Megi skömm Bæjarstjórnar Kópavogs verða uppi meðan land byggist

Ráðandi öfl í bæjarmálum Kópavogs skortir ekki samherjana til vondra verka. Þeir fundu heldur en ekki matarholu sem gæti stórbætt fjárhag þessa stærsta sveitarfélags utan höfuðborgarinnar, Kópavogs, sem að sjálfsögðu þarf á því að halda eftir mörg ár óstjórnlegrar útþenslubólu sem að fór eftir línu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks.

Það sem á að bjarga fjárhag þessa fjölmenna sveitarfélags er að svipta eldri borgara ókeypis aðgangi að sundstöðum Kópavogs!!!

En þetta vaki svo sem ekki svo mikla furðu hjá mér, þessi sveitastjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virðist höfuðlaus her eftir að Gunnar Birgisson varð að fara í óumbeði frí til að sinna uppeldisma uppeldismálum heima fyrir. Þannig fer oft þegar undirsátar eiga að fara að stjórna þar sem einræðisherra hefur ríkt en verður svo skyndilega óvígur

En meirihlutinn höfuðlausi var ekki einn í ráðum um að ræna þessari litlu sporslu frá þeim öldruðu. Þeir sem hafa hreykt sér af umhyggju fyrir þeim minnimáttar, fulltrúar félagshyggjuflokkanna þau Guðríður frá Samfylkingunni og Ólafur frá Vinstri grænum voru hjartanlega sammála meirihlutanum, engin ástæða að vera að púkka undir þetta gamla drasl, þeir gætu annaðhvort borgað eins og aðrir eða þá bara setið heima og farið í sitt eigið baðker.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir sem velta sér upp úr því að vera réttsýnni og umhyggjusamari en aðrir gleyma því æði oft þegar kemur að málefnum aldraðra. Aftur og aftur kemur þetta berlega í ljós þegar aldraðir eiga í hlut

Má ég koma með annað dæmi: Mig minnir að það hafi verið í tíð Þtngvallstjórnarinnar þar sem núverandi forsætisráðherra var félagsmálaráðherra, sá sami ráðherra kom með þau gleðilegu fyrirmæli að frítekjumark aldraðra hækkað ríflega, færu upp 1.300.200 kr. Þetta þýddi að aldraður lífeyrisþegi, sá sem hafði náð 67 ára aldri, mátti hafa árlegar tekjur upp að þessu marki án þess að lífeyrir skertist. Persónulega fannst mér að þarna væri ég að ganga í endurnýjun lífdaganna. Ég er svo drýldinn að halda því fram að ég búi yfir talsverðri þekkingu í mínu fagi, pípulögnum, og hef leyft mér a titla mig orkurágjafa. Þarna kemur til löng ævi þar sem sífellt hefur safnast í þekkingarsarpinn, en ekki síður að nú er svo komið að þekking á eldri hitakerfum af sérstakri gerð er að mestu glötuð, helst að hún væri finnanleg í gömlum kolli eins og mínum.

En Adam var ekki lengi í Pardís!

Ekki man ég hvort flokkssystkini mitt það var sem sá að þannig ætti alls ekki að mylja undir gamlingja sem ættu að sitja heima og bíða þess að hrökkva upp af. Eitt er víst að annaðhvort var það Ásta Ragnheiður eða Árni Páll sem að sjálfsögðu settu undir lekann og lækkuðu frítekjumarkið niður í 480.000 kr. á ári.

Nú er ég ekki í nokkrum vafa um að þetta gera hæstvirtir ráðamenn í þeim göfuga tilgangi að auka tekjur hins opinbera, sveitarfélags og ríkis. Kópavogur áætlar að afnám bruðlsins til gamlingjanna gefi 7 millj. í aðra hönd, ekki veit ég hvað Árni Páll reiknar sér í tekjur af lækkun frítekjumarksins, en eflaust á það að skila umtalsverðum tekjum. 

En sem aldaður borgari í þessu landi langar mið að segja þetta við ykkur Árni Páll, Guðríður og Ólafur. Þessar gjörði lýsa í fyrsta lagi heimsku og í öðru lagi botnlausu skilningsleysi á því hvað er að vera aldraður. Þið munuð ekki uppskera mikinn fjarhagslegan ábata af þessum gjörðum ykkar. Það er næsta fullvíst að margir aldraðir í Kópavogi, sem þurfa að velta fyrir sér hveri krónu verða að spara neita sér um þá heilsulind sem sundið er. Ég er viss um það Árni Pall að þessi gjörð að lækka frítekjumarkið skilar litlu sem engu. Þér væri nær að hugsa til þess að frítekjumarki eins og það var hefði skila þó nokkrum tekjum í ríkissjóð. Láttu þér ekki detta  í hug að fjöldi ellilífeyrisþega muni halda áfram að afla sér tekna og sjá það hverfa með lækkandi lífeyri. Gæti það verið að aldraður maður héldi betri heilsu ef hann fengi lengur að vera frjáls maður á vinnumarkaði að einhverju leyti? Gæti það jafnvel sparað heilbrigðiskerfinu umtalsverð útgjöldum?

Ég veit að margir eru svo grunnhyggnir að segja sem svo; við lögum þetta aftur þegar efnahagurinn batnar eftir svo sem 5 - 10 ár!

Ég hef náð þeim háa aldri að vera orðinn 75 ár.

En hvar verð ég eftir 5 - 10 ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Já, finnst þér. Byrjaði í dag!

Að vísu er hægt að komast niður í 30 kr skiptið ef oft er mætt.  Þess heldur, hvað græða þeir nú á þessu.

Svo á að loka lauginni kl 16 um helgar, frá maí held ég. Þegar vinnandi fólk / fjölskyldufólk kemst og fer helst saman. Já, þá á að loka bara si svona um kaffileytið.  Ja, ekki er víða hægt að spara, ef þetta eru leiðirnar

Eygló, 1.2.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú var ákveðið að fá Samfylkinguna og VG með í gerð fjárhagsáætlunarinnar og ekki stóð á lausnunum. Síðasta framlag Guðríðar Arnarsdóttur var að mótmæla hækkun á jólakökusneiðum úr kr. 120 í kr. 140, ekki er vitað um aðrar tillögur hennar til fjármálastjórnunar Kópavogsbæjar. Þessi gjaldtaka eldri borgara í sund er dálítið sérstök þar sem þessi gjaldtaka þekkist ekki í nágrannabæjarfélögunum.  

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Eygló

hahahahhahaha ljótt er það með sandkökuna eða jólakökuna. Hvað er þetta sem við kjósum yfir okkur aftur og aftur????  Nær sumt af "þessu" meðalgreind?  Maður bara spyr.  Og kellingarnar vitlausari ef eitthvað er. 

Sundlaugin:
Það verður forvitnilegt að vita hvort önnur sveitarfélög muni taka þetta upp.

Annars verð ég að leiðrétta. Eldri borgarar sem áttu árskort, fá að nota þau (var búið að stoppa á þau, sem var brot)

Svo ætla þeir að hafa opið til kl 18 um helgar.

Ég fæ nýjar fréttir á hverjum degi : )

Eygló, 3.2.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband