Áramótaskaupið og sjálfhverfa montspíran

Í rauninni er tæpast hægt að segja álit sit á Áramótaskaupinu fyrr en við endurskoðun sem vonandi verður bráðlega. En samt sem áður fannst mér margt ágætt og hnittið  sem þar bar fyrir augu og eyru. Líklega er þó atriðið með veiku konuna á spítalanum einna eftirminnislegast. Að sjálfsögðu vildu starfsfólk spítalans að konan hefði það sem best þar sem hún var tengd ýmsum tólum og tækjum til að halda i henni lífinu. Auðvitað var sjálfsagt að hún fengi að horfa á Sjónvarpið og þar með var henni boðin góð nótt. En óhamingjan ríður ekki við einteyming. Á sjónvarpsskjánum birtist ömurlegasti sjónvarpsþáttur sem sést hefur í mörg ár í dagskrá Sjónvarpsins, "HRINGEKJAN", sem kom í stað Spaugstofunnar. Mer fannst Spaugstofan gjarnan mega hverfa, átti þó stundum sæmilega spretti en var oftast gömul og þreytt. En það jafnvel læðist að manni sá grunur að þeir Spaugstofumenn hafi haft hönd í bagga með arftakanum, svo arfalélegur var þessi þáttur, "HRINGEKJAN". Það lá jafnvel við að gömlu þættirnir MAÐUR ER NEFNDUR gæfu ekki sama aulahrollinn í minningunni. En aumingja konan á spítalanum reyndi af veikum mætti að slökkva á þessari hörmung, "HRINGEKJUNNI", sem birtist á skjánum. Það tókst ekki fyrr en hún tók sjálfa sig úr sambandi og dó drottni sínum.

Það var gaman að sjá viðbrögð ýmissa sem komu við sögu, voru skotspónar Skaupsins, flestir voru ánægðir með sinn hlut. Þó saknaði ég viðbragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem nú hugsar ekki nema um eitt; hvernig hann geti lamið í gegn að engar breytingar verði á ráðuneytum svo hann geti setið áfram í sínum ráðherrastóli með Bjarna Harðarson við fótskörina. En einn af viðmælendunum, uppáhald fjölmiðlanna, montspíra sem kallar sig Gils eitthvað. Hann var yfir sig hneykslaður á því að hann skyldi ekki sýndur af einhverju vöðvabúnti, annað væri honum ekki boðlegt. Aumingja drengurinn skyldi ekki háðið í Skaupinu. Auðvitað var hann sýndur af einhverjum með þunna vöðva, höfundar skaupsins sendu honum kveðju og sýndu að það sem innra fyrir býr er ekki minna virði heldur en að vaða um með vöðvabúntin. Og auðvitað endaði vöðvabúntið röfl sitt á því að hann ætlaði að skíta á höfunda skaupsins.

Skrifaði þessi sjálfhverfa montspíra, sem endar flestar ræður sínar á að viðmælandi eigi að skíta á sig upp á bak eða hann geri það með eigin framleiðslu, bók um KURTEISI, bók sem átti að vera kennslubók í kurteisi og framkomu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 113872

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband