Aðeins um tvennt að velja í ICESAVE málinu skelflega

Hverjir eru þessir tveir kostir?

1. Samþykkja fyrirliggjandi samning.

2. Samþykkja ekki fyrirliggjandi samning og vísa þar með málinu inn á dómstólaleiðina.

Margir lögfróðir menn halda því stíft fram að Íslendingum beri ekki að greiða nokkurn skapaðan hlut vegna ICESAVE. Ekki er ég nægilega lögfróður til að gata gert mér grein fyrir ábyrgð okkar á greiðslu eða ekki. En eitt er víst, það ólánsfyrirtæki gamli Landsbankinn fór með ryksugu um Holland og Bretland til að hafa sparifé út úr auðtrúa sálum. Nú eru allar líkur á að þær eignir sem til eru í þrotabúi gamla Landsbankans fari langleiðina til að greiða skuldina. Ekki getur nokkur maður efast um að þar er um réttláta kröfu að ræða, ICESAVE skuldin mun greiðast að mestu leyti með eignum gamla Landsbankans, þar er um forgangskröfu að ræða.

En eitthvað stendur út af og þar kemur til kasta Ríkissjóðs að standa skil á því, líklega nær 50 milljörðum króna sem að sjálfsögðu verður að greiðast í evrum og pundum. Þar í liggur nokkur gengisáhætta, tæplega mun gengi íslensku krónunnar styrkjast næstu árin, hættan á falli er meiri.

Hvað gæti gerst ef samningum um ICESAVE verður hafnað (annaðhvort af þingi eða þjóð)?

Það er möguleiki á að gjaldskylda íslenska ríkisins verði dæmd okkur í vil, Ríkissjóði beri ekki að greiða umfram það litla sem er í Tryggingarsjóði fjármálafyrirtækja.

En hættan leynist bak við hornið. Íslenska ríkið ábyrgðist sparifé í íslenskum bönkum en aðeins á Íslandi, ekki í útlöndum. Þar er ekki um þjóðernislega mismunun að ræða heldur landfræðilega. Útlendingar sem kunna að hafa átt sparifé í íslenskum bönkum á Íslandi njóta tryggingar, en Íslendingar  sem eiga sparifé í íslenskum bönkum í útlöndum njóta ekki tryggingar.

Það er mikil hætta á að þessi mismunun verði dæmd ólögleg og þá er ekki aðeins um lágmarkstryggingu á sparifé að ræða heldur 100% ábyrgð. En slíkur dómur skellur á íslenska ríkinu eru dökkir dagar framundan í íslenskum fjármálaheimi, mundum við standa undir slíkum dómi?

Það er ákaflega léttvægt að hrópa borgum ekki, borgum ekki. Hver og einn Íslendingur verður að skoða ICESAVE málið vandlega, allir verða að gera sér grein fyrir hvað það getur kostað að samþykkja fyrirliggjandi samning til lausnar deilunni, en ekki síður hver áhættan er að hafna honum.

Ég hef komist að niðurstöðu; ég tel að Alþingi eigi að samþykkja samninginn. Þar skora ég á stjórnarandstöðuna að vinna af heilindum og ábyrgð, það er full ástæða til að hafa grun um að hún (eða hluti hennar) ætli að nota þetta grafalvarlega mál í pólitískum hráskinnaleik.

Ef málið fer í þjóðaratkvæði mun ég greiða atkvæði með samþykkt þess samnings sem nú liggur fyrir til lausnar ICESAVE deilunni. Að láta það fara dómstólaleiðina er yfirþyrmandi áhætta, það gæti endað með ósköpum. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Sæll aftur stórgóði penni á þínu sviði, en ert þú nokkuð orðin raggeit um þessar mundir ?

Kristinn J (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kristinn, mér finnst þú verða að skýra það nánar að ég sé líklega orðin "raggeit" þetta er æði ljót nafngjöf sem skýring verður að fylgja.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.12.2010 kl. 10:48

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fór yfir ICESAVE málið í Morgunútvarpinu á RÚV í gærmorgun og sagði m. a. þetta:

"Já og nú fylgir það reyndar að svona rýmri kjör og svoleiðis og það
er talað um nokkuð öruggt að við þurfum aldrei að borga nema í mesta
lagi 50 milljarða, en sennilega miklu, miklu minna. Skilin inn í
Icesave eru mun betri heldur en menn gerðu ráð fyrir og það sem meira
sem er kannski aðalatriðið að í samninganefndinni með Lee C. Buchheit
og Lee C. Buchheit hefur lýst því alveg sérstaklega sem mjög mikilvægu
atriði, þar var sérstaklega fulltrúi stjórnarandstöðunnar, þannig að
stjórnarandstaðan fylgdist með málinu allan tímann. Nú þeir meira og
segja stoppuðu af að þetta yrði afgreitt. Vildu ekki láta afgreiða
fyrr en eftir kosningarnar til stjórnlagaþingsins og það var allt gert
í gegnum fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni, þ.e.a.s.
Lárus Blöndal hann hérna stoppaði það af, hann vildi ekkert skrifa
undir fyrr en að hans húsbændur segðu til og svo var það gert. Hann
skrifaði athugasemdir m.a. þetta lögfræðisjéní sem var sett þarna inn
í nefndina af hálfu stjórnarandstöðunnar, ekki satt? Og svona stendur
málið núna. Það er kominn samningur sem allir hafa skrifað undir,
meira að segja fulltrúi stjórnarandstöðunnar og við erum komin með
vextina niður og afborganir eru rýmilegar. Nú ef að þetta einkennist
af því - ef eitthvað mjög óvenjulegt gerðist, að við ættum erfitt með
að borga þetta, þá bara lengist hérna lánstíminn. Þannig að við munum
aldrei borga nema einhvern, aldrei upp fyrir ákveðið prósent af
landsframleiðslu, eitthvað svoleiðis, þannig að þessi samningur sem
núna sendur, hann er svona, við getum sagt alveg þokkalegur."

Guðmundur slær botninn í viðtalið á kjarnyrtan hátt sem honum er einum lagið:
 "Af hverju skrifaði hann [Lárus Blöndal] undir? Var hann ósammála
þessu? Það getur varla verið. Hann er sammála þessu plaggi, hann
skrifar undir og hvað ætlar stjórnarandstaðan að gera. Ætlar hún að
reyna að fella samninginn bara til þess að klekkja á ríkisstjórninni?
Er þeim andskotans sama um þjóðarhag, hvað er þetta með mennina?"

 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.12.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 113870

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband