Froðufellandi bloggarar ryðja úr sér hroða og bulli, Sigmundur Davíð endanlega fallinn á prófinu

Ég hef satt best að segja hikað við að blogga um kosningarnar og þá útkomu sem stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn fengu. Hef reyndar verið að velta því fyrir mér mér að hætta að blogga; þannig líst mér á marga þá sem þar eru á ferðinni, marga sem ekki hafa minnstu rök fram að færa en froðufella af innri sálarkreppu. Ég ætla að láta það vera að nefna nöfn að þessu sinni. En það er sláandi að þeir sem hæst láta og nota eingöngu illmælgi og aldrei rökum virðast vera í sérstöku uppáhaldi bloggstjóra, fá að trjóna hæst á toppi nánast hvenær sem þeir láta hroðann vella.

Það er ekki nokkur vafi á því að þessar kosningar eru hrikalegur áfellisdómur yfir öllum stjórnmálaflokkum og flestum stjórnmálamönnum. Það ætti að vera lýðum ljóst að stjórnmálamenn og stjórnmálflokkar þurfa að skoða sín innri mál og ekki síst að komast upp úr hjólförum skotgrafanna þar sem menn liggja og nota gamlar og úreltar aðferðir til að klekkja á andstæðingum, þar er enginn undanskilin. Í sjónvarpsumræðu foringja stjórnmálflokkanna í gær tókst þeim að halda sér á mottunni að einum undanskildum. Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hinn ungi formaður Framsóknarflokksins. Enginn maður hefur fengið annað eins tækifæri og hann í íslenskum stjórnmálum hin síðari ár til að efla sinn flokk og ná því að verða virtur og öflugur stjórnmálamaður. En hann missti af því tækifæri fyrir eigin tilverknað. Sigmundur Davíð var víðs fjarri þegar allt sukkið byrjaði, hann (að ég held) kom ekki nálægt stuldinum á ríkisbönkunum þremur, hann ber því (að ég held) enga ábyrgð á þeim gegndarlausu mistökum og afbrotum sem gerðu það að verkum að bankarnir fóru allir á hausinn og stjórnendur þeirra létu greipar sópa um fjárhirslurnar, þurftu ekki byssur, lambhúshettur eð skóflur til að grafa göng eða dýnamít til að sprengja upp peningahirslur. Þeir gengu um með hvíta flibba, í nýjum jakkafötum og notuðu tölvurnar, þær fluttu peninga á brott miklu hraðar og öruggar en einhverjir stolnir bílar á fölskum númerum.

Ef einhver maður fékk gullið tækifæri til að lyfta íslenskum stjórnmálum á hærra plan var það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. Ég satt að segja trúði vart mínum eigin augum og eyrum fyrst þegar þessi ungi foringi lét í sér heyra. Í stað yfirvegaðrar umræðu og skarprar greiningar á ástandinu kom  þessi nýi foringi fram í gömlum lörfum gamallar rifrildispólitíkur sem fór langt fram (eða aftur) fyrir alla þá sem voru á hinu pólitíska sviði. Hann fékk fljótlega ströng skilaboð frá þreyttum íslenskum almenningi; svona vinnubrögðum erum við orðin dauðþreytt á. Framsóknarflokkurinn fór niður hvarvetna í öllum skoðanakönnunum og arfur Rannveigar Þorsteinsdóttur frá því fyrir rúmum 60 árum, konunnar sem vann það afrek að vinna sæti í Borgarstjórn Reykjavíkur í sjálfu hreiðri íhaldsins fyrir Framsóknarflokkinn, það afrek var nú þurrkað út og það geta Framsóknarmenn þakkað þeim sem þeir kusu sem sinn forystumann, hann heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ég hef beðið eftir því að einhverjir innan Framsóknarflokksins segðu; hingað og ekki lengra. Og loksins gerðist það. Einhverstaðar fyrr í mínu bloggi spáði ég því að Guðmundur Steingrímsson mundi rísa upp og mótmæla lítilmótlegum vinnubrögðum og orðfæri þessa nýja formanns. Og nú er stundin runnin upp. Hver ætti frekar að gera það en hann, hver ætti frekar að taka upp merki föður síns Steingríms eða afa síns, Hermanns Jónasonar. 

Og auðvitað létu þeir sem glefsa ekki lengi bíða eftir sér. Einhver stuttbuxnadeild í Húnaþingi rís upp gegn Guðmundi og vill ekkert annað en staglið sem Sigmundur Davíð innleiddi, láta sem mest í sér heyra, láta rök og sanngirni lönd og leið.

Það var dapurlegt að einn flokksforinginn sem fór niður í "skotgrafirnar" í umræðunni í Sjónvarpinu í gær. Sigmundur Davíð lét svo ummælt að minnihlutastjórn Jóhönnu og Steingríms hefði ekki gert eins og hún" átti aðgera", líklega ætlaði Sigmundur Davíða að fjarstýra henni því vissulega átti hann stóran þátt í því að sú stjórn var mynduð. Og klikkti út með það að núverandi Ríkisstjórn "hefði ekki gert neitt". Þá var Steingrími J. nóg boðið og bað Sigmund Davíð að koma upp á skurðbakkann.

Ég hef ekki trú á þangað komist hann nokkurn tíma, hanns kjörlendi er  að liggja í skotgröfunum.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Strákanginn Sigmundur er eins og flugeldur á gamlárskvöldi, floginn og sprunginn áður en menn vita af. Flugeldar hafa þá náttúru að vera einnota. 

Mér kæmi ekki á óvart að Guðmundur Steingrímsson yrði formaður Framsóknar innan ekki mjög langs tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2010 kl. 17:16

2 identicon

Er ekki rétt munað hjá mér að Guðmundur Steingrímsson hafi verið í Samfylkinguni? fyrir nokkrum árum. Annars er hann ungur og upprennandi foringi:-)

Polli (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband