Aukum veiðar á þorski

Það er engin spurning; við eigum að auka veiðar á þorski, við höfum ekki efni á því að láta þorskinn verða ellidauðann í sjónum í stórum stíl eða láta hann synda til okkar nágranna sem ekki fúlsa við slíkri gjafmildi.

Ég er dæmigerður landkrabbi en hver fylgist ekki með sjávarútvegi og fiskveiðum. Hef ætíð haft meira álit á ráðgjöf Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og Kristins Péturssonar fiskverkanda á Bakkfirði en á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknarstofnun finnur ekki þorskseiðin en einn ágætur Grímseyingur sagðist í hádegisfréttum geta upplýst Hafró um hvar þau eru.

Jóhann Sigurjónsson, hættu að leita og hringdu norður til Grímseyjar, það er miklu ódýrari leið til að finna seiðin en skrapa alla firði.

Eftir yfirgengilegt stjórnleysi og vitleysu undanfarin sukkár virðist sem svo að komin sé upp ákveðin stirðleiki í kerfinu; nú þora menn vart að taka ákvarðanir, tæplega að ræða róttækar aðgerðir til að koma okkur úr vandanum sem fyrst.

Við eigum að taka djarfar ákvarðanir og fylgja þeim eftir:

Auka fiskveiðar og skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði, ekki aðeins séreignasparnað heldur allar inngreiðslur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir pistlana þína í Mogganum ég sakna þeirra las þá nær alltaf.Er sammála þér um þau mál sem þú fjallar hér um að ofan,við getum ekki lifað á að taka alltaf meiri lán,nóg komið af þeim. Lífeyrissjóðirnir virðast vera í vandræðum að ávaxta sitt pund.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.11.2009 kl. 23:56

2 identicon

Vitaskuld á að auka kvóta á öllum bolfiski, ráðstafa helming til sveitastjórana er geta leigt hann út ekki veitir af að rétta af fjárhag sveitarfélaga. Hinn hlutann á Ríkisjóður að leigja út og láta þá eftirspurn og framboð ráða leiguverði kvótans.  Leggja af fiskistofu í núverandi mynd, og loka verðlagsskrifstofu skiptaverðs.  Við 100 þúsund tonna aukningu gæfi þetta 150 til 200 milljarða í tekur fyrir það opinbera.

Með þessum tekjum mætti slá af allar boðaðar skattahækknanir, og niðurskurður í gæti orðið mun meiri en áætlað er.  Forsendan að við höfum okkur út úr þessari krísu er að ríkiútgjöld fari niður fyrir 40% af vergri landsframleiðslu.

Hallur (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 01:26

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Grétar, yfirleitt las ég pislana þína í Mogganum hér áður. Ekki vegna þess að ég væri alltaf í einhverjum framkvæmdum, heldur vegna þess að þú vars að leita að framþróun. Einhvern veginn upplifði ég tón, sem sagði að þér hafi ekki heppnast allt sem þú gerðir, en það fylgir framþróun.

Í því efnahagsástandi sem við erum í núna þarf frumleika og djörfung. Það þarf að hlusta á fólkið í landinu, því það vill taka til hendinni. Það er til frumleiki og djörfung í Vinstri Grænum en þegar kemur að ríkistjórninni sem teymi gerist ekkert. Það var frumleiki hjá Framsókn að leita til Noregs. Það gat aldrei komið neitt út úr því ef Samfylkingin var alfarið á móti. Það er frumleiki í að skattleggja séreignalífeyrissjóðina, ríkisstjórnin er á móti, en fólkið með.

Þú ert hættur að skrifa pislana í Mogganum, en þú hefur ekki síður áhrif hér.

Sigurður Þorsteinsson, 22.11.2009 kl. 06:36

4 identicon

Thjódin á miskunarlaust ad leggja nidur kvótakerfid strax.  Thjódin á ad BYRJA AD HEGDA SÉR SEM EIGANDI AD AUDLINDUM SJÁVAR INNAN LANDHELGI ÍSLANDS.

THJÓDIN Á AUDLINDINA OG GETUR GERT NÁKVAEMLEGA THAD SEM HENNI SÝNIST VID EIGN SÍNA.  LÍÚ hefur nákvaemlega ekkert um thad ad segja.....EKKERT.

Gummi (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 09:50

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Leiðina sem þú leggur til má gjarnan far...en gerum þetta að vísindaveiðum. Látum smábátunum aukninguna eftir. Vísindaveiðar lenda ekki í kjafti kvótakerfisins...þetta er mýkri leið til að draga tennurnar úr því kerfi ójafnaðar.

Haraldur Baldursson, 22.11.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband