Enn seilist ég í athuagasemdir sendar Ómari Ragnarssyni

Ég er greinilega orðin vafasamur að áliti Ómars. Þessi athugasmd mín varð að fara í "síu" og birtist ekki fyrr en Ómar er búinn að meta hana. Þar sem alls óvíst er að hún birtist set ég hana á mitt eigið blogg. 

 Svar þitt er athyglisvert. Ekki vegna  sem þú segir heldur vegna þess sem þú segir ekki. Vissulega hafa einhverjir verið að halda því fram að Nesjavallasvæðið væri ofnýtt og auðvitað ert þú mannlegur eins og við öll og villt frekar taka undir það sem fellur að þínum skoðunum þó ekki séu það staðreyndir. Að halda því fram að orkan á Hellisheiði (Hengli) sé ofnýtt vitum við báðir að stenst ekki. En það er rétt að hafa eitt í huga; jarðgufusvæðið á Nesjavöllum og Hellisheiði, eða á Hengilsvæðinu, hlýtur að vera samtengt. Það er viðurkennt að mikil jarðgufuorka er ónýtt á Hengilsvæðinu og þess vegna er þar ekki um neina ofnýtingu að ræða.

Á Reykjanesi eru allt aðrar aðstæður  og ég get tekið undir það að vissulega þarf að fara þar fram af meiri varfærni en á öðrum jarðhitasvæðum. Það er ekki síst út af áhrifum sjávar inn í hraunið.

En það sem ég tek eftir að þú, ein þekktasti náttúruverndarsinni á landinu, segir ekki orð um  mínar ábendingar um hrikalega sóun á náttúruauðlindum í Þingeyjarsýslum og á þar fyrst og fremst við Kröflu. En ekki síður við þau jarðgufuorkuver sem ætlunin er að reisa í þessum landhluta sem eiga einungis að framleiða rafmagn. Þetta eru fræði sem Jóhannes Zoega benti á í mikilli alvöru og ég tók einmitt undir í einum af pistlum mínum "Lagnafréttum" í Morgunblaðinu undir titlinum "Margt er gott sem gamlir kveða".

Ég tel sjálfsagt að við nýtum okkar orkuauðlindir en það er ekki sama hvernig það er gert. Þessi seinni tíma flokkun á landsmönnum í "virkjunarsinna" eða "virkjunarandstæðinga" er ekkert annað en heimskan einber. Ég hef að framan bent á að að virkjunarsvæðin í Hengli og  Kröflusvæðinu annarsvegar og Reykjanesi hinsvegar eru  eru mjög ólík og þau þarf að nýta samkvæmt því. Ég er fæddur á austurbakka  Þjórsár og man enn vel hvað alla þar fyrir austan dreymdi um að áætlanir Titan félagsins og Einars Benedikssonarum um virkjanir, sérstaklega virkjun Urriðafoss, yrðu að veruleika. En allt er breytingum undirorpið og ýtrustu áætlanir Landvirkjunar um uppistöðulón í byggð finnst mér meira en lítið vafasamar. Ég er engan veginn andstæður uppistöðulóna vegna virkjana, það þekktasta er Elliðavatn austan Kópavogs sem varð til við stífluna í Elliðaánum við núverandi Höfðabrekkubrú. En uppistöðulónin í Þjórsá krefjast mikilla fórna í grænum grundum og jafnvel heilum jörðum. En kannski er hægt að fara þarna bil beggja og nýta orkuna í Þjórsá niður í byggð í viðbót við það sem þetta mesta vatnsfall landsins (lengsta) er stöðugt að skila landmönnum öllum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ekki að Ómari finnist þú vafasamur.

Ég held að honum finnist þú bara svo ferlega leiðinlegur.

Kær kv. Diddi minn.

Hulda K.

Hulda Kjærúlf (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 20:43

2 identicon

Það kvað vera heilmikil orka undir Henglinum, en ég velti fyrir mér hvort menn hafa nokkra hugmynd  um hve hratt er óhætt að tappa vatninu af.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég held að enginn geti svarað því hve mikil óbeisluð orka er í Henglinum, um það er vissulega hægt að spá með líkönum. En þá kemur aftur að því sem ég hef verið að benda á að það fer mikið eftir því hvernig við nýtum gufuaflið. Þetta er miklu einfaldara þegar um vatnsorku er að ræða.

Aðeins svolítill fróðleikur um uppistöðulónið Elliðavatn, að ég held örugglega elsta uppistöðulón landsins. Ég benti á að uppistöðulón í Þjórsá í byggð krefðust þess að grænum grundum yrði fórnað. En það var einmitt það sem gerðist þegar stíflan var byggð í Elliðaánum. Fram að því var Elliðavatn lítið vatn en þegar því var breytt í uppistöðulón var grasgefnum engjum við bæinn Elliðavatn (sem enn stendur norðan við vatnið) fórnað. Enginn  amast við uppistöðulóninu Elliðavatni í dag, en ef náttúran fyrir stífluna væri óbreytt í dag og engin stífla er næsta víst að víða hefði komið hljóð úr horni ef bygging stíflunnar væri á teikniborði en ekki orðin að veruleika. Við stíflugerðina hurfu ekki aðeins gasgefnar engjar undir vatn heldur urðu langfastir tangar að eyjum. 

En við þetta uppistöðulón er eitthvert vinsælasta útivistarsvæði  höfuðborgarbúa og heilu fjölskyldurnar koma að vatninu til silungsveiða.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband