Sigmundur Davíð hafði sitt fram og eyðilagði síðustu von okkar að losna úr ICESAVE martröðinni

Það náðist 100% samstaða allra íslenskra stjórnmálaflokka í ICESAVE málinu eins og Hollendingar og Bretar sögðu forsendu þess að unnt væri að leiða þetta mál til lykta. En sú samstaða er ekki um lausn ICESAVE heldur þvert á móti; lokatilboðinu að utan var hafnað og þarf ekki að fara í grafgötur um hver þar réði ferð. Að sjálfsögðu var það formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einhver hættulegasti maðkur sem komist hefur til áhrifa í landsmálum hérlendis. Ekki þarf að efast um að þar hefur Sigmundur Davíð átt góðan bandamann í Birgittu Jónsdóttur frá þeim rústum sem eftir eru af Borgarahreyfingunni sem öllu ætlaði að bjarga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei sýnt neina reisn í þessu máli, kom fram fyrir sjónvarsvélar og lýsti yfir fylgisspekt og hollustu við Sigmund Davíð. Þannig tókst stjórnarandstöðunni að svínbeygja þau Steingrím og Jóhönnu; þau áttu engra kosta völ en að fylgja þeim sem ósveigjanlegastur var, Sigmundi Davíð. Það gera þau tilneydd, ef þau hefðu ekki gert það hefði engin samstaða verið milli stjórnmálaafla á Íslandi eins og var grundvallarkrafa Hollendinga og Breta. Svo vissum við reyndar ekki upp á hverju ólíkindatólið á Bessastöðum tæki.

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þetta tilboð að utan var lokatilboð. Í báðum löndunum er pólitísk upplausn, Hollenska stjórnin fallin, þar er nánast stjórnlaust land, kosningar framundan í Bretlandi og þar af leiðandi verður ekkert við okkur talað á næstu mánuðum. Nú hlakkar í Sigmundi Davíð sem lýsti því glottandi í sjónvarpi að líklega yrði ekkert rætt  frekar um lausn málsins fyrr en í fyrsta lagi næsta haust.

Á meðan blæðir Íslandi, allt situr fast í okkar mikilvægustu málum; að koma atvinnulífinu á skrið, að fá það fjármagn sem okkur hefur verið lofað, að ráðast i virkjanir, orku verðum við að fá, að laða að útlenda fjárfesta sem munu sneiða hjá Íslandi meðan ICESAVE ófreskjan hangir yfir okkur.

Ég endurtek þá eindregnu skoðun mína: Það voru hrapaleg mistök að taka ekki því tilboði sem okkur barst frá Hollendingum og Bretum. Það hljóta allir að sjá að hér var um lokatilboð að ræða, þessar tvær þjóðir hafa enga burði né áhuga á að ræða við okkur um þessi mál frekar, allt bendir til langvarandi málaferla sem getur stórskaðað enn frekar íslenska hagsmuni.

Það verður okkur dýrkeypt að hafa lent í klóm gersamlega samviskulauss manns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarlokksins. Ég sé ekki nema eina lausn framundan til að frelsa land og þjóð frá þessum manni, að vísu daufa von: Að enn finnist svo heiðarleg og atkvæðamikil öfl innan Framsóknarflokksins að þau losi land og þjóð ( og flokks sinn) við þennan samvikulausa karakter Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Það er augljóst að hann á trygga samherja, "ungstirnin" Vigdísi og Eygló alþingiskonur og fram til þessa Höskuld Þórhallsson en það er athyglisvert að frá honum hefur ekkert heyrst að undanförnu.

En ég kalla eftir tveimur einstaklingum, þingmönnum Framsónarflokksins: Hvar eru þau Guðmundur Steingrímsson og Siv Freiðleifsdóttir? Ætla þau að láta Sigmund Davíð,  ekki aðeins eyðileggja Framsóknarflokkinn, heldur einnig rústa þá björgun sem stendur yfir í þjóðfélaginu?

Ég óska Össuri utanríkisráðherra góðrar ferðar á fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna Hilary Clinton. En ég get alveg sagt honum það strax að þá ferð getur hann alvega sparað sér. Hilary Clinton hefur ekki nokkurn áhuga á þessari litlu eyju í Norðu-Atlantshafi  sem heitir Ísland. Hún mun ekki hafa nokkurn áhuga á hvernig okkur farnast  hérlendis. Hún hefur fangið fullt af hrikalegum vandamálum; klúðrinu í Afganistan og manndrápunum þar, ruglukollana í Íran, gjöreyðilagt þjóðlíf í Írak og opinberar morðingjasveitir í Ísrael.

Svo skulum við ekki gleyma áhrifunum frá Hádegismóum. Þar situr gamall bitur maður sem hugsar um það eitt að ná sér niðri á gömlum andstæðingum og jafnvel fyrri samherjum. Það væri betur ef menn gerðu sér grein fyrir hvar maðkarnir leynast í moðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið er ég Sigmundi Davíð þakklátur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.2.2010 kl. 11:49

2 identicon

Nú skil ég ekki í þér nafni hvernig þú getur umsnúið staðreyndum. Þau Sigmundi Davíð, Birgittu og Bjarna gengur bara gott til og þau hafa snúið ofan af skuldaklafavitleysu þeirra Jóhönnu og Steingríms. Og á síðustu stundu var það forsetinn sem málunum bjargaði fyrir horn. Að þú skulir úthúða Sigmundi Davíð og þar með Indefence hópnum, ásamt þeim 60.000 sem skrifuðu undir áskorun til forsetans um synjun laganna er mér hulin ráðgáta. Eins málefnalegur og þú hefur jafnan verið.

Sigurður I (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 12:28

3 identicon

Þetta er ekkert lokatilboð hjá þessum þjóðum. Var ekki lokatilboð þeirra það sem þeir buðu Svavari í fyrra? Síðan kom annað lokatilboð sem var aðeins betra, nú eru þeir tilbúnir að fella niður 70 þúsund milljónir, bara svo við skrifum undir.

Sjá menn virkilega ekki að þetta á bara að fara fyrir héraðsdóm í Reykjavík, gefa málinu flýtimeðferð og þá verður ríkið sýknað af því að borga nokkurn skapaðan hlut, umfram þetta fáránlega 300 milljarða skuldabréf sem ríkið þarf að greiða þrotabúinu. Það verður á endanum okkar greiðsla, ekki 6-800  milljarðar í höfuðstól , plús 30-40 milljarðar á ári um ókomna framtíð í vaxtagreiðslur.

Þegar búið verður að sýkna landið af þessari kröfu, þá mun lánstraust landsins hækka, vaxtagreiðslur minnka, fólkinu í landinu til hagsbóta.

Fjármálaráðherrann mun að vísu "að sjálfsögðu" greiða atkvæði gegn hagsmunum þjóðarinnar, enda mætti halda að hann hefði verið barinn í hausinn með tréklossa.

joi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 13:40

4 identicon

voðalega getur bullað maður

ætlar þú að segja já eða nei 6. mars?

siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:56

5 identicon

Sammála þessum pistli þínum.

Ína (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 15:15

6 Smámynd: Eggert Karlsson

Ég hef sjaldan lesið annað eins bull og þessa færslu mér er spurn hvaða guðlegu yfirsýn hefur þú um að þetta sé eitthvert  loka tilboð  ertu kannski beintengdur við Bretana og Hollendingana eða er undarlægjuhátturinn  í þeirra garð svona mikill Mér virðist þér líða mjög illa andlega yfir því að við skulum  smátt og smátt vera að nást betri samningur en þessi hörmung sem stjórnin ætlað að neyða upp á okkur

Eggert Karlsson, 23.2.2010 kl. 15:30

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll nafni. Þetta er nú óþarfa svartsýni. Við skulum taka málið upp eftir tvo mánuði og þá á ég von á að þú verðir að biðja Sigmund Davíð afsökunar. Þá má vel vera að það hefði litið vel út fyrir Samfylkinguna og VG að samþykkja þetta tilboð Breta og Hollendinga. Málið snýst bara ekki um að einhverjir stjórnmálamenn fái að halda haus. Málið snýst um miklu merkilegri hluti. Við áttum sem þjóð að trúa því að síðustu samningar væru þeir bestu fyrir þjóðina. Þegar hefur komið i ljós að það voru ósannindi. Spái því að yfir 70% þjóðarinnar felli þessa Icesave samninga.

Sigurður Þorsteinsson, 23.2.2010 kl. 15:31

8 identicon

Ég held hins vegar að Sigmundur Davíð hafi gert það eina rétta! Það hefur sýnt sig að Bretar og Hollendingar eru ekki eins þverir og margir hafa haldið fram. Svo er bara að vona að Þórólfur Matthíasson fari að hætta að níða okkur um allan heim (síðast með grein sem birtist í Hollandi um að íslenskir stjórnmálamenn væru eins og börn sjúk í sælgæti). Ég er því þakklát Ólafi Ragnari Grímssyni og Sigmundi Davíð og InDefence.

Eva Sól (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 17:14

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég mun ævinlega vera Sigmundi Davíð þakklátur það er á kristaltæru.

Sævar Einarsson, 23.2.2010 kl. 20:00

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt eftir að leiðrétta þarna ásláttarvillu, Sigurður Grétar: skrifar maðkur, en ekki maður, um Sigmund Davíð. Ótrúlegur er annars þessi pistill þinn og ekki orðum á hann eyðandi. Jú, eitt: þú ákallar Siv, aðeins fáeinum klukkustundum eftir að hún sendi út ákall um að við fáum þjóðaratvæðagreiðsluna, sem þér er svo mikið í nöp við! – Tef ekki lengur, hef öðru betra að sinna.

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 21:53

11 identicon

Sæll Sigurður.  ágæt grein, en vantar meiginmálið, en það er hvað mikinn skaða höfum við þegar hlotið vegna þessarar langlokuþvælu, sem um þetta mál hefur verið. í öllum samningsdrögunum hefur verið endurskoðunnarákvæði með eingri tímasetningu þ.e. HÆGT HEFÐI VERIÐ AÐ HEFJA ENDURSKOÐUN Á SAMNINGUM STRAX EFTIR AÐ LÁNALÍUR HEFÐU OPNAST, OG ÞÁ HEFÐI VERIÐ HÆGT AÐ ÞVÆLA UM ÞETTA MÁLENDALAUST

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:47

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

EKKERT ICESAVE – EKKERT ESB – BURT MEÐ AlþÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN

Jón Valur Jensson, 23.2.2010 kl. 23:44

13 identicon

Sammála færslunni.

 Hver er þessi Jón Valur sem spammar út um allt?

áhugasamur (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 00:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður Grétar þó, þú ert ekki enn búinn að leiðrétta ásláttarvilluna!

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 00:56

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi grein þín, Sigurður Grétar, er ekki svara verð. Að fullorðnir menn skuli láta svona vitleysu út úr sér.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2010 kl. 06:27

16 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jón Valur, þarna var engi innsláttarvilla, ég sagði og skrifaði "Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einhver hættulegasti maðkur"      

Þið sem komið eð athugasemdir að ofan segið margir að það sem ég segi sé ekki svara vert.

Hversvegna eruð þið þá að svara?

 Eggert Karlsson. Það er fjarri því að ég hafi nokkra "guðlega yfirsýn" enda algjörlega guðlaus maður. En mér leyfist eins og öllum öðrum að meta ástandið, viðbrögð og framgöngu stjórnmálamanna. Ég er lítið fyrir að uppnefna menn, en stundum er vart hægt að lýsa mönnum nema grípa til orða sem að mínu áliti lýsa karakter manna sem náð hafa miklum áhrifum. Sigmundi Davíð lýsi ég með orðinu maðkur.

Það er hins vegar fagnaðarefni að þessi minn ágæti pistill hristir upp í mönnum, fæstir hafa gagnrök heldur aðeins upphrópanir svo sem "bull"

Ég minni á ágætt viðtal við þann merka mann Sigurjón Sighvatsson í Silfri Egils. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvað það væri búið að kosta þjóðarbúið að velkjast með  ICESAVE málið í 18 mánuði!

Þið sem hæst látið í athugasemdum að ofan ættuð að svara því. Svarið kemur reyndar fram í ágætri og skarpri athugsemd Hafsteins Sigurbjörnsonar  (nr. 11), hann kemur að kjarna málsins.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.2.2010 kl. 10:44

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú stundar sem sé það níð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, að hann sé maðkur og reynir að "rökstyðja" það með því, að þetta sé lýsing á karakter hans!

Langt ertu leiddur af ást þinni á Icesave, vinstri stjórninni og Evrópubandalaginu, sýnist mér.

Svo verður að leiðrétta hér a.m.k. eitt annað: Þetta er alls ekkert "ágætur pistill", þótt þú haldir það sjálfur! Gerðu það fyrir okkur: Sökktu þér frekar í gamla nostalgíu en að skrifa svona ábyrgðarlausa pistla þvert gegn þjóðarhag. Við eigum EKKERT að borga af Icesave-einkaskuld Landsbankans.

Og hvernig var það: Hlustaðir þú ekki á fréttir Rúv í hádeginu? Heyrðirðu þar ekki vitnisburð hagfræðingsins í Financial Times um níðingshátt Breta og Hollendinga gegn okkur?

Bágt á hún Jóhanna, bágt á Steingrímur, og bágt áttu, Sigurður Grétar.

En þú getur alltaf reynt að bæta þig!

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 14:42

18 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Heill þér Sigurður fyrir skrif þín nú sem áður . Mættir samt vera hæglátari í orðavali, viðurkenni að skiljanlegt er þó heitt sé í hamsi. Hafsteinn Sigurbjörnsson bendir á leið sem hefði verið hægt að fara en gætum þess að þvælingur stjórnarandstöðunnar hefur beinst að því einu að teygja Icesave málið svo önnur mál kæmust ekki að. Hráskinnaleikur þingsins hefur fyrst og fremst verið leikflétta um völd, að brennuvargarnir bjargi öðrum en sjálfum sér komist þeir til valda er borin von.

Jónas S Ástráðsson, 8.3.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband