Við höfum ekki gleymt því hverjir stofnuðu Icesave reikningana, þar í hópi var Kjartan Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

Þennan pistil sendi ég manni að nafni Axel Jóhann, hann er greinilega einn af þessum forstokkuðu Sjafstæðismönnum sem heldur að hægt sé að sefja almenning til að gleyma því hvaða stjórnmálflokkar stóðu fyrir hinni svokölluðu "einkavæðingu" bankanna og hverjir stofnuðu hina skelfilegu ICESAVE reikninga

 Þér væri nær Axel Jóhann að beina geiri þínum að þeim pólitíkusum sem létu fjárglæframenn úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum  stela ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka. Voru þessir pólitíkusar ekki einmitt úr þessum tveimur fyrrnefndum flokkum? Voru það ekki fjárglæframenn úr Sjálfstæðisflokknum sem stofnuðu ICESAVE reikningana í Hollandi og Bretlandi, þeir sem þóttust ætla að kaupa Landsbankann en fengu lán til þess hjá Framsóknarglæframönnunum í Búnaðarbankanum og borguðu aldrei lánið. Var ekki framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson í bankaráði Landbankans þegar þessir glæpsamlegu ICESAVE reikningar voru stofnaðir til að sjúga fé út  úr sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi.

Hvert var þeim peningum komið, eru þeir grafnir á Tortóla eyjum? Þú og aðrir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins haldið að það sé hægt að fá íslenskan almenning til að gleyma öllu þessu glæpsamlega athæfi með því að ráðast að þeim sem eru að vinna hörðum höndum að því að endurreisa Ísland en ykkur verður ekki kápan úr því klæði!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Finnst þér ekki rétt, Sigurður, að láta þá svarið fá að fljóta með, svona samhengisins vegna, en það var svona:

"Sigurður, ekki veit ég hvar í flokki þessir glæpamenn voru, frekar en að ég láti mér detta í hug að úthúða Vinstrir hreyfingunni, grænu framboði, í hvert sinn, sem einhver kjósandi þess flokks er settur á Litla-Hraun fyrir einhverja glæpi.

Ég hef aldrei haft hugmyndaflug til að láta mér detta í hug, að glæpirnir séu framdir í nafni þess flokks, eða á hans vegum.

Ekki veit ég heldur hvað rætt er og skipulagt á flokksfundum VG, en ég veit hins vegar fyrir víst, að á fundum innan Sjálfstæðisflokksins eru glæpaverk aldrei skipulögð, né menn gerðir út á vegum flokksins til slíkra verka.

Svona fáráðlegar tengingar milli stjornmála og glæpa, lýsa mínum hugarheimi ekki neitt, en segja hinsvegar margt um hugaróra skrifarans sjálfs."

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þð er geinilegt hvar þítt pólitíska hjarta slær.

Ég hef aldrei haft hugmyndaflug til að láta mér detta í hug, að glæpirnir séu framdir í nafni þess flokks, eða á hans vegum.

Sem sagt, þú sýknar Sjálfstæðisflokkinn algjörlega, þú vilt ekki viðurkenna að sá veldur miklu sem upphafinu veldur,  þeir sem stofnuðu hina glæpsamlegu ICESAVE reikninga. Þess í stað djöflast þú á núverandi Ríkisstjórn sem er að vinna hörð um höndum við að hreinsa flórinn eftir flokksbræður þína og systur í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Ef þú ætlar að svara mér aftur þá reyndu að ræða þetta mál með rökum en ekki leggja á flótta.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 14:24

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kjartan Gunnarsson er enn einn aðalmaður Sjálfstæðisflokksins.  Og það er reyndar hægt að bendla allnokkra sjálfstæðismenn á þingi við ýmist lögbrot eða siðleysi.  Það er allt við það sama á þeim bænum og mun ekki breytast nema kjósendur sjái til þess.

Anna Einarsdóttir, 30.1.2010 kl. 14:50

4 identicon

Það ætti að nota tímann til að finna ICESAVE peningana og refsa þeim sem stálu peningunum.
Þegar búið er að finna peningana er hægt að skila þeim til réttra aðila og þannig leysa ICESAVE málið.

Getur verið að "Neitum að Borga " og "Standa í Lappirnar " fólkið,  séu þeir sem stálu peningunum og vilji ekki skila þeim?

Þjófar skila aldrei þýfi nema þeir séu neyddir til þess!
Forhertir þjófar láta aðra borga sínar skuldir!

Þessi grein er áhugaverð.
Hvert fóru Icesave peningarnir? - Var þeim stolið?
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/hvert-foru-icesave-peningarnir-var-teim-stolid

Jonsi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:08

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Það var náttúrulega alveg nauðsynlegt(?) að afhenda Landsbankann "mönnum í talsambandi við flokkinn."  Það var meðvituð og yfirveguð pólitísk ákvörðun.  Kannski ekki glæpsamleg, en örugglega alveg siðlaus!  Ég efast um að þessi ákvörðun hafi nokkur tíma verið rædd á flokksfundum FLokksins af almennum flokksmönnum.  Ekki frekar en aðrar stórákvarðanir þar á bæ!  Sjálfstæðismenn geta samt ekki vikið sér undan ábyrgð á forystu FLokksins, sem breyttu um áður markaða stefnu við sölu ríkisbankanna.  Sú stefnubreyting fólst í því að hin dreifða eignaraðild (til almennings) var tekin af dagsskrá.  Davíð Oddssyni fannst bráðnauðsynlegt að "selja" bankann vinum FLokksins, "mönnum í talsambandi við FLokkinn."  Hann tók sem sé hagsmuni FLokksins og sérhagsmuni fram yfir hagsmuni almennings/þjóðarinnar.  Og ekki í fyrsta skipta, og ekki hið síðasta, sem það gerist í sögu SjálfstæðisFLokksins!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 15:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt hjá þér Sigurður, að mitt pólitíska hjarta slær takfast og örugglega, en aldrei hef ég varið glæpamen, hvaða stjórnmálaflokk, sem þeir hafa stutt, né hverjir glæpirnir eru.

Ekki hef ég séð neinn rökstuðning frá þér um tengsl stjórnmálaflokka við skipulagða glæpastarfsemi, hvorki VG eða Sjálfstæðisflokksin, eða nokkurra annarra flokka.  Þú hefur eingöngu slengt fram rakalausum fullyrðingum, fúkyrðum og öfgum.

Svör geta ekki orðið mikið merkilegri en fyrirspurnin eða sleggjudómurinn, sem menn leyfa sér að setja fram, að því er virðist í einhverjum pólitískum leðjuslag.

Aðrar athugasemdir hér að ofan eru flestar sömu markinu brendar.  Kjósandi einhvers pólitísks flokks, jafnvel þátttakandi í flokksstarfi, tekur ekki þátt í glæpaverkum á vegum flokks síns, heldur sem einstaklingur og þar koma pólitískar skoðanir ekkert við sögu.

Svo einfalt er nú það.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 15:27

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alltaf fæ ég fieiri staðfestingar á því sem ég hef lengi haldið fram. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa myndað ónæmi gegn allri sjálfskoðun. Það gæti enginn forystumaður stjórnmálaflokks sem stýrt hafði heilli þjóð fram af barmi örbirgðar látið sér um munn fara yfirlýsingu á borð við:

"Nú eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan hjá okkur Sjálfstæðismönnum" nema eftir að hafa verið búinn að aka allri siðgæðiskennd af pólitískum toga í Sorpu. Reyndar er svona siðleysi ekki af neinum pólitíkskum toga þegar að er gáð.

Það er algilt.

Hvort er þetta sjúkdómur eða meðfædd fötlun?

Árni Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 16:23

8 identicon

ICESAVE er reikningurinn fyrir kúlulána og sukkveislu Sjálfstæðisflokksins!

Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans eiga því að borga reikninginn.
Það á að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem hryðjuverka og glæpasamtök og banna starfsemi hans á Íslandi.
Allar eignir FLokksins verði gerðar upptækar til að borga ICESAVE.
Forystumenn FLokksins verði dæmdir fyrir landráð og settir í fangelsi fyrir lífstíð.

Það ólánsfólk sem hefur verið blekkt til að kjósa FLokkinn verði sett í endurhæfingu og endurmenntun til að verða að nýtum samfélagsþegnum.

Nýr hægriflokkur verði stofnaður með heiðarlegu lýðræðisinnuðu fólki

Jonsi (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:34

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jonni. Sjálfstæðisflokkurinn var að því sem mér hefur skilist skipaður heiðarlegu og lýðræðissinnuðu fólki. Ennþá er þess konar fólk til í þessum flokki þótt lítið beri á því af þeim eðlilegu sökum að þar nær það engum frama umfram að leyfast að bjóða sig fram í prófkjörum. Öll höfum við séð hvernig þeim framavonum hefur lyktað.

Til hvers þarf 0,5 milljóna samfélag hægri flokk, tvo svonefnda vinstri flokka, einn miðjuflokk og síðan einhverja smáflokka? Getur þá enginn stjórnað svona hóp nema með skipuriti frá útlendu kennisetningarugli?

Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki hægri flokkur né neinn öðruvísi miðaður flokkur. Hann er mikilvægasta hjálpargagn siðlausra gróðafíkla í öllum deildum íslensks samfélags við að stýra lagaumgerð og fjárveitingum ríkis til sinna manna. 

Árni Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 18:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til hamingju Sigurður, með samherja þinn í baráttunni fyrir ykkar málstað.  Það er ekki ónýtt, fyrir flokkinn, að eiga svona málefnalega stuðningsmenn.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 18:37

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Málstaður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins er einfaldur;  skiptum spillingunni út fyrir heiðarleika.

Til upprifjunar og til að uppfylla málefnalegar kröfur Axels:

Árni Johnsen (þéttidúkur o.fl.)
Ásbjörn Óttarsson (lögbrot af gáleysi)
Bjarni Benediktsson (vafningar)
Guðlaugur Þór Þórðarson (FL-milljónir)
Illugi Gunnarsson (Sjóður 9)
Tryggvi Þór Herbertsson (Askar capital)
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir (kúlulán)

Anna Einarsdóttir, 30.1.2010 kl. 18:45

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Anna, ég sagði að glæpir væru ekki framdir í nafni, eða á vegum stjórnmálaflokka. 

Hvaða málefnalegar kröfur ert þú að uppfylla.  Þú ert að berja höfðinu við steininn, alveg eins og hinir öfgaruglararnir, sem hér hafa verið að ausa út sínum sorugu hugsunum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 19:11

13 identicon

En ekki gleyma því að allar skuldbindingar IceSave í Hollandi komu inn í tíð bankamálaráðherra sSmfylkingarinnar - og líklega 80% í Bretlandi.  Líttu þér nærmaður!

hm (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:13

14 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Munið að samfylkingin átti bæði bankamálaráðherra (viðskiptaráðherra) og utanríkisráðherra á tímum icesave reikningana. 

Hreinn Sigurðsson, 30.1.2010 kl. 19:27

15 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Axel greyið er gjörsamlega heilaþveginn sjalli. Ef þú reynir að rökræða við hann, þá annaðhvort segir hann að þú sért barnalegur, eða leggur á flótta, rök og ráðalaus.

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 21:06

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel. Hefur einhver borið Sjálfstæðismönnum það á brýn að þeir væru heimskari en aðrir menn?

Aldrei dytti mér í hug að trúa manni sem stæli banka og segist hafa gert það vegna þess að Sjálfstæðismenn tryðu því að það væri í lagi.

Ég gæti í mesta lagi trúað því að hann hefði hugsað eitthvað í þá áttina en auðvitað hefði hann aldrei upplýst hvaðan hugmyndin kom.

Hét hann ekki Mark Hannah þingmaðurinn sem sagði: "það er tvennt sem skiptir máli í pólitík. Það fyrra er peningar en ég er búinn að gleyma hvað hitt var?"

(stal þessu auðvitað af blogginu hans Haraldar Sigurðssonar jarðfræðings)

Árni Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 21:12

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sigurður Grétar. 

Þú er maður sem býr yfir þekkingu til að stöðva leka á vatni. Þú spyrð ekki af hverju lekinn er. Þú bara stöðvar hann og lagar. Þú ert einnig titlaður orkurágjafi.  Má ég spyrja þig hvers vegna þú ert að setja orku í það að reyna að finna sökudólga?  Vatnslekinn er orðinn, það er verið að reyna að laga hann. Komdu nú með ráð hvernig við getum komið í veg fyrir vatnslekann í komandi framtíð, þannig að við þurfum ekki að eyða þessari orku í að finna sökudólgana.

Orkuráðgjafi  kemur með lausnir til framtíðar, en talar ekki um hvað áður orsakaði orkutap.

Eggert Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 22:00

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, það hafa margir hér á blogginu sagt Sjálfstæðismenn vera hóp heimskingja og glæpamanna og eru það vingjarnlegustu orðin sem þeir láta falla um þann þriðjung þjóðarinnar, sem kýs Sjálfstæðisflokkinn.

Einn rugludallurinn setur inn athugasemd hér fyrir ofan og segir flokkinn hryðjuverka- og glæpasamtök sem ætti að banna.  Svona skrif lýsa Sjálfstæðisfólki auðvitað ekki, heldur þessum Jónsa sjálfum, Sigurði Grétari og öðrum ofsaöfgamönnum, sem deila þeirra hugarheimi.

Svona menn hafa engin áhrif á heiðarlega kjósendur Sjálfstæðisflokksins.  Þeir bara vorkenna þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 22:20

19 identicon

Það er eitthvað að pípulögninni hjá þér Sigurður, þrýstingurinn til heilans eitthvað litill - þú villt sennilega sem gamall

stofukommi senda alla sem að Landsbankanum komu í eitthvað Gulag og reyna svo að leysa vandann þegar búið er að "neutralisera" alla sem þú heldur að séu vondu kallarnir svona a la Stalin.

Það tók Sjálfstæðismenn nærri 18 ár að hreinsa eftir síðustu vinstri stjórn, og nú er þessi litla hryllingsbúð byrjuð aftur með kommisörum í ríkisbönkum og bráðum kemur "viðtækjaverslun ríkissins" aftur og rúbluhugsanagangurinn

sveiattan

Ágústa (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 22:24

20 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ágústa. Hvað heitir formaður stjórnar Íslandsbanka???

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 22:32

21 identicon

Hann heitir Friðrik Zophusson og er heiðalegur maður að ég best veit og þessi spurning segir allt sem segja þarf um þessar endalausu samsæriskenningar og "paranoju" vinstri manna að halda að af því að menn hafi einhverja ákveðna pólitíska skoðun þá sé eftir einhverjum orsaka og afleiðingateikningum hægt að gera þá ábyrga fyrir hruni og glæpum manna sem höfðu eigin gróða að eina leiðarljósi og ekki þjóðarheill. þetta minnir á orsakatengingar íslamista við muhameðsteikningarnar í Danmörku.

Ágústa (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 22:51

22 Smámynd: Auðun Gíslason

Axel setur allar athugasemdir hér undir sama hatt!  Það væri fróðlegt að fá að vita hvernig athugasemd mín, sem er aðeins lýsing á hvað gerðist í einkavæðingu ríkisbankanna, getur talist ómálefnaleg!

Hvaða flokk er Axel að tala um í athugasemd 10 ?

Mér sýnist, að Axel sé einn af þessu svekkta X-D fólki.  Fólki sem hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með sína menn, en af tryggð við flokkinn þrjóskast við að verja þá!  Þetta er mín tilfinning!  Axel virkar sár og bitur!  Kannski er þetta misskilningur...

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 22:54

23 Smámynd: Auðun Gíslason

Báknið burt!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 22:59

24 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Já  Ágústa, það væri rétt að senda allt landsbankahyskið  í einhverskonar gulag, og sjálfgræðgisflokksmenn með.

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 23:06

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, ég setti ekki allar athugasemdirnar hér að ofan undir sama hatt, því ég talaði um flestar athugasemdirnar, þar er mikill munur á.  Reyndar var þín athugasemd ekkert sérstaklega málefnaleg, því bankarnir voru auglýstir til sölu á sínum tíma, en ekki bárust mörg tilboð í þá, því miður.  Enginn gat séð fyrir, hvernig kaupendunum myndi detta í hug, að fara út í þau "ævintýri" sem þeir gerðu og komu þjóðinni í þá stöðu, sem hún er í núna.  Sá, spámaður, sem sá það fyrir, þagði að minnsta kosti þunnu hljóði um þá vitneskju sína.

Áðan gleymdi ég að láta það koma fram, að Sveinn Elías Hannesson er einn barnalegasti tuðari, sem á bloggið skrifar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 23:08

26 identicon

Sammála Axel, þessi Sveinn Elías virðist vera með samasemmerki milli skóstærðar og greindarvísitölu, nenni ekki að eyða tíma í svona vitleysu

Ágústa (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:24

27 Smámynd: Auðun Gíslason

Það var horfið frá dreifðri eign og valin ný leið með því sem kallað var kjölfestufjárfestar.  Ekki var gengið úr skugga um að hinir völdu kaupendur hefðu fjármagn á bak við sig til að flokkast sem slíkir.  Menn hafa deilt um siðferðið við söluna.  Sumir segja að bestu tilboðum hafi ekki verið tekið.  Hversvegna sagði Þorvaldur Ari sig úr einkavæðingarnefndinni?  Sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum.  Vonandi að málið upplýsist í skýrslunni, sem enginn veit hvort og þá hvenær kemur út!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 23:34

28 Smámynd: Auðun Gíslason

Í 27 er ég að tala um sölur beggja ríkisbankanna!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 23:37

29 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ágústa.

Lestu færslu 19 .Hún segir allt sem um þig og þínar skoðanir á fólki sem ekki er sammála þér.

Þú ert eins og þessi snillingur Axel gjörsamlega rök og ráðþrota. (eins og allir sjallar í dag)

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 23:40

30 Smámynd: Auðun Gíslason

Færsla 19 telst nú varla mjög málefnaleg, verð ég að segja!  Barnalegt í meira lagi!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 23:50

31 identicon

Axel, og Ágústa,

  Þið eruð eins og pendúlar...sveiflist bara fram og til baka, og hagið ykkar rökum þannig. 

  Axel talar um að sértsakan spámann hafi þurft til að sjá hvað gerðist. Síðan þegar gagnrýnin kemur úr annarri átt, þá var það Davíð Oddsson, sem var sá eini sem sá þetta allt fyrir. Þessi afsökun um að engin hafi séð "þetta" fyrir er svo gjörsamlega út úr korti að það er bjánalegt. Bara fyrst að reyna að afsaka þetta, er fyndið. Í öðrum löndum þegar svona hlutir gerast þá einfaldlega hafa þeir ekki staðið sig...punktur og basta. Það geta alls kyns ástæður og aðstæður sem ollu því, en allur vafi á því, fellur MEÐ ÞJÓÐINNI!!!!!

    ----Síðan ef við förum í umræðuna hver ber ábyrgð, þá er ábyrgðin svo rosalega mikil Sjálfstæðismanna að það er grátbroslegt, enda gefur það vinstri mönnum vopnabúr, næstu áratugina. Hvernig væri bara að Sjálfstæðismenn tækju til hjá sér, og viðurkenndu að hafa klúðrað málum á mörgum sviðum. Þeir nánast handréðu menn t.a.m. í mörg embætti, og mótuðu stefnuna, voru við stjórnvölinn................en var þetta þeim að kenna....  o nei

   Tökurm dæmi gjaldeyrisbraskið sem er núna í gangi. Það væri alveg hægt að taka strútinn á þetta, en það er ekki gert. Við vitum hins vegar alveg hvernig ástandið væri ef fyrri stjórnir hefðu haldið velli, og ég tala nú ekki um hvernig ástandið væri ef B og D væru ennþá við stjórnvölinn...............bara að segja þetta er ógeðslegt!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:53

32 identicon

Hverjir eiga bankana núna eru það ekki góðkunningjar Samfylkingarinnar sem störfuðu í gömlu bönkunum. Sé ekki betur enn verið sé að bjarga mestu glæponum íslandsögunar og ykkur finnst það í lagi og meira segja er Samf og Vg eru alveg vitlaus í að borga Icef skuldir Björgúlfsfeðga það finnst mér undarlegt ef það reynist  rétt að þeir séu góðkunningjar Sjálfstæðisflokksins.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:54

33 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Já, voru það góðkunningjar samfylkingarinnar sem lánuðu bönkunum?

Hverjir eru þessir góðkunningjar samfylkingarinnar?

Segðu okkur frá þeim Sigurbjörg.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 00:11

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, hverjum er gjaldeyrisbraskið núna að kenna?  Er það Samfylkingunni og VG, sem eru í ríkisstjórn, eða er það Sjálfstæðisflokknum að kenna, af því að hann var einu sinni í ríkisstjórn?  Eða er það Hreyfingunni að kenna?  Eða Framsókn? 

Miðað við málflutninginn hlýtur að minnsta kosti einhver stjórnmálaflokkur að standa á bak við það og eru það þá ekki flokkarnir sem eru búnir að vera við völd allan tímann, sem gjaldeyrisbraskið var stundað?

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 00:13

35 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Gjaldeyrisbraskararnir unnu flestir hjá Straumi Burðarás, sem hverjir áttu nema sjallarnir.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 00:18

36 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað eiga Ísbjörg Kjartansdóttir og Ásbjörn Óttarsson sameiginlegt?

Björn Birgisson, 31.1.2010 kl. 02:11

37 identicon

Axel,

   Þetta sinnuleysi og valdafíkn, sem einkenndi Sjálfstæðisflokkinn, og Framsókn. Ég er ekki að segja að allir flokksmenn hafi hugsað svona. Aftur á móti var þetta línan sem topparnir lögðu. 

   Hvernig í ósköpunum á gjaldeyrisbraskið sem núna er stundað að vera ríkisstjórninni að kenna?!

   Núna loksins þegar verið er að taka af röggsemi á málum, sem eru arfleið, jú nákvæmlega þessara aðila, sem við vorum að ræða um að hefðu búið til þennan skít sem er í gangi núna, þá reynir þú að búa til sök á núverandi stjórnvöld, sem eru þó virkilega að taka á málunum. 

     Ég er ekki viss um að það hefði mátt anda á þessa aðila sem stunda þessa "sjálfsbjargarviðleitni", ef ákv. flokkur væri ennþá við stjórnvölinn!!  Það er svo morgunljóst, og þú veist það sjálfur.

   Axel, við skulum bara vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái að bæta sig, og læra af þessu rugli sem hann hefur staðið fyrir. Ég bara trúi því ekki að þetta er hið rétta eðli flokksins.  

 Ég vona að við séum að skilja hvorn annan.

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 02:17

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að ég verði að taka undir orð Eggerts hér að ofan. Þessi flokkspólitíski skotgrafahernaður er engum ykkar til sóma hér.  Axel er raunar að benda á það saman að aðskilja vandann og orsökina. Skaðinn er skeður, en mér viðist sem greinarhöfundur reyni ítrekað að réttæta það að við pungum út fyrir Icesave að ósekju af því að hann telur sig vita hver sökudólgurinn er. Enn vitlausara er að rekja orsökina til sölu bankanna, þótt allir þættir séu hluti af ákveðinni atburðarrás. Ekki var það stoppað þá og enginn sá þessi ósköp fyrir.  Það er þá alveg eins hægt að fara aftar í orsakakeðjuna og segja að þeir sem stofnuðu bankana í upphafi séu hinir eiginlegu sökudólgar.

Ég vil benda greinarhöfundi á að það var engum bönkum stolið og þessi vitfirringslegi munnsöfnuður hans gerir hann ómerkann með öllu. Ég hefði samt viljað vita í öllum hans soraskrifum, að hverju hann er að leiða?  Er hann bara að ergjast og þusa út í loftið, eða er hann að færa rök fyrir einhverju?  Er það væntanleg niðurstaða að flokksmeðlimir, séu með einhverskonar genetískan galla, háir sem lágir. Sjálfstæðismenn með glæpagenið, Vg með svikagenið og Samfylkingin með einræðisgenið? Er það kannski endir rökleiðslunnar að alþýðufólk greiði þegjandi spilaskuldir einkafyrirtækja af því að það er ekki hans flokki að kenna?  Vinsamlegast talaðu skírar maður.

Ég vil taka því fram að ég hef aldrei verið flokksbundinn og kýs eftir málefnum, sem hjartað segir til um. Ég er því væntanlega laus við þessa genagalla. 

Ég bið svo greinarhöfund að skipta yfir í koffeinlaust og hætta að úthella mannhatri hér á blogginu og dæma menn glæpamenn, áður en nokkuð hefyr verið sannað um slíkt.  Hann er farinn að ná status þorpsfíflsins hér í bloggþorpinu. Þó er samkeppnin næg þar um.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2010 kl. 02:21

39 identicon

Jón Steinar skrifar, 

  "Ég bið svo greinarhöfund að skipta yfir í koffeinlaust og hætta að úthella mannhatri hér á blogginu og dæma menn glæpamenn, áður en nokkuð hefyr verið sannað um slíkt.  Hann er farinn að ná status þorpsfíflsins hér í bloggþorpinu. Þó er samkeppnin næg þar um."

 He he, ég held að þú hafir náð þessum "titli" algjörlega skuldlaust, bara fyrir þessi litlu kjánalæti í þér. Svo ég tala nú ekki um "rökstuðning" þinn að ofan, og spjall um málið.  Kannski er þetta bara það eina sem þú hefur til málana að leggja, s.s. skiljanlegt

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 03:16

40 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Björn.

Þau eru bæði afkvæmi sjálfstæðisflokksins.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 11:21

41 Smámynd: Björn Jónsson

Jón Steinar hittir naglann á höfuðið ( eða rörbútinn )í commenti sínu 38.

Hjartanlega sammála honum. Það hefur alltaf verið til fólk sem hagar seglum eftir vindi, hoppar á milli

flokka eftir hentuleikum.

Það hlýtur að gylda það sama hjá laga og reglugerðarsmiðum og bílaframleiðendum,traust er það kallað sem vænst er af notendum. Mannskepnan verður alltaf með þetta græðgisgen í sér, píparar sem aðrir.

Björn Jónsson, 31.1.2010 kl. 12:22

42 identicon

Málið er einfalt:

Axel, það er alveg rétt hjá þér að þingmenn og forystumenn Sjálfstæðisflokksins stálu ekki, brutu ekki lögin eða frömdu aðra fjárglæpi af því það stendur að það eigi að gera það í stefnuskrá flokksins.

EN MEÐAN ÞAU SEGJA EKKI AF SÉR OG FLOKKURINN EÐA FORYSTA HANS TEKUR EKKI AF SKARIÐ OG SETUR ÞAU AF ER FLOKKURINN SAMSEKUR OG HREIÐUR FYRIR SPILLINGU.

Ástæðan er augljós öllum sem vilja sjá hana:

Innsti hringur forystu Sjálfstæðisflokksins er svo flæktur í spillinguna og lögbrotin að þau hafa ekki manndóm til að rísa upp og hreinsa til. Enda væru þau þá að hreinsa sig sjálf út í mörgum tilvikum.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 20:47

43 Smámynd: Björn Birgisson

Hlustið á Theódór Norðkvist. Hann er búinn að skamma mig ærlega og það með réttu. Hann veit alveg hvað hann syngur. Munið þið eftir hrifningu Framsóknarmanna þegar Magnús Árni Skúlason sagði sig úr bankaráði Seðlabankans? Þeir voru í skýjunum! Hann tók afleiðingum gjörða sinna, mikilmennið. Þeir minntust hins vegar aldrei á það sem gerði honum ókleift að sitja lengur. Hallur, hinn hamingjusami, Magnússon, hélt ekki vatni yfir þessu frábæra fordæmisgefandi dæmi hins spillta Magnúsar!

Svipað er uppi á teningnum í máli Ásbjörns Óttarssonar þingmanns, sem alveg óvart ætlaði að stela 20 milljónum frá eigin rekstri, í blóra við öll lög. Smá mistök sagði hann og var hylltur af flokksbræðrum fyrir þá einurð að játa lögbrotið,  - afsakið, mistökin. 

20 milljónir, já, já, bara sí svona! Árslaun 15 starfsmanna á leikskólum landsins! Smáaurar!

Hvað er ég að bulla hér. Athugasemdin hans Theódórs segir allt sem segja þarf. Spillingin nærist best þar sem skjól fyrir hana er best.

Björn Birgisson, 1.2.2010 kl. 21:46

44 identicon

Þakka þér fyrir, Björn minn. Við Ísfirðingarnir stöndum saman og þó við slettum í hvern annan öðru hvoru eru við fljótir að gleyma og sættast. Þakka þér hlý orð og ég tek undir orð þín að öðru leyti.

Sameinumst öll í að berjast gegn spillingu og hvar sem hún þrífst. Áfram Ísland!

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 22:41

45 Smámynd: Björn Birgisson

Theódór, aldrei að gefast upp við fyrstu ágjöf! Betra að bíða eftir þeirri næstu! Þekktur grindvískur skipstjóri, með drekkhlaðið loðnuskip, í Reykjanesröstinni, sagði við áhöfnina, sem öll hafði safnast upp í brú, á meðan ólögin gengu yfir skipið, sem nánast maraði í kafi: Rólegir strákar, aldrei hefur hvesst svo að ekki hafi lægt að lokum. Heim komust þeir, hlaðnir gjaldeyri.

Klapp á kinn, kýling á bringspalir. Annað mýkir, hitt hressir!

Ég átti æskuvin og félaga, sem bar nafnið Norðkvist. Hann lést langt um aldur fram. Mér verður oft hugsað til hans.  Með söknuði. Við brölluðum margt saman, í tveimur landshlutum. Á mínum aldri horfi ég með söknuði til vinanna sem horfið hafa.

Til að deyfa söknuðinn, að svo miklu leyti sem það er hægt, er gott að rífa kjaft , til dæmis á blogginu.

Ekki spillir fyrir að hafa endalausar uppsprettur tilefna. Sjálfstæðisflokkurinn og fylgismenn þess undarlega flokks, sjá um þann þátt málanna. Virtustu fylgismenn Bláhersins telja stefnuna góða, en afvegaleidda af vondum leiðtogum. Vondum leiðtogum, sem þeir styðja samt! Var einhver að tala um ofstæki Talibana?

Áfram Ísland, án íhalds!

Björn Birgisson, 1.2.2010 kl. 23:27

46 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þessir sjálfstæðismenn eru gjörsamlega blindir, finnst ekkert athugavert við það sem þeir ferðu.

Þvílíkir DRULLUSOKKAR.

Sveinn Elías Hansson, 1.2.2010 kl. 23:56

47 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ýmislegt að athuga við allt það níð um sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisfólk er varðar Icesave, sem róttækir vinstri menn telja sig verða að viðhafa.  Sjálfrstæðisflokkurinn átti engan hlut þar að og ég veit ekki til að neinn Íslenskur stjórnmálaflokkur eigi þar sök á.  Icesave var stofnað af eigendum bankanns, til handa sjálfum sér, Bretum og Hollendingum og með þeirra samþykki.

Ísland skuldar ekkert í Icesave, innistæðutryggingasjóðurinn uppfyllir allar okkar skyldur í því efni, þökk þeim er frá geingu.  Vandinn varðandi þetta mál hér á Íslandi er að vinstrimenn af ýmsum gerðum fengu þvílíka andateppu að út lítur fyrir að súrefnisskortur hafi orðið í heilannum.  Þegar svoleiðis gerist þá sjá menn ofsjónir og skilja allt vitlaust.  Hefur þersvegan ekki ennþá tekist að koma þeim í skilning um að við skuldum ekki Icesave, það eru einhverjir aðrir sem eru með þá peninga.

Banka starfsemi er eins og hver annar atvinnurekstur og á ríkið ekkert að vera að brasa í bankastarfsemi frekar en öðrum atvinnurekstri og þersvegna voru bankarnir seldir.  Það er margt sem við þurfum að læra, enda ekki einusinni nansaldur liðin síðan þjóðin öðlaðist sjálfstæði að nýu.  Svo það er rík ástæða til að vernda þann árangur sem áar okkar lögðu ásig.

Bretar og Hollendingar hafa allnokkuð lengri reynslu í þessum efnum.  Þannig að kotroskin karl að norðan og Kerlingar álft að barma sér duga litið til gagns.  Eina vopnið sem við eigum og er að gagni er samstaða og ákveðni í því að láta ekki neyða okkur til að gefa eftir rétt okkar.  Ef það verður gert þá verður litið niður á okkur í hundrað ár.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2010 kl. 21:48

48 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er varla hægt annað en að svara þér stuttlega Hrólfur. Þú ert í rauninni að segja að Sjálfstæðisflokkunin hafi verið áhrifalaus með öllu þau 18 ár sem hann var í Ríkisstjórn frá 1991. Ertu þar með að afneita Davíð Oddssyni sem lengstum var forsætisráðherra á þessu tímabili og réði mestu um að afhenda Björgólfsfeðgum Landsbankann sem síðan stofnaði ICESAVE reikningana. Þú ert að afneita Kjartani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þáverandi sem var einn af höfundum ICESAVE samninganna sem bankaráðsmaður í Landsbankanum. Þú ert að afneita Seðlabankastjóranum Davíð Oddssyni sem gerði Seðlabankann gjaldþrota, þú ert að afneita Jónasi framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir hans framgöngu.

Ef allir fyrrnefndir væru í Samfylkingunni og Vinstri grænum og hefðu verið við völd í 18 ár, mundirðu slá skjaldborg um  þá þrátt fyrir það?

 Þannig að kotroskin karl að norðan og Kerlingar álft að barma sér duga litið til gagns

Þess setning er tekin úr þinni athugasemd og ég læt hana fylgja hér með, þarna auglýstirðu rækilega þín eigin minnimáttarkennd.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband