Vísindin efla alla dáð var sagt áður fyrrr með stolti, en er það algilt enn?

Það líður vart nokkur fréttatími í sjónvarpi eða útvarpi að ekki komi fréttabútur sem ætíð hefst á þessari tuggu:

"Vísindamenn segja, bla, bla, bla................

Eftir 12 ár og margar hörmungar og dauðsföll var loksins flett ofan af lækni einum sem fékk birta eftir sig grein  í hinu þekkra vísindatímariti Lanchet þar sem hann sagðist hafa sannað að bólusetning barna gegn rauðum hundum, mislingum  og fleiri sjúkdómum gæti valdið einhverfu. Fjölmargir foreldrar trúðu þessu og harðneituðu að láta bólusetja börn sín. Mörg börn hafa dáið sem annars væru á lífi ef þessi froðusnakkur hefði ekki getað smeygt sér í gegnum vísindaheiminn og fengið sínar vísindagreinar "ritrýndar" sem kallað er. Það þýðir að einhver, sem einnig vill láta bera á sér eða er kunningi eða jafnvel ættingi þess sem "vísindaafrekið"fremur skrifar mjög lofsamlega um afrekið og þar með smellur allt saman, allt tekið gott og gilt oft með hörmulegum afleiðingum.

Hvers vegna er þetta svo?

Á umliðnum ártugum hefur starfsemi Háskóla sífellt orði meira og meira á rannsóknarsviði, háskólakennarar hafa rannsóknarskyldu. Frá þessum rannsóknum hefur komið margt nytsamt og merkilegt, á því er ekki nokkur vafi. En Háskólar hafa meir og meir á undanförnum áratugum látið mikið fé af hendi rakna til rannsókna.

En þá koma lýsnar, samviskulausir menn sem svífast einskis og verð sér úti um fúlgur fjár til að rannsaka alt milli himins og jarðar, fyrir nokkrum árum sannaði einn "vísindamaður" að móðurmjólk væri ungbörnum holl!

Þetta vissu allar konur austur í Þykkvabæ fyrir þúsund árum!!!

Og ef maður hefur fengið styrk þá verður að sanna einhvern skollann. Og ekki stendur á fjölmiðlamönnum að ausa spekinni yfir almenning án nokkurrar gagnrýni.

Hrikalegasta dæmið á síðustu árum er hve rækilega heilum her af loddurum hefur tekist að heilaþvo nánast alla pólitíkusa Vesturlanda og almenning með. Þeir hafa komið því svo rækilega inn í flestra höfuð að okkur stafi hætta af hlýnun í heiminum, sem er nú engin, og að sú hlýnun sé af manna völdum.

Ef farið er í gegnum sögu mannkyns óralangt aftur í tímann er hvergi finnanlegt tímabil þar sem okkur stafaði ógn af of miklum hita á jörðinni.  Öðru máli gegnir um kuldann, hann hefur verið öllu dýra- og plöntulífi þungbær svo árþúsundum skiptir. "Litla ísöld" náði heljartökum á okkar litla landi frá 1400 til 1800. Það eru ekki nema 10.000 ár síðasta mikla ísöld hélt Evrópu og þar með Íslandi, í klakabrynju.

Yfir Íslandi var einn samfelldur jökull, svo var einnig um alla N.Evrópu allt suður til Frakklands. Við ættum að óttast kuldann miklu meir en hitann, svo kann að vera að ekki sé svo langt í enn eina "litla ísöld".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sæll Sigurður

Visindamenn segja að það sé engin Lítil Ísöld væntanleg: http://www.loftslag.is/?page_id=4989 

Höskuldur Búi Jónsson, 2.2.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Höski Búi, hvaða vísindamann segja það, gæti það verið að í þeim hópi sé æðsti prestur Loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, Rajendra Pachauri. Nú eru háværar kröfur um að hann segi af sér eftir að hann gerði allt sem í hans valdi stóð að leyna því að spádómur IPCC um að jöklar á Himalaja yrðu alir bráðnaðir eftir 25 ár eða árið 2035 var ljót fölsun, menn vissu betur en Pachauri lagði ríka áherslu á að þetta kæmist ekki upp fyrir Kaupmannahafnarráðstefnuna.

Þú veist það mæta vel Höski Búi að IPCC hefur brenglað loftlagsvísindin til að fá fram það sem þeim var ætlað að sanna:

Að maðurinn væri með sínum gjörðum að hækka hitan á hnettinum!!!

IPCC er ekki vísindastofnun heldur pólitísk áróðursmaskína sem er staðin að margvíslegum blekkingum.

Lestu greinina í tímaritinu Nature undir fyrirsögninni:

IPCC flooded by criticism -Climate body slammed for errors and potential of interest

Fyrir aðeins ári síðan hefði það verið óhugsandi að Nature birti svo gagnrýna grein á IPCC.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fín grein af Nature, ertu búinn að lesa hana Sigurður?

Hér er slóðin fyrir þá sem hafa áhuga, http://www.nature.com/news/2010/100202/full/463596a.html

Það er nú ekki það sama að ræða vandamál varðandi villur og vinnuferli við skýrslurnar og að vísindin hafi rangt fyrir að öllu leiti eins og þú gefur í skyn Sigurður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 13:46

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Svatli, já ég er búinn að lesa hana og hún er mikil tíðindi fyrir mig. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé gagnrýni og efasemdir frá þeim sem ætla mætti að væru að fullu innvígðir í kenningar IPCC, Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Engir slíkir hafa fram til þessa látið svo lítið " að ræða vandamál varðandi villur og vinnuferli við skýrslurnar" eins og þú segir, örugglega ekki í almannaáheyrn.

Þetta eru jafnvel álíka tíðindi og að Gunnar í Krossinum viðurkenndi að svo kynni að vera að einhver orð Biblíunnar væru ekki heilög og sönn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 15:03

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vísindamenn eru alltaf að ræða niðurstöður og aðferðafræði, það er ekkert nýtt í því, þó svo þú hafir ekki heyrt af því fyrr og lítið hafi farið fyrir því á fréttamiðlum almennt.

Annars langar mig að á mýtuna; "Mýtan um trúarbrögð í vísindum" þar sem þú ert að reyna að blanda vísindalegum aðferðafræðum við trúarbrögð og Gunnar í Krossinum.

Hvað er það nákvæmlega sem veldur því að þú telur ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig (eða hvað er það sem veldur þessari kergju í þér til þessara fræða)? Mér þætti fróðlegt að fá eitthvað efnislegt, jafnvel með heimildum...ef þú ert með þær.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 15:16

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú fattar það Sigurður að það helsta sem að verið er að gagnrýna IPCC fyrir, er í kafla um afleiðingar og áhrif á samfélög. Þar er þekkingin götótt og svo virðist vera sem að inn í þá skýrslu vinnuhóps 2 (wg2) hafi ratað heimildir sem ekki eru ritrýndar - oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa.

Skýrsla vinnuhóps 1 (wg1) sem fór í gegnum stöðuna, vísindalega, hefur sýnt sig að er byggð á ansi góðum grunni - þótt eflaust megi gagnrýna mat þeirra á sumu - t.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara var vanmat á hækkun sjávarstöðu) - einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

Í greininni sem þú vísar í, sést aðferðafræði vísindanna nokkuð vel - ef það koma upp villur, þá er reynt að laga þær. Vísindamenn stinga ekki höfðinu í sandinn, eins og sumir gera - sem neita að viðurkenna þá staðreynd að jörðin er að hlýna - jafnvel hraðar en nokkru sinni í sögu mannkyns! Síðasti áratugur - heitasti í sögu mæligagna. Síðasta ár - jafnt í öðru sæti yfir heitustu ár í sögu mæligagna. Jöklar og hafís bráðna sem aldrei fyrr - lífverur að flytja sig um set um marga kílómetra á áratug - en hafa ekki við þeirri loftslagsbreytingu sem er í gangi.

Hvað þarf eiginlega að koma til svo þú áttir þig á því að jörðin sé að hlýna?

Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2010 kl. 15:25

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Svatli og Höski, það er með ólíkindum hvað þið gerir þeim, sem ekki eru þér sammála, upp skoðanir. Þú segir að ofan:

Hvað er það nákvæmlega sem veldur því að þú telur ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig (jarðar munt þú eiga við)

Viltu benda mér á eitthvað sem frá mér hefur komið þar sem ég hef sagt eða haldið þessu fram.

Gróðurhúsalofttegundir, eða það sem ég hef leyft mér að nefna gróðurhúsahjálm (greenhouse effect) og samanstendur af vatnsgufu 95% og CO2 1% (0,0385% í öllum lofthjúpnum) og fleiri gastegundum er ein mikilvægasta forsenda lífs á þessari plánetu, jörðinni. Þessi "hjálmur" tryggir það að við töpum ekki til baka með öllu þeim varma sem við fáum á sólríkum degi þegar heiðskírt er, á heiðsskírri nóttu mundum við tapa aftur þeim varma að mestu ef "gróðuhúshjálmurin" héldi ekki stórum hluta eftir, girðir fyrir að hann gesist út í himinhvolfið.

Það er engin smávegis áhrif sem gróðurhúsalofttegundir hafa á hitastig jarðar, sem betur fer.

Þess vegna er meðahiti jarðar um +14,5°C en án hans -18°C og þar með væri jörðin óbyggileg.

Hversvegna þennan djöfulgang og stríð gegn einni mikilvægustu grunnstoðum lífs á jörðinni.

Við skulum ekki gleyma því að kotvísýringur CO2 er ein af ghelstu undirstöðum lífs á jörðinni, er meginstoð alls gróðurs og hverskonar jarðarávaxta, grunnstoð þess að við höfum súrefni til að anda að okkur.

Það væri mjög jákvætt að CO2 magn í andrúmslofti væri mun hærri en nú er.

Ég hef áður bent þér og skoðanabræðrum þínu á þessa samíkingu: Hugsaðu þér að allt sem er í  lofthjúpnum sé 1 millj. kúlur, allar hvítar nema  CO2 sem eru rauðar. Rauðu kúlurnar eru þá 385 en þær hvítu 999.615.

Er líklegt að þessar 385 rauðu kúlur hafi slík ofuráhrif eins og þið IPCC áhangendur vilji vera láta?

Af hverju ráðist þið ekki frekar gegn þessum stóra her 999.615 kúlum, t. d. gegn vatnsgufunni sem er 95% af þessu magni.

Svo einfaldir eru ekki einu sinni stjórnmálamenn að þeir mundu trúa því að barátta gegn vatnsgufu væri möguleg.

Þess vegna varð hinn mikivægi og sárasaklausi "Lífsandi" koltvísýringur CO2 fyrir valinu.

Ég hef fyrir framan mig línurit frá HadleyCRU sem sýnir að hiti á þessum fyrsta ártug þessarar aldar hefur ýmist hækkað eða lækkað milli ára, engin samfelld hækkun, ekkert ár hefur náð þeim hita sem var árið 1998.

En þá kemur þetta; hvað mikið er að marka þennan miðil sem er staðinn að því að hagræða staðreyndum til að ná hitanum upp. Rússar hafa nýlega upplýst að sérfræðingar IPCC hafa aðeins notað 40 mælistöðvar í Rússlandi, valið úr þær sem sýndu hæstan hita.

"Vísindamenn segja, bla, bla, bla................

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 18:12

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hérundir er spurning mín til þín Sigurður, í allri sinni lengd (og einum sviga til). Mér finnst merkilegt að taka hluta spurningarinnar út og áætla að spurning sé fullyrðing um ég sé að gera þér skoðanir eða að þú sért að halda þessu fram hér að ofan. Það er alveg ljóst í mínum huga, á þessum og fyrri pistlum þínum um loftslagsmál að það er einhver kergja í þér til þessara fræða, og þ.a.l. þætti mér vænt um að vita hvað það er. Þér er velkomið að svara ekki...á heldur ekki von á að þú komir með efnislegt svar.

Hvað er það nákvæmlega sem veldur því að þú telur ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig (já við erum að tala um hitastig jarðar og aukningu styrks gróðurhúsalofttegunda)...eða hvað er það sem veldur þessari kergju í þér til þessara fræða? Mér þætti fróðlegt að fá eitthvað efnislegt, jafnvel með heimildum...ef þú ert með þær. 

Annað:
Hitastig hækkar og lækkar á milli ára, það er ekkert nýtt í því, það er ekki einu sinni sama veður frá degi til dags, ef það skyldi hafa farið fram hjá þér... En leitni hitastigs er á leið upp, t.d. var 2005, samkvæmt NOAA heitasta árið og síðasta ár var í 5. sæti (samkvæmt tölum frá NASA er 2009 í öðru sæti), það munar ekki nema broti úr gráðu á fyrstu sætunum. Öll árin eftir 2000 eru á top 10 listanum yfir heitustu ár frá því mælingar hófust, s.s. öll 9 árin eftir 2000 eru á listanum ásamt 1998. Síðasti áratugur var sá heitasti síðan mælingar hófust. Og samt hefur þú fyrir framan þig línurit frá HadleyCRU og kemur með kolrangar ályktanir, þar sem þú veltir vöngum yfir málinu. Hér að neðan má sjá hvernig NOAA línuritið lítur út og þar fyrir neðan er hitaferill NASA:

 global-jan-dec-error-bar-pg

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 18:49

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er varla að ég hafi skap til a svara aftur þeirri spurningu sem þú spyrð mig um hér að ofan því ég var búin að svar henni í athugasemd nr. 7, þar fór okkur þetta á milli:

Hvað er það nákvæmlega sem veldur því að þú telur ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig (jarðar munt þú eiga við)

Viltu benda mér á eitthvað sem frá mér hefur komið þar sem ég hef sagt eða haldið þessu fram.

Gróðurhúsalofttegundir, eða það sem ég hef leyft mér að nefna gróðurhúsahjálm (greenhouse effect) og samanstendur af vatnsgufu 95% og CO2 1% (0,0385% í öllum lofthjúpnum) og fleiri gastegundum er ein mikilvægasta forsenda lífs á þessari plánetu, jörðinni. Þessi "hjálmur" tryggir það að við töpum ekki til baka með öllu þeim varma sem við fáum á sólríkum degi þegar heiðskírt er, á heiðskírri nóttu mundum við tapa aftur þeim varma að mestu ef "gróðuhúsahjálmurinn" héldi ekki stórum hluta eftir, girðir fyrir að hann gesist út í himinhvolfið.

Það eru engin smávegis áhrif sem gróðurhúsalofttegundir hafa á hitastig jarðar, sem betur fer.

Þess vegna er meðalhiti jarðar um +14,5°C en án hans -18°C og þar með væri jörðin óbyggileg.

Þér finnst að þeir sem eru ekki sammála þér séu haldnir kergju, þú um það en ég ætla samt að svara þér nokkrum orðum:

1. Hitastig er hærra í heiminum nú en var í upphafi 20. aldar en er þó engan veginn búið að ná sömu hæðum og var á miðöldum á árunum 900 - 1300. Það má þess vegna hækka nokkuð enn, bara til bóta.

2. Þó að hiti hafi hækkað í heiminum frá lokum "Litlu ísaldar"í lok 18. aldar hefur það aldrei verð sannað, langt frá því, að það sé af manna völdum.

3. Því til áréttingar hefur það heldur aldrei verið sannað að koltvísýringur CO2 sé orsök þeirrar litlu hlýnunar sem orðið hefur, þetta er aðeins kenning sem ætlar að verða mannkyninu dýr.

4. Líklegra að hlýnun jarðar sé af náttúrulegum orsökum eins og alltaf hefur verið. Ef hafið hlýnar, sem er mesta forðabúr CO2 á hnettinum, þá losnar mun meira af CO2 sem hverfur upp í himinhvolfið. Aukning CO2 er því miklu líklegra  afleiðing af hlýnun en ekki orsök. En gleymum ekki magninu, aðeins 385 ppm, eða 0,0385%. Þessi örstærð getur ekki haft þau áhrif að auka svo nokkru nemi hita á hnettinum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 20:54

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eru þetta rökin hjá þér, að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig á jörðu (í því litla magni sem þær eru í lofthjúpnum) - en hvað með 38% aukninguna síðan frá iðnbyltingunni af mannavöldum, hefur það enginn áhrif...? - ég kem aftur inn á þetta hérundir...

Punktarnir hjá þér:

1. Það er talið að hitastig hafi náð sömu hæðum og það var á árunum 900-1300 - reyndar hefur hitastig á jörðu verið hærra áður, en það eitt og sér útilokar ekki að núverandi hitastigsaukning geti verið vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, eins og vísindamenn telja.

2. "Sannað" er sterkt orð, enda ganga vísindamenn ekki um og telja að þeir hafi sannað hitt og þetta, heldur eru mál þannig samkvæmt vísindunum að mælingar og rannsóknir benda til þess að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig (sem þú hefur sjálfur tekið undir Sigurður). Vísindamenn telja miklar líkur á að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi haft einhver áhrif á hitastig í heiminum á síðustu árum og áratugum. Þ.a.l. að talið er að maðurinn hafi áhrif þar á.

3. Sama og í 2. - þess má geta að þróunnarkenningin er einnig bara kenning... og það getur reynst okkur dýrt ef við gerum ekkert til að halda aftur að losun CO2.

4.  Þessi 38% aukning síðan eftir iðnbyltingu er nánast að öllu leiti vegna losunar mannkyns, og hafið hefur líka dregið í sig hluta CO2 losunar okkar með þeim afleiðingum að sýrustig sjávar fer lækkandi (svokölluð súrnun sjávar) - Það hefur engin vísindamaður sýnt fram á að aukning CO2 í andrúmsloftin sé afleiðing hlýnunar núna, þannig að þau rök er alveg handónýt hjá þér. Þessi örstærð eins og þú segir og viðurkennir heldur hitastigi jarðar nokkuð hærra en án gróðurhúsalofttegunda og aukning í þessari örstærð veldur því að hitastig getur stigið meira.

Þannig að þegar upp er staðið, stendur ekki steinn yfir steini af þessum röksemdum þínum um loftslagsmál. Vísindin færa rök fyrir niðurstöðum sínum með vísindalegum aðferðum en ekki "ég held að þetta sé svona-bulli" eins og fram kemur í máli þínu Sigurður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 21:29

11 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það hefur engin vísindamaður sýnt fram á að aukning CO2 í andrúmsloftin sé afleiðing hlýnunar núna, þannig að þau rök er alveg handónýt hjá þér

Þetta segir þú að ofan.

Á móti segi ég:

Það hefur enginn vísindamaður sýnt fram á að aukning CO2 í andrúmsloftinu sé orsök hlýnunar á jörðinni þannig að þau rök eru alveg handónýt hjá þér.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er kolrangt hjá þér Sigurður.

Það eru nefnilega mikið til af gögnum sem sýna fram á orsakasamhengi á milli hitastigs og aukningar gróðurhúsalofttegunda. Einnig er mikið af gögnum sem sýna fram á að aukning gróðurhúsalofttegunda á síðustu ca. 150 árum sé af mannavöldum. En það eru engin gögn sem sýna fram á að sú aukning sem orðið hefur í CO2 í andrúmsloftinu núna, sé afleiðing núverandi hlýnunnar.

Þú getur t.d. lesið nánar um þetta hér

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 22:54

13 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég leit á hlekkinn sem þú bentir á og það ættu sem flestir að gera. Það sem þar kemur í ljós er mikil umræða og það er síður en svo að þú fáir alfarið samþykki fyrir þínum skoðunum frá öðrum sem eiga þar innlegg.

Þú ert stöðugt að heimta af mér að ég vitni í heimildir, en hvað um þig? Þú vitnar ekki í nokkra heimild.

Kenningin um að CO2 sé orsakavaldur að hitnun andrúmsloftsins er aðeins kenning. Það hefur verið sýnt fram á að það hafa verið hlýindaskeið á jörðinni þó mannverurnar hafi þá verið svo fáar að það sé ekki hægt að sýna fram á að þær hafi haft nokkur áhrif á hitatigið. Hvað segið þíð sanntrúuðu dómsdagsspámenn þá?

Að þetta sé að völdum náttúrunnar sem er auðvitað laukrétt, sól, geimgeislar, hafstraumar og möndulhalli jarðar þar að verki m. a.

Hversvegna skyldi það sama ekki gilda nú?

Skjóta því að þér að John Sauven leiðtogi Greenpeace í Bretlandi hefur krafist þess að Rajendra Pachauri, leiðtogi IPCC, Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segi af sér. Ekki sé hægt að treysta slíkum manni sem reyndi að leyna því að spádómurinn um að jöklar Himalaja yrðu horfnir árið 2035 var fölsun

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 09:55

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er ég ekki að ræða um mál sem varða hver er formaður IPCC og hvort að það sé hans persónulega sök að þessi mistök hafi slæðst inn. Hér er verið að ræða þínar eigin rangfærslur Sigurður.

En ef þú kíkir á eitthvað af þeim tenglum sem ég hef sett inn í athugasemdirnar þá er mikið af efni þar og heimilda er líka getið. Svo eru 2 gröf hérna að ofan, það kemur fram að þau séu frá NOAA og NASA. Þannig að ef þér tekst ekki að sjá heimildirnar þá veit ég ekki hvernig ég get komið þeim nánar til skila. En til að bæta þér "heimildaleysið" upp, þá eru hér nokkrir fleiri tenglar:

Í öllum þessum tenglum eru svo enn fleiri heimildir.

PS. Við erum ekki að koma með dómsdagsspár, heldur segja frá því sem vísindin hafa um málið að segja. Það er hluti af því að koma á framfæri upplýsingum um rannsóknir og mælingar á hitastigi og hugsanlegum breytingum á loftslagi. 

En þegar svona sleggjudómar og rangfærslum er haldið fram eins og þú gerir hér á þessum síðum Sigurður, þá tel ég stundum að maður verði að gera athugasemdir við þann málatilbúnað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 12:19

15 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er til lítils að rökræða við ykkur Höski og Svatli, menn sem kalla það "kergju" að samþykkja ekki allt sem frá ykkur kemur.

Það er fáránleg heimska að halda að maðurinn geti ráðið loftslagi í heiminum og þar nær heimskan hámarki þegar menn ákveða:

-að hlýnun á þessari öld, á næstu 90 árum, skuli ekki fara yfir 2°C-

Sem betur fer getur enginn mannlegur máttur ráðið því. Það er engin ástæða til að óttast þá hlýnun sem kann að vera framundan, en er það líklega ekki.

Ég endurtek að það er miklu meiri ástæða til að óttast að hitinn í heiminum fari lækkandi, það getur orðið okkur Íslendingum dýrkeypt.

Enn og aftur er að kom í ljós margskonar falsanir sem  "vísindamenn" hafa framið tll að koma fram því sem getur stutt það sem þeir ætla að fá út úr dæminu. "ClimateGate" skandallinn er risavaxinn en þið bláeygðu einfeldningar talið um "smávegis ónákvæmni" eitthvað sem "slæðist inn" og viljið sem minnst ræða um æðsta prestinn Rajendra Pachauri formann IPCC, Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, þó hann sé staðinn að því að reyna að breiða yfir stóru fölsunina að "jöklar á Himalaja mundu hverfa fyrir árið 2035".

Að lokum þetta:

Við skulum fagna því ef hiti í heiminum fer hækkandi, við skulum fagna aukningu koltvísýrings CO2 í lofthjúpi jarðar, hvorutveggja eykur búsæld á hnettinum Jörð.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 17:48

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, ekki ætla ég að rökræða meira við þig í bili Sigurður.

En verð þó að bæta við að mér finnst það undarlegt að fara í fílu þegar þér er bent á augljósar villur í málflutningi þínum og bent á það sem vísindin hafa um málið að segja í staðinn...

Ég ætlast alls ekki til að við séum sammála, en augljóslega auglýsi ég eftir heimildum eða einhverjum gögnum fyrir vitleysunni sem þú heldur hér fram. Einnig finnst mér merkilegt að þú hafir ákveðið að koma með hræðsluáróður um lækkandi hitastig, og það alveg án þess að að heimildir eða frekari rök fylgi, mjög undarlegt...eða kannski bara kergja...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 18:06

17 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

. Mörg börn hafa dáið sem annars væru á lífi ef þessi froðusnakkur hefði ekki getað smeygt sér í gegnum vísindaheiminn og fengið sínar vísindagreinar "ritrýndar" sem kallað er. Það þýðir að einhver, sem einnig vill láta bera á sér eða er kunningi eða jafnvel ættingi þess sem "vísindaafrekið"fremur skrifar mjög lofsamlega um afrekið og þar með smellur allt saman, allt tekið gott og gilt oft með hörmulegum afleiðingum.
 Þú virðist halda að ritrýnin sé í reynd engin. Af hverju?

Guðmundur D. Haraldsson, 5.2.2010 kl. 01:55

18 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðmundur, þessi læknir sem ég kalla "froðusnakk" byggði sínar rannsóknir á aðeins 4 börnum. Samt fékk hann þessa rannsókn sína ritrýnda í Lanchet, því virta vísindariti. Sú ritrýni varð til þess að þessi falska vísindarannsókn fékk alþjóðlega viðurkenningu og fjöldi foreldra trúði því að bólusetning leiddi til einhverfu. Ritrýnin var á sinum stað en handónýt.

Hins vegar segi ég einnig í mínum frumpistli:

Á umliðnum ártugum hefur starfsemi Háskóla sífellt orðið meira og meira á rannsóknarsviði, háskólakennarar hafa rannsóknarskyldu. Frá þessum rannsóknum hefur komið margt nytsamt og merkilegt, á því er ekki nokkur vafi. En Háskólar hafa meir og meir á undanförnum áratugum látið mikið fé af hendi rakna til rannsókna.

En í Háskólasamfélaginu getum við fundið þverskurð mannkyns eins og hvarvetna þegar hópar hafa náð ákveðnum fjölda. Þar leynast oft maðkar í mysunni eins og sannaðist með þennan lækni sem komst í gegnum allar varnir með sínar falsanir, þarna brást ritrýnin.

Í mínum frumpistli tek ég einnig fyrir umfangsmestu og hættulegustu vísindafölsun nútímans sem með gífurlegum áróðri og fjármunum er búinn að trylla alla pólitíkusa hins þróaða heims ( að undanteknum Vacslav Klaus forseta Tékklands og forystumennFremskridtspartiet í Noregi) um að maðurinn sé með sínum gjörðum að breyta loftslagi á hnettinum. Vísindasamfélagið tekur þátt í þessu að fullu, menn ritrýna hvern annan, þeir sem eru ósammála fá hvergi birt eftir sig stafkrók, fjölmiðlamenn taka þátt í leiknum.

Í heilbrigðu vísindasamfélagi er ritrýni nauðsynleg og mikilvægur þáttur í vísindastarfi. En þar (eins og í fjármálheiminum) krefst það þess að menn séu heiðarlegir og heilir í starfi, bæði þeir sem stunda rannsóknir og tilraunir og einnig þeir sem ritrýna.

Við vitum hvernig fór með "hinar glæstu fjármálahallir" okkar Íslendinga, ofan af þeim "tortólalubbum" hefur verið og er verið að fletta.

Á sama hátt þarf að fletta ofan af loftslagsfalsspámönnunum hvort sem þeir heita Al Gore, Phil Johns, Micael Mann, James Hansen eða Rajendra Pachauri. Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að nefna íslenska meðreiðarsveina úr hópi stjórnmálamanna eða  vísindamanna. Ég veitu um marga íslenska vísindamenn sem sjá í gegnum klæðin, vita að "keisarinn er klæðlaus" en leggja ekki í að "koma út úr skápnum".

Þeim er vissulega vorkunn, þess vegna eru það helst "óinnvígðir"  einstaklingar eins og ég og nokkrir fleiri sem þora að gagnrýna svindlið.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.2.2010 kl. 11:08

19 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Smá leðrétting; læknirinn óheiðarlegi rannsakaði 12 börn en ekki 4 eins og misritaðist að framan. En verknaðurinn verúr ekki betri fyrir það.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.2.2010 kl. 11:11

20 identicon

Ég hef aldrei fengið skýringu á því af hverju ísinn bránaði fyrir 10000 árum!

Veit það nokkur??

Örn Benediktsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 11:11

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Örn; Það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á það að ísaldir koma og fara, en einn þáttur sem talinn er mikilvægur í því, er ferill Jarðar í kringum Sólina og um leið möndulhalli Jarðar. Ferill Jarðar í kringum Sólina er ekki alltaf eins, og þetta var nokkuð sem Milutin Milankovitch sem var rússneskur vísindamaður leitaði svara við og nefnist eftir honum sveiflur Milankovitch. Ef þú hefur áhuga á að skoða þetta og fleiri þætti sem hafa áhrif á loftslag nánar, þá vil ég benda á eftirfarandi tengil, þar sem komið er inn á nokkra af helstu áhrifa þáttunum:

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.2.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband