Samfylkingin í Hafnarfirði skýtur sig í fótinn

Það er engin furða þó andstæðingar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði noti klúður hennar í pólitískum tilgangi. Það er í sjálfu sér ekkert við því að segja að Samfylkingin og Vinstri grænir myndu meirihluta í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samanlagt hafa þessir tveir flokkar afl til þess. Ég hef áður bent á að hvergi í stjórnskipunarlögum ríkis eða sveitarfélaga er orð um að meirihlutar skuli myndaðir, en upp á þessu mjög svo lýðræðislega fjandsamlega ferli fundu einhverjir pólitískir pótintátar, líklega fóru þar fremstir Sjálfstæðismenn í Reykjavík sem löngum réðu lögum og lofum þar í borg.

En þar með er ekki öll sagan sögð í Hafnarfirði. Sá mæti maður Lúðvík Geirsson hefur fallið í þann fúla pytt eins og margir aðrir (t. d. Gunnar Birgisson í Kópavogi) að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Menn sem haf verið lengi í forystu, og ráðið þar öllu sem þeir vildu ráða, virðast skerðast illa á eigin dómgreind og ekki finna sjálfir hvenær þeir eiga að draga sig í hlé. Lúðvík tók þá djörfu ákvörðun að taka baráttusæti í framboði Samfylkingarinnar en fékk ekki stuðning og náði ekki kjöri. Það er dapurlegt að Lúðvík falli í þá gryfju að álita sjálfan sig ómissandi og að hann verði að vera bæjarstjóri áfram.

En Samfylkingin og Vinstri grænir í Hafnarfirði virðast vera nokkuð samstíga í dómgreindarleysinu og fara þá leið sem ekki er hægt að segja um annað en að sé rotin spilling. Þessir meirihlutaflokkar virðast fyrst og fremst hugsa um að  forystumenn flokkanna fái vegtyllur og þá er farin sú ógeðfellda leið að þeir skuli báðir fá að verma sæti bæjarstjórans á kjörtímabilinu, Samfylkingin í tvö fyrstu árin og Vinstri grænir síðan í þau tvö seinni. Þarna er ekki verið að hugsa um hag bæjarfélagsins heldur um rassinn á forystumönnunum. Þetta er ekkert annað en spilling, þetta var gert á Akureyri á síðasta kjörtímabili og allir ættu að muna sirkusinn í Reykjavík og ég hef ekki orku til að rifja það upp. Selfoss og Grindavík urðu einnig fórnarlömb slíkrar þróunar og greinilegt er að almenningur kann ekki að meta slíkt; að pólitíkusar noti bæjarfélögin í loddaraleik.

Mér finnst líklegt að Samfylkingin og Vinstri grænir eigi eftir að súpa seiðið að ráðsmennski sinni í Hafnarfirði, sá tími á að vera liðinn að flokkar og forystumenn geti notað það sem þeim er trúað fyrir í pólitískum loddaraleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. 

Samfylkingin mun þurfa langan tíma til að ná fyrri styrk í Hafnarfirði ef það mun þá takast.

Ég kaus ekki  í síðust bæjarstjórnarkosningum.  Það er í fyrsta skipti síðan ég fékk kosningarétt að kaus að njóta ekki réttar míns til að kjósa.  Ég er einhvern veginn búinn að gefast upp á þessu liði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 11:04

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég Þakka þér skemmtilegan pistil Sigurður og er þér nú eins og oft áður að mestu leiti sammála, þó brýst aðeins í mér spurningin um hvort það sé í raun best fyrir sveitarfélögin að bæjarstjóri sé úr hópi kjörinna fulltrúa.  Það virðist t.d. hafa verið eitt aðalatriði í stefnu Kópavogslistans fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar að bæjarstjóri sé faglega ráðinn, og þau virðast hafa náð að sannfæra samstarfsflokka sína um ágæti fyrirkomulagins, sem því miður hefur ekki verið mikið reynt hérlendis. 

Mér virðist þetta vera líkt því að formaður stjórnar félags sé jafnframt framkvæmdastjóri, við það set ég spurningamerki að því leiti að það veitir einum aðila nánast alræðisvald, sem ég tel alls ekki vera hollt fyrir góða stjórnun.  Þetta hefur svolítið skotið rótum í verkalýðshreyfingunni eins og t.d. Gylfi Arnbjörnsson lýsti yfir að hann tæki að sér bæði störfin þegar hann hlaut kosningu sem forseti sambandsins. Set líka spurningarmerki um hvort það hafi reynst vel í því tilfelli 

Eins og mér virðist þú ýja að, getur verið um spillingu að ræða, þegar það virðist jafnvel skipta meira máli í samstarfssamningum sveitarstjórnarflokka, hver eigi að hljóta hnossið, en hvert skuli stefna með önnur málefni sveitarfélagsins. 

 Þetta er að vísu mjög hallærislegt í Hafnarfirði og skil ég mjög vel kjósendur þar í bæ, sem finnst lýðræðið fótum troðið með ráðningunni. það hefði jafnvel litið betur út ef Lúðvík hefði verið ráðinn til fjögurra ára, ef hann er svo klár að bæjarstjórnin kemst ekki af án hans, af hverju þá bara tvö ár?

Kjartan Sigurgeirsson, 15.6.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Niðurstaðan í þessu tilviki er sú að óskir kjósenda eru sniðgengnar, enda túlki maður árangur Lúðvíks Geirssonar sem nokkurs konar persónulegan ósigur. Hann fékk ekki nógu mörg atkvæði til að komast í bæjarstjórn en sú staðreynd er ekkert að vefjast fyrir samherjum hans.

Þú segir réttilega að þeir flokkar sem fengu saman meirihluta fulltrúa, verði leiðandi afl í sveitarstjórn á komandi kjörtímabili. Þetta hefur gerst áður og annars staðar, jafnvel gengið svo langt að kjörinn fulltrúi afsalaði sér sæti sínu til að frambjóðandinn í baráttusætinu, sem féll, gæti tekið eftirsótt sæti.

Við getum leyft okkur að túlka svona aðfarir sem svo, að verið sé að snúa út úr þeim óskum kjósenda sem þeir létu í ljós á kjördag.

Flosi Kristjánsson, 15.6.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er afstætt mál. Nýr meirihluti var myndaður og bæjarstjóri ráðinn. Er ráðning nýráðins bæjarstjóra fagleg? Hverjum kann að finnast sitt, en hversu ófaglegur er sá maður í stöðuna sem hefur gengt henni lengur en elstu menn muna? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 113885

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband