Dómsdagskirkjan í Mongstad í Noregi

Eigum við að byrja á því að setja inn mynd af stóru og stæðilegu mannvirki í Mongstad í Noregi?

Picture 9Þetta mannvirki þætti eflaust ekki til prýði ef það væri risið hér á landi t.d. á Hellisheiði. 

Byggjandinn er hið þekkta ríkisfyrirtæki Statoil í Noregi

Eflaust olíuhreinsunarstöð mun margur ætla, verður það svona flykki sem rís í fallegum fjörðum Vestfjarða.

Nei, þetta er ekki olíuhreinsunarstöð enda mundi margur náttúruverndarsinninn (eða þeir sem telja sig haf einkarétt á þeim titli) þá hafa gengið af göflunum.

 

 

 

Það vill svo einkennilega til að þessi ófreskja er einmitt reist með mikilli velþóknun og beinlínis undir miklum þrýstingi frá þeim sem ætla að bjarga heiminum einkum með því að ráða veðri og vindum og þó sérstaklega því sem gerist í lofthjúpi jarðar.

Kostaði skildinginn:

Þetta flykki kostaði sem nemur 110 milljörðum íslenskra króna og er þó byggingu ekki lokið.

Áætlaður rekstrarkostnaður er um 3 milljarðar ísl. króna á ári.

Er þetta ekki olíuhreinsistöð? Nei, aldeilis ekki.

Þetta er stöð sem á að vinna KOLTVÍSÝRING CO2 úr loftinu og binda hann í hinum rammgerðu berglögum Noregs.

Jan Stoltenberg forsætisráðherra Noregs nefndi þetta fyrirtæki með stolti þegar hann kom til Íslands sl. vetur en stundi svo við "verst að þetta ber engan arð"

Þarna fer semsagt fram samskonar starfsemi og hafin er á Hellisheiði; að særa Lúsifer niður í bergið og ganga þannig frá honum að hann komi aldrei upp aftur.

Auðvitað er þetta óskaplega gaman fyrir þá vísindamenn sem fá að leika sér að svona tilgangslausu verkefni, en er slíkur leikaraskapur það sem við höfum mesta þörf fyrir á þessum síðustu og verstu tímum?

En getum við verið minni menn en Norðmenn, verðum við ekki að byggja slíka Dómsdagskirkju á Hellisheiði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband