Engan hefði átt að draga fyrir Landsdóm vegna þess að Landsdómur er algjörleg óhæft og ólöglegt verkfæri til að kalla fram réttlæti

Það var dapurlegt að sitja fyrir framan skjáinn og fylgjast með atkvæðagreiðslunni um hvort ákæra ætti fjóra fyrrverandi ráðherra úr Ríkisstjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórninni, sem sat frá miðju ári 2007 fram í byrjun árs 2009. Enginn ber jafn mikla ábyrgð á þeim ömurlega farvegi sem Landsdómsmálið tók og Atli Gíslason formaður þingmannanefndarinnar svokölluðu. Það er að  dapurlegt því sú nefnd skilaði gagnmerku starfi sem algjörlega hefur fallið í skuggann af þessu ömurlega Landsdómsmáli.

Landsdómur er algjörlega úrelt fyrirbrigði sem sett var á laggirnar þegar við fengum heimastjórn í upphafi 20. aldar og einu sinni munu lögin um Landsdóm hafa verið endurskoðuð í staðinn fyrir að afnema þau með öllu. Með landsdómi er verið að rugla saman tveimur af grunstoðum lýðræðis á Íslandi, dómsvaldi og löggjafarvaldi. Ef stjórnmálamenn, hvort sem það eru ráðherrar eða aðrir kjörnir fulltrúar, teljast hafa brotið að sér á dómsvaldið að fjalla um mál þeirra.

Ef við skoðum uppbyggingu Landsdóms þá er það með ólíkindum að önnur eins stofnun, sem kalla má skrímsli, skuli vera til í íslenskri stjórnskipan. Alþingi er komið í  komið inn á svið dómskerfisins sem ákærandi, skipar hluta dómsstólsins og kýs sér saksóknara til að sækja mál á hendur þeim sem Alþingi samþykkir að skuli dregnir fyrir dóminn. Ekki nóg með það, Alþingi skal kjósa fimm alþingismenn  sem aðstoðarsaksóknara. Önnur eins hringavitleysa og lögin um Landsdóm eru tæplega til Í Lagasafni Íslands.

En þetta eru gildandi lög, er ekki eðlilegt að Alþingi fari eftir gildandi lögum? Á Alþingi hvíldi engin skylda um að vinna samkvæmt lögum um Landsdóm. Ég er yfir mig undarandi á að ekki einn einasti af 63 þingmönnum þjóðarinnar skyldi ekki standa upp og lýsa því yfir að lögin um Landsdóm væru svo gölluð að það væri ekki mögulegt að fara að vinna eftir þeim og sá hinn sami tæki ekki þátt í þeim hráskinnaleik sem leikinn var á Alþingi. Ég hef áður bent á hve lögin um Landsdóm brjóta stjórnarskrána hvað varðar hinar þrjár meginstoðir lýðræðisins, framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi lög eru brot á Stjórnarskrá Íslands, brot á jafnréttisreglunni og þar með mannréttindabrot.

Mér finnst að þessir föstu lögspekingar, sem yfirleitt eru leiddir á skjá og í aðra fjölmiðla, hafi fallið á prófinu. Þeir hafa flestir vottað lögunum um Landsdóm, þessu gamla skrifli sem ætti að vera búð að afskrifa fyrir löngu, virðingu sína með því að votta að allt sé í ljúfasta lagi með þessi lög, pottþétt gegn Stjórnarskrá, jafnréttishugtakinu og mannréttindum.

Nú ætla ég að gera þá kröfu til hæfustu lögspekinga landsins, annarra en þeirra sem hafa látið draga sig í að gefa lögunum um Landsdóm heilbrigðisvottorð, láti duglega heyra í sér og taki hressilega á þessu ógeðfellda máli, á máli þar sem Alþingi féll gjörsamlega á prófinu og vann eftir lögum sem brýtur gegn öllum grundvallarreglum íslensks þjóðfélags.  Það getur tæplega verið hlutskipti pípulagningameistara í Þorlákshöfn að benda á þær augljósu staðreyndir sem raktar hafa verið að framan, hvar eru allir okkar hæfustu lögspekingar, hæfir lögspekingar sem ekki hafa selt sálu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Gunnlaugsson.

Já nú er ég algjörlega sammála þér, ég hélt að það væri sömu dómarar fyrir okkur öll í þessu landi og saksóknarar ,en ekki einhverjir þingmenn.??

Gunnlaugur Gunnlaugsson., 2.10.2010 kl. 05:25

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Góðar og þarfar ábendingar.  Ég er hins vegar ósammála þér og var hlyntur því að kæra fjórmenningana.

Við lærum vonandi af þessu.

Lúðvík Júlíusson, 3.10.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband