Ef fara á í hernað gegn lúpínunni með eiturefnum þá nálgast það að vera glæpsamleg gjörð

Undanfarin ár hef ég fylgst með gróðrinum í kringum mín tiltölulegu nýju heimkynni, Þorlákshöfn. Það er vissulega melgresið magnaðasta vopnið til að hefta sandfokið og græða sandana. En lúpínan hefur einnig skilað okkur mun betra landi en áður var. Tvennu hef ég tekið eftir í sumar sem mér finnst athyglisvert. Innan um lúpínuna virðist kjarrgróður dafna mjög vel, bæði kjarrgróður sem sáir sér  og einnig nokkuð af gróðursettum trjám. Ég fæ ekki annað séð en að með tíð og tíma muni kjarrið jafnvel taka völdin og þá muni lúpínan hörfa. Annað athyglisvert sá ég nýlega. Í gömlu grjótnámunni niður við strönd hefur lúpínan náð nokkurri fótfestu. En í sumar hefur önnur tegund, sem fjölmörgum er illa við, njólinn,  tekið sér bólfestu í lúpínubreiðunum.

Flestir vita að njólinn sækir í áburðarríkan jarðveg, heima við bæi, í nánd við mykjuhauga til dæmis. Njólinn hefur fundið að þar sem lúpínan vex er jarðvegurinn áburðarmikill og dafnar þar vel. Þarna vinna tvær jurtategundir að því að bæta jarðvegin á stuttum tíma, þarna fer brátt að verða kjörlendi til að gróðursetja ýmsar trjátegundir.

Það er yfirgengileg heimska að fara með hernað á lúpínuna. Að yfirlýstir náttúruverndarsinnar skuli jafnvel vera að bræða með sér að nota í þeim hernaði eiturefni þá nálgast það að vera glæpsamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Fátt er mikilvægara en að binda jarðveg hér á þessu landi þar sem gróður á undir högg að sækja vegna uppblásturs. Vissulega má finna lúpínunni mergt til foráttu, svo sem eins og að blái liturinn sé stílbrot í ásýnd landsins.

Enginn hefði haft neitt við það að athuga þótt bláklukku hefði verið sáð í þessar eyðimerkur.

Árni Gunnarsson, 24.7.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þegar ég var hér um árið að vinna í Rangárvallasýslunni við fóðurframleiðslu til útflutnings að Stórólfsvelli þar sem Graskögglaverksmiðjan var til forna, var mest framleitt úr Vallarfoxgrasi, sem er einna besta grasið til kúafóðurs og svo einnig til hrossafóðurs en það er þá helst úr sér sprottið eða því sem næst hrossanna vegna.

Þarna á jörðinni var Landgræðsla ríkisins með lúpínurækt til að ná fræinu til ræktuna.  Oft þurfti að bylta lúpínutúnunum, því að vallarfoxgrasið hreinlega kæfði lúpínuna.  Það er löngu þekkt, að þegar lúpinan hefur breytt næringarlausum jarðvegi í næringarríkan, þá hopar lúpínan oftast fyrir öðrum gróðri, að vísu ekki öllum, en þó fyrir grasi svo sem vallarfoxgrasi.

Ég man að ég las grein í Morgunblaðinu fyrir mörgum árum þar sem vinstri sinnuð og umhverfissinnuð o.fl.,  (líklega rauðsokka einnig get ég ímyndað mér afvissum ástæðum) fór offari yfir lúpínuræktunina, sem þá var tiltölulega nýbyrjuð.  "Þessi andstyggilegi blái litur sem er ekki í neinu samræmi við hina réttu íslensku náttúruliti svo sem brún móbörð, grænar þúfur og mýrar-rauðuna á engjunum......" eða eitthvað á þessa leið.  Þarna var blessunin komin á fullt í pólitíkina, því liturinn var ekki "réttur". 

Kveðjur, Björn bóndi".     

Sigurbjörn Friðriksson, 24.7.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 113902

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband