Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. halda áfram í lýðskrumi og ábyrgðarleysi

Þá er líklega komið að lokapunkti Icesve samninga. Samningar munu hafa verið undirskrifaðir í dag, frumvarp lagt fram á Alþingi einnig, mælt fyrir því og það tekið til umræðna og afgreiðslu þar á eftir.

Það er með ólíkindum að lesa margt sem sagt er á blogginu um Icesve og það er einnig með ólíkindum að lesa og heyra viðbrögð foringja stjórnarandstöðunnar um þetta sama mál. Það er hægt að krefja stjórnmálaforingja um meiri ábyrgð og yfirvegun en einhverja bloggara þó mér ofbjóði orðbragð margra bloggara og svívirðingarnar sem dunið hafa á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Það virðist sem svo að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. haldi að þeir geti komið þeirri skoðun inn hjá almenningi að Icesave skrímslið  hafi verið skapað af núverandi stjórn og stjórnarflokkum, Samfylkingu og Vinstri grænum.

En svo er aldeilis ekki. Það voru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sem  lögðu grunnin að þessu skrímsli. Þeir voru í ríkisstjórn árum saman og það voru þeir sem stjórnuðu einkavæðingu bankanna, sem að vísu var enginn einkavæðing. Bankarnir voru afhentir á spottprís vildarvinum flokkanna sem sumir hafa reynst einstaklingar sem ekki voru hæfir til að reka banka og eru  að verða uppvísir að fjárglæfrum sem engu tali tekur.

Ætlast þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben til þess að þeim verði aftur afhent völdin í þjóðfélaginu? Örugglega þrá þeir það heitast, þá gætu þeir jafnvel brugðið fæti fyrir það öfluga starf sem í gangi er til að fletta ofan af þeim þokkapiltum sem fengu bankana nánast gefna, það kann að verða æði óþægilegt fyrir þessa tvo flokka, Sjálfstæðisflokka- og Framsóknarflokk, ýmislegt sem á eftir að koma í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svakaleg huggun í því að taka á sig þessar byrðar, þegar þú getur bent á sökudólginn.  Það eru svona blogg, sem eru með ólíkindum. Fjórflokkaheiladauðinn er alger. Er það ábyrgðarleysi að sporna gegn gjaldþroti þjóðarinnar? Réttlætir þú gjörðir ríkistjórnarinnar með því að hinir hafi verið verri? Rökvilla þín er alger hér. Svona er hún:

Two Wrongs Make a Right: This fallacy occurs when an arguer attempts to justify a wrongful act by claiming that some other act is just as bad or worse. Two Wrongs Make a Right generally follows the pattern:

1. Others are committing worse or equally bad acts.

2. Therefore my wrongful act is justified.

Þú ættir að skammast þín.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mikið endemis bull getur komið út úr þér Jón Steinar. Rétt kjörin stjórnvöld, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu okkur í þessa skelfilegu Icesave klípu. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hlaupast frá því. Ef þú skrifar upp á skuldabréf sem ábyrgðarmaður þýðir ekkert fyrir þig að segja svo þegar lántakandinn greiðir ekki eða getur ekki greitt

"ég ætla ekki heldur að borga neitt"

Þetta hefur ekkert að gera með það hvor er betri eða verri. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu okkur öllum í þessa skuld, núverandi Ríkisstjórn stendur í því að hreinsa til eftir þá og það verður mjög sársaukafullt. 

Og svo kemur fjórflokkabullið, allir séu þeir eins þessir fjórir flokkar. Þú ert þá líklega í Borgarahreyfingunni eð Hreyfingunni, það er nú aldeilis reisn yfir þeim fjórmenningunum sem komust á þing á þessara hreyfinga vegum. Áttu þeir ekki að vera endurnýjungin?

Það eru aðeins rökþrota menn sem verða að segja viðmælendum sínum að skammast sín.

Vonandi batnar þér andlega en þar virðist þú vera illa haldinn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.10.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband