Stjórnarandstaðan fær skelfilega útkomu í skoðanakönnun "capacent"

Það er varla að maður trúi þeirri skelfilegu niðurstöðu sem stjórnarandstaðan fékk í skoðanakönnun "capacent". Þar var spurt:

"Ert þú ánægð(ur) eða ánægð(ur) með störf stjórnarandstöðunnar?

Heildarniðurstaðan er sú að 18% eru ánægð, 27% hvorki né og 51% óánægð.

Þessum niðurstöðum hefur lítt verið flíkað í fjölmiðlum. Eitt er víst að ef þetta væru niðurstöður um fylgi ríkisstjórnarmeirihlutans hefðu verið rekin upp mikil ramakvein og þess krafist að Ríkisstjórnin segði af sér tafarlaust.

En nú getur stjórnarandstaðan ekki sagt af sér, hún hefur sitt umboð frá kjósendum til að sitja á Alþingi og mun sitja sem fastast.

En hvað veldur þessari hrikalegu niðurstöðu fyrir stjórnarandstöðuna, það er vert að velta því fyrir sér.

Eftir hið skelfilega hrun er þjóðin óttaslegin og ráðvillt, það er  sannarlega skiljanlegt. Mikill meirihluti þjóðarinnar gerði þá kröfu til Alþingis og Alþingismanna að tekin yrðu upp ný vinnubrögð, steingelt karp lagt til hliðar og allir legðust á árar til að koma okkur sem fyrst upp úr kreppunni. Kosningarnar sl. vor gáfu Samfylkingunni og Vinstri grænum hreint og klárt umboð til að mynda ríkisstjórn og leiða uppbygginguna. Sjónarandstöðuflokkarnir fengu nýja forystu. Talsverðar vonir voru bundnar við nýju formennina, Bjarna Benediktsson hjá Sjálfstæðisflokki og Sigmund Davíð Gunnlaugsson hjá Framsóknarflokki.

Hafa þessir forystumenn breytt um vinnubrögð eða þeirra flokkar?

Það er nú eitthvað annað. Bjarni hefur verið ákaflega óöruggur og fálmandi í sinni forystu en hefur meir og meir verið að sækja inn á óraunsætt karp og yfirboð. Ég hafði vissulega trú á Sigmundi Davíð en ef einhvertíma hefur komist lýðskrumari inn á Alþingi þá er það hann. Þessir tveir menn hafa gefið tóninn um vinnubrögð stjórnarandstöðunnar. Þau vinnubrögð eru að reyna sífellt í öllum málum að koma höggi á Ríkisstjórnina. Það er oft æði auðvelt. Ríkisstjórnin tók við einhverjum mestu vandamálum sem nokkur ríkisstjórn á Íslandi hefur tekið við. Það er lítill vandi að fiska í gruggugu vatni, þessari stjórn hefur vissulega verið mislagðar hendur á stundum en verkefnið er tæplega mannlegt, hve lengi geta forystumenn stjórnarflokkanna risið undir hinni gífurlegu byrði sem þau bera?

Niðurstaða skoðanakönnunar "capacent" á traustinu sem fólk ber til stjórnarandstöðunnar lýsir skipbroti þessara tveggja forystumann, Bjarna og Sigmundar Davíðs. En þeir hafa með forystu sinni dregið fram lýðskrum margra flokksfélaga sinna. Fremstir fara þar Höskuldur Þórhallsson í Framsóknarflokki og Birgir Ármannsson í Sjálfstæðisflokki. En það er líka athyglisvert að sumir af þingliði þessara flokka láta ekkert í sér heyra.

En eru ekki stjórnarandstöðuflokkarni þrír?

Vissulega, þriðji flokkurinn sem var afsprengi Pottlokabyltingarinnar, Borgarahreyfingin, fékk fjóra þingmenn í síðustu kosningum. Þetta var flokkur sem ætlaði að bæta siðferðið á vinnubrögðin á Alþingi og í stjórnsýslunni. En hvernig stendur þá á því að þegar aðeins hált ár  er liðið frá kosningum hefur þessi flokkur, Borgarahreyfingin, engan mann á þingi?

Ástæðan er einfaldlega sú að þessir fjórir Alþingismenn Borgarahreyfingarinn reyndust gjörsamleg heillum horfnir, vissu ekkert hvað þeir vildu annað en að rífast, kljúfa og ganga á bak orða sinna. Er það sú siðbót sem við höfðum mesta þörf fyrir?

Innkoma þessar fjórmenninga á Alþingi íslendinga er orðinn skrípaleikur, jafnvel harmleikur. Störf á Alþingi eru svo mikilvæg fyrir þjóðina að þar er ekki rúm fyrir neina sirkustrúða. Þessir fjórir einstaklingar geta aðeins gert þjóð sinni einn greiða, mikill greiða.

Að segja af sér þingmennsku á stundinni!!!

En þroski þjóðarinnar er á hærra stigi en ég þorði að vona. Almenningur hefur lýst vantrausti á hina nýju forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson að ekki sé talað um þá fjóra sirkustrúða sem skolaði inn á Alþingi á vegum flokksins sáluga, Borgarahreyfingarinnar. Íslenska þjóðin krefst ÁBYRGRA vinnubragða af öllum stjórnmálamönnum, að sjálfsögðu af þeim sem eru í meirihluta á Alþingi en ekki síður af þeim sem er í stjórnarandstöðu.

Ætlar stjórnarandstaðan að halda áfram á sömu braut lýðskrums og upphrópana eða ætlar hún að taka upp virðingarverð, öguð og árangursrík vinnubrögð?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er sammála því að stjórnarandstæðan er skelfileg. Bjarni hefur alls ekki þá skynsemi og hæfileika að bera að hann nái hlustun fólks. Maður er farin að hugsa þegar hann sést á skjánum, hvaða rugl komi núna?

Þjóðin hefur ekki efni á stjórnmálamönnum sem að eru í eilífu skítkasti. Það verður að fara að snúa þessu við og fara að vinna, ekki veitir þjóðinni af.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.10.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála höfundi, rétt lýsing á stjórnmálamönnunum okkar. Vel skrifað.

Hjörtur Herbertsson, 10.10.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113919

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband