Þrjár stofnair eða samtök grafa sína eigin gröf


Ég við Þjóðkirkjuna, Landsamband íslenskra útvegsmanna og Bændasamtök Íslands. Ég hef hér að framan lýst þeirri skoðun minni að það eigi að aðskilja Þjóðkirkjuna og Ríkið alfarið. Þetta er af neinum fjandskap við hina evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjuna. En ég undrast viðbrögð biskupa, presta og preláta við hófsömum tillögum Menningarráðs Reykjavíkur um að ekki skuli stunda trúboð í skólum. Enginn dregur í efa að meirihluti Íslendinga eru í hinni evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunni, en á fleira ber að líta.

Þarna komum við að mikilvægu atriði sem varðar störf þeirra sem á Stjórnagaþing setjast. Meirihlutinn verður ætíð að taka  tillit til þeirra sem eru í minnihluta. Mér blöskrar hvað forystumenn hinar evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunnar, eru blindir á þessi sjálfsögðu mannréttindi. Þeir berjast gegn öllum breytingum á eigin forréttindum í skólum landsins. Þeir ættu nú að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig; erum við ekki að skaða okkar eigin kirkju og boðskap hennar með þessu framferði, er það kirkju okkar til framdráttar að búa til vaxandi óvild í garð hinar evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunnar?

Landsamtök íslenskra útvegsmann eru hagsmunasamtök þeirra sem gera út fiskiskip, allavega stærri fiskiskip. Þeir sem þann atvinnuveg stunda fengu fyrir um tuttugu árum eignarhald á auðlindinni, fiskinum í sjónum. Á meðan tilfinningar blossa vegna auðlinda á landi virðast flestir láta sér þetta í léttu rúmi liggja.

En ég held áfram að klifa á því að með þessu ólöglega eignarhaldi (þeir sem það framseldu höfðu engan rétt til þess) hafi útvegsmönnum verið réttur eitraður bikar sem nú er að leggja heilbrigði þeirra í rúst. Þetta er það sem hefur sogað gífurlega fjármuni út úr greininni. 

En útvegsmenn umhverfast í hvert sinn sem aðeins er kvakað um  endurheimtur á réttlætinu, að þjóðin fái til baka sína eign, auðlindir hafsins. Íslenskur sjávarútvegur ætti að taka slíku fagnandi, fagna því að þeir væru frelsaðir frá því að dæla fármagni í kaup á kvóta eða leigu, borga þeim fúlgur fjár sem hætta og leggjast í ljúfa lífið í útlendur stórborgum og flatmaga á sólarströndum, þess í stað að greiða samfélaginu sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindinni.

En útvegsmenn eru sjálfum sér verstir, þeir halda að þeir muni missa spón úr aski, engu má breyta.

Bændasamtök Ísland hafa viðurkennt að þau standi að hluta undir rekstrarkostnaði Heimssýnar, samtaka sem ekki aðeins berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu heldur vinna að því öllum árum að aðildarviðræðum verði hætt. Ég get engan veginn sagt á þessari stundu hvort ég muni greiða atkvæði með inngöngu Íslands í Evrópusambandið, til þess skortir mig þær upplýsingar sem aðildarviðræðurnar skila. Reyndar tel ég að frekar ólíklegt að við fáum viðunandi samning, en umfram allt; látum reyna á það. En nú er spurningin þessi: Hafa  Bændasamtök Íslands rétt til að láta mikla fjármuni af hendi rakana til samtaka sem berjast fyrir því að við fáum aldrei svör við því hvort við náum fram þeim samningum við Evrópusambandið að það verði þess virði að skoða hann og meta og taka afstöðu til hans í þjóðaratkvæðagreiðslu? Eru Bændasamtök Íslands með umboð allra bænda til að verja fjármunum í það að bændur fái aldrei að vita hvað í boði er og hvaða kvaðir fylgja? Er það ekki með öllu siðlaust að samtök og atvinnugrein, sem þiggur geysilegt fé úr okkar sameiginlegu sjóðum, verji fé til einhliða áróður fyrir að berja niður öflun upplýsinga sem bændur landsins hafa sannarlega rétt til að fá?

Enn ein samtökin sem augljóslega vinna gegn eigin hagsmunum og hika ekki við siðleysi og jafnvel lögbrot í þeim tilgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég vona að þessi pistill sé ekki innlegg í framboð höfundar til stjórnlagaþings, við verðum að gera ríkari kröfur til málefnalegrar umræðu en hér birtist.

Bæði Landssamband útvegsmanna og Bændasamtökin eru hagsmunasamtök, sem standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna eins og vera ber. Gildir þá einu hvort þú eða ég séum með eða á móti. Eigum við ekki að fara varlega í ásakanir um siðleysi og lögbrot?

Ef stjórnendur Bændasamtakanna hafa kynnt sér málin vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að það sé andstætt hagsmunum bænda að ganga í Evrópusambandið, þá haga þeir málflutningi sínum samkvæmt því. Séu bændur ósáttir þá gera þeir athugasemdir á sínum vettvangi.

Talar einhver um siðleysi eða lögbrot þegar ASÍ lýsir ítrekað yfir stuðningi við inngöngu Íslands í ESB? Þetta er samband sem kostað er af félagsgjöldum þúsunda íslenskra launamanna og hefur aldrei sótt umboð til þeirra til þess að hafa í frammi slíkan málflutning. Bændur eru mun minni hópur og einsleitari og auðveldara að finna sameiginlega fleti á skoðunum þeirra en þúsunda ASÍ félaga í mörgum ólíkum starfsgreinum.

Haraldur Hansson, 1.11.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Evrópusambandsinnar hafa nú í rúm 2 ár leitast við að koma fram með málefnaleg rök fyrir inngöngu í ESB, með þeim árangri að þeir síðustu sem eru fylgjandi eru að deyja út. Málefnafátæktin er algjör.

Bændasamtökin voru á dauðalista gamla Alþýðuflokksins og óvild Samfylkingarinnar í garð bænda kemur ekkert á óvart. 

Stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum hefur beðið skipsbrot, og nú er öllum ljóst að hún hefur engan stuðning á Alþingi. 

Þá er það kristin trú sem Samfylkignarsnúaðar telja rót alls ills. Það fer enda ekki mikið fyrir kristilegu hugarfari þegar Jóhanna Sigurðardóttir laug að þjóðinni að slá skildi skjaldborg um heimilin í landinu. Hver treystir ósannindum hennar nú? Kristin trú er ekki vandamálið, það er Samfylkingin hins vegar. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2010 kl. 22:06

3 identicon

Eins og ávallt...mjög gód lesning.

Heilbrigd og réttlát sjónarmid sem koma landsmönnum öllum til góda.  Ég vona svo sannarlega ad thú komist á thingid.

Sammála (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér þykir þið vera æði  viðkvæmir þið Haraldur og Sigurður og lítið fara fyrir röksemdum. Ætla að nefna nokkur atriði sem mér finnst vera annað hvort útúrsnúningar eða rökleysur.

Ég hef aldrei sagt að kristin trú sé vandamál þrátt fyrir hrikalega glæpi sem kristnir men hafa framið. Það eru hins vegar eins og ég segi biskupar, prestar og prelátar þeirrar trúar sem eru að þröngva sér inn í skóla þar sem þeir eiga ekkert erindi. Það sannast enn að trúarbrögð og mannanna gjörðir er oft í æpandi ósamræmi.

Haraldur, þú minnist á ASÍ og að þau samtök hafi gefið út stuðningsyfirlýsingu með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það orkar alltaf tvímælis að hagsmunasamtök geri slíkt, það er öruggt að það eru ekki allir sem eru í þeim samtökum sem eru sammála þeirri stefnu. En ég veit ekki til að ASÍ hafi lagt fjármuni í samtök svo sem Sterkara Ísland. Hafi ASÍ gert það eru er það ekki minna siðleysi en Bændasamtökin hafa gert með því að leggja Heimssýn til fjármuni, að vísu veit ég ekki til að ASÍ sé á framfæri Ríkisins eins og Bændasamtökin að mestu leyti.

Ég hef fram að þessu litið á þig Sigurður sem nokkuð sanngjarnan mann en þegar þú missir þig og segir:  Bændasamtökin voru á dauðalista gamla Alþýðuflokksins og óvild Samfylkingarinnar í garð bænda kemur ekkert á óvart. þá blöskrar mé. Gylfi Þ. Gíslason var sá fyrsti sem vogaði sér að tala fyrir meira frelsi í landbúnaðarmálum. Það er eitt að vera ósammála um skipulag atvinnuvega, það er ekki sama og fjandskapur. Ég vil einnig spyrja þig hvaðan þér kemur sú fullyrðing: Þá er það kristin trú sem Samfylkignarsnúaðar telja rót alls ills. Ég held að innar allra stjórnmálaflokka sé fjöldi manna og kvenna sem aðhyllist kristna trú, það eru einnig í öllum flokkum menn og konur sem aðhyllast engin trúarbrögð þar á meðal ég.

Að lokum Sigurður: Ert þú virkilega ánægður með kvótakerfið sem er næstum búið að rústa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem er búið að skuldsetja upp í rjáfur?

Satt best að segja minnir þú mig nokkuð á faríseann sem þakkaði guði fyrir að hann væri miklu betri maður en tollheimtumaðurinn. Þú gefur þig út fyrir að vera sannkristinn  Ég held að þú ættir þá að skoða huga þinn og athuga hvort hatur þitt á Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingunni er ekki að spilla þínum eigin huga.

Sammála, þakka þér þín góðu orð. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.11.2010 kl. 17:22

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður

1. Hatur margra Alþýðuflokksmanna á bændum og bændastéttinni voru ofar öllum möguleikum til rökræðna. Viðhorf mjög margra Samfylkingarmanna til landbúnaðar er á jafn lágu plani. Engin rökræða möguleg. 

2. Ég var mjög mikið á móti framkvæmd á kvótakerfinu þegar það var sett á. Það er ekki jafn augljóst hvað hægt er að gera í dag, þar sem oft er ekki um sömu aðila að ræða. Þetta skilst mér að sé nú einnig skoðun mikils meirihluta Alþingismanna. 

3. Jafnaðarmenn í Þýskalandi eru fylkisberar gagnrýnnar hugsunar og lýðræðis. Samfylkingin hér er algjör andstaða þeirra. Enginn flokkur hefur samankominn flokk sem er sammála um alla hluti. Afleiðingin er algjör skoðanaleg flatneskja, og ekki er að sjá nokkurn mann þar innandyra sem gæti nálgast það að verða leiðtogi. Þeir ræktast ekki úr svo dauðum jarðvegi. 

4. Á sama tíma og getuleysi Samfylkingarinnar er algjört að leysa þann vanda sem við er að eiga, spretta æ fleiri upp og vilja rústa kristni í landinu. Fyrir mér er það engin tilviljun. Það er afsprengi getuleysisins. 

5. Það eru fáir stjórnmálamenn sem ég bar meiri virðingu fyrir en Jóhanna Sigurðardóttir. Að vísu vissi ég um erfiðleika hennar að vinna á lýðræðislegan hátt að lausnum þar sem fleiri en tveir koma saman. Ég hafði ákveðnar efasemdir um getu Jóhönnu til þess að taka þetta verkefni af sér. Þær efasemdir voru ekki ástæðulausar. Stór meirihluti þjóðarinnar vill að Jóhanna segi af sér. Með því að hanga á völdum, þegar getan er ekki til staðar er glæpur gegn þjóðinni. Á meðan rústast fjölda heimila. Fyrir það er ég mjög ósáttur við Jóhönnu. Það hefur ekkert með hatur að gera. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.11.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 113875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband