegt að hnífurinn skuli aldrei hafa lent á Speglinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eiga sem sé allir að segja af sér? þú hlýtur að vita hvernig stemmningin var 2007? þeir sem vildu styrkja gerðu það, allt var löðrandi í peningum og auðvita tóku stjórnmálamenn við því, eins og þú sjálfsagt með því að kaupa flatskjá eða bíl á myntkörfu, eða er það ekki? sem þarf að niðurgreiða á kostnað okkur skattgreiðanda

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fannst aftur á móti Guðlaugur Þór koma mjög vel frá þessu viðtali við Helga Seljan,ég þekki manninn ekkert og hef ekki verið sérstakur stuðningsmaður hans en hef heyrt að hann hafi komist áfram á eiginverðleikum og stuðnings manna sinna sem hafa haft trú á stráknum.Ekki er ég hissa að þú sért hrifinn af Speglinum á Rúv þar fær maður beint í æð áróður fyrir Samfylkinguna.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.5.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Siðferðiskennd þessa fólks er svolítið undarleg í laginu. Bæði Guðlaugur og Steinunn Valdís hafa ítrekað skírskotað til þess að þau hafi unnið vinnuna sína!

Er ég að misskilja eitthvað; voru þau ekki í launaðri vinnu?

Ég hef aldrei þekkt þess dæmi að það sé einhver viðurkennig á siðferðis- eða afreksverkum að vinna sína vinnu skammlaust- að eigin dómi og eigin mati!

Árni Gunnarsson, 4.5.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég verð nú að viðurkenna að Guðlaugur fékk prik frá mér fyrir kjark, þegar hann sagði Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af nokkrum fjölskyldum.  Eitthvað sem margir vita en enginn þorir að segja.

Anna Einarsdóttir, 4.5.2010 kl. 23:01

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

BÖRN ÓSKAST! Óska eftir sakleysislega útlítandi börnum með djúp undirskálaaugu til að bera fyrir mig við gagnrýni. Góð laun í formi kúlulána og fyrirtækjastyrkjum í boði fyrir réttu púkana.

Ég held að hvorki Steinunn Valdís né Guðlaugur Þór hafi gerst sek um neitt annað en dómgreindarskort og kannski eru þau góðir stjórnmálamenn en... engu að síður verða þau að víkja. Það er ekkert pláss fyrir efa í dag.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.5.2010 kl. 23:30

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

eins og þú sjálfsagt með því að kaupa flatskjá eða bíl á myntkörfu, eða er það ekki?

 Haukur nr. 1. Hvar í ósköpunum er þessi flatskjár og bíll sem ég keypti á myntkörfuláni? Ef þú hefur rekist á þessi góðu tæki vinsamlegast skilaðu þeim til mín. Svona þér til hugarhægðar þá get ég upplýst um það að við hjónin eigum einn bíl Volkswagen Golf 10 ára gamlan og Radionette sjónvarpstækið er vissulega komið til ára sinna, held að það sé 12 ára gamalt.

Ekki er ég hissa að þú sért hrifinn af Speglinum á Rúv þar fær maður beint í æð áróður fyrir Samfylkinguna.

Ragnar nr. 2. Þú segir mér aldeilis fréttir. Er það virkilega satt að Spegillinn, fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins sé leynileg áróðursstöð Samfylkingarinnar? Samfylkingin er greinilega seigari í áróðri sínum er mig óraði fyrir.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 09:10

7 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég vil vinsamlega benda á að þessi spilling náði ekki til einstaklinga í öllum flokkum því enginn í Vinstri grænum hefur tekið þátt í slíku. Þessi staðreynd afsannar einnig að um sé að kenna umhverfislegum þáttum sem enginn stjórnmálamaður fékk staðið gegn.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 6.5.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113919

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband