Er Ríkisútvarpinu sama um málfar og slettur?

Það skiptir ekki máli hvort stúlkurnar í íslenska landsliðinu í knattspyrnu gerðu mörk eða unnu leiki, þær stóðu þær sig með sóma á EM. Það að komast á EM er stórkostlegur árangur.

Til hamingju með það!

Auðvitað hefur Ríkisútvarpið sagt frá og sýnt leiki íslenska kvennalandsliðsins, en síðasti leikurinn var gegn Þjóðverjum og þannig sagði Páll Magnússon frá því oftar en einu sinni í fréttum Sjónvarpsins.

"Íslenska kvennalandsliðið tapaði leiknum við Þjóðverja með einu marki gegn engu"

Fann Páll Magnússon ekkert athugavert við þessa setningu? Svo virðist ekki vera enda er málfar Ríkisútvarpinu þegar fjallað er um íþróttir oft æði skrautlegt. Rétt er setningin þannig:

"Íslenska kvennalandsliðið tapaði leikum við Þjóðverja með engu marki gegn einu"

Þegar Ásta Ragnheiður forseti Alþingis tilkynnti úrslit atkvæðagreiðslunnar um Icesave ábyrgðina sagði hún:

"Lögin eru samþykkt með 34 atkv.,14 voru á móti".

Ef hún hefði sagt frá þessu með hætti Páls Magnússonar hefði hún sagt:

"Lögin voru samþykkt með 14 atkv. gegn  34". Sjá ekki flestir hve rangt það er?

Á minni löngu ævi hef ég árlega heyrt og séð í fjölmiðlum auglýsingar um að verslanir ætli að auk kaupgleði almennings með því að lækka verð á vörum sínum og efna til þess sem ætíð hefur verið nefnt:

ÚTSÖLUR

En nú í kreppunni er það  líklega ekki nógu fínt að segja "útsala" og yfir dynja í fjölmiðlum og sker í auga skilti út um alt með ömurlegri slettu, það er orðið:

OUTLET

Ríkisútvarpið, þessi gamli varðhundur íslensks máls, hefur greinilega velþóknun á skrípinu, á hverju kvöldi er því þröngvað inn í stofur landsmanna í auglýsingatímum.. Hins vegar er haldið strangt í þann fáránleika að fallbeygja útlensk heiti, menn skulu með illu eða góðu fara til Amsterdams svo dæmi sé tekið.

Hvar er Aðalsteinn Davíðsson málfarsráðunautur RÚV, er hann í endalausu sumarfríi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband