Palli er ekki einn í heiminum, það ættu stjórnvöld að reyna að skilja

Það hefur vissulega vakið athygli að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram viðamiklar tillögur í efnahags- og skattamálum. Um þessar tillögur tókust þeir á Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Valur Gíslason varaformaður Fjárlaganefndar Alþingis í Kastljósi í gærkvöldi. Mér heyrðist að inntak tillagna Sjálfstæðismanna væri að afturkalla margskonar hækkanir á sköttum, sem Ríkisstjórnin hefur innleitt, draga stórlega úr niðurskurði fjárveitinga. Þetta mundi skapa ný störf, hækka þar með skatttekjur og efla hagvöxt. Gallinn við þetta sýnist mér vera sá að aukning skatttekna vegna fjölgunar starfa gerist ekki samstundis það tæki nokkur ár að skila sér.

En ég komst yfir eintak af Fréttablaðinu í morgun (sem er ekki auðvelt í Þorlákshöfn) og þar með fylgdi sérblað Markaðarins. Ég hef gagnrýnt fjölmiðla hér að framan og raunar haft um ástand íslenskra fjölmiðla orðið að það sé skelfilegt, þar vanti nær alfarið fréttaskýringar sem upplýsi alþýðu á heiðarlegan hátt um gang þjóðmála. En í Markaði Fréttablaðsins er opna þar sem skattabreytingar Ríkistjórnarinnar eru teknar til gegnumlýsingar og sú mynd sem þar er dregin upp er ekki svo jákvæð sem óskandi væri. 

Það er vitað að Ríkissjóður þarf auknar tekjur, um það þarf ekki að deila. Það virðist vera auðvelt að setjast yfir skattalög og segja einfaldlega "þessir geta borgað meira, og þessir og þessir". En þá kemur bakhliðin í ljós og ég rengi ekki vitnisburð manna sem gjörþekkja atvinnurekstur og skattakerfið. Það er grunnhyggni að hækka skatta en gera sér ekki grein fyrir jafnframt hvort þessir skattar skili sér í Ríkiskassann. Þarna er ekki átt við skattaundanskot heldur það sem ætti að liggja í augum uppi; Ísland er ekki eyland í efnahagsmálum og ef við ætlum að reisa landið úr rústunum, sem misvitrir banka- og stjórnmálamenn komu okkur í, þá verðum við að laða að okkur fjármagn, fyrirtæki og hugmyndir. Okkur getur greint á um hvort það skuli vera í formi lána eða fjárfestinga en látum það liggja á milli hluta að sinni.

Eftir þessa ágætu könnun Markaðar Fréttablaðsins get ég ekki betur séð en að Ríkisstjórnin sé á margan hátt á skaðlegum villigötum í skattlagningu, skattar eru lagðir á ýmis milliríkjaviðskipti en það verður til þess að það flæði fjármagns, sem reiknað er með inn í landið, skilar sér ekki. Í stað þess að greiða götu fjárfestinga inn í landið eru reistar gamaldags skorður sem skaða. Það virðist því vera ýmislegt í gagnrýni Sjálfstæðismanna á þessu sviði sem ekki er hægt að skella skollaeyrum við.

Ég vona að Ríkisstjórnin falli ekki í gryfju þvermóðskunnar, geti ekki brotið odd af oflæti sínu, það er oft erfitt að viðurkenna mistök sín en það er enginn maður að minni þó hann geri það. Og ef eitthvað er að marka það að Ríkisstjórnin vilji hafa samráð við stjórnarandstöðuna þá verður hún að hlusta á hana þegar koma tillögur sem kunna að vera gagnlegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Skattarlækkanir hafa verið hjartansmál þeirra sem vilja komast til valda. Þegar þangað er komið verður lítið um efndir. Ég ætla þó að hægt sé að breyta einhverju til hins betra. Sjálfstæðismenn lækkuðu aldrei skatta á almenning bara hjá fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Er það það sem þarf núna?

Gísli Ingvarsson, 4.11.2010 kl. 06:54

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gísli, það er mikið til í því sem þú segir um skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins á þeirra langa tímabili. Enginn var jafn óvinsæll þá og Stefán Ólafsson prófessor sem sýndi og sannaði að það voru þeir lægst launuðu sem fengu minnstar eða engar lækkanir á sköttum eða jafnvel hækkanir. En það var vissulega þörf á því að lækka tekjuskatt atvinnulífsins og færa það til samræmis við það sem er í nágrannalöndum okkar.

En það sem ég er að benda á í Pallablogginu að það verður að sjá fyrir hvað breytingar á sköttum hafa í för með sér. Það hefur ekki alltaf verið gert, þar er ég sammála Sjálfstæðismönnum. Stundum hafa hækkanir á vissum sköttum það í för með sér að viðkomandi skattstofn skilar minni tekjum þegar áætlanir telja að hann skili meiri tekjum. Slíkt þarf að leiðrétta og það á enginn að skammast sín fyrir að viðurkenna mistök sín.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.11.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband