Ríkisútvarpið er í tilvistarkreppu, þessi ómetanlega menningarstofnun fyrri ára

Þegar ég fæddist var Ríkisútvapið 4 ár. Síðan höfum við, ég og Ríkisútvarpið,  átt samfellda samleið og það hefur verið mér óemetanlegt. Ég ólst upp á menningarheimili sem hafði tónlist í hávegum, faðir minn átti orgel sem hann var að mestu hættur að spila á en elsti bróðir minn, Þorgeir, hafði tekið við, hann lærði hjá Kjartani frá, að ég held,  Stóra-Núpi, lærði að lesa og spila eftir nótum. Það var oft tekið lagið þegar góða gesti bar að garði.

En á seinni árum hefur mér orðið æ ljósara hve gífurleg menningarstofnun Ríkisútvarpið var á fyrstu ártugum sinnar tilvistar, ég vil segja ótvírætt fyrstu þrjá ártugina. Foreldrar mínir keyptu útvarpstæki um leið og RÚV tók til starfa. Minnisvert tæki sem samanstóð af hátalara, lampatæki, sýrurafhlöðu og stóru þurrbatteríi, allt þetta varð að vera til svo hljóð heyrist, úti var loftnet sem strengt var í staur mikinn nokkuð frá húsinu. Þurrbatteríið var keypt hjá verslun Friðriks í Þykkvabæ, en sýrugeymarnir voru 2, annar alltaf í hleðslu á Urriðafossi yfir í Árnessýslu.

Það var þessi menningarstofnun sem leiddi mig og mína kynslóð inn í undraheim tómlistarinnar, þar var ekki aðeins leikið á eitt orgel, þar hljómuðu öll hljóðfæri í stórum hljómsveitum. Ég fékk að kynnast Motsart og öllum stóru meisturunum, Stefán Íslandi söng perlurnar með þeim afleiðingum að í bernsku ákvað ég að verða óperusöngvari, af því varð þó ekki af skiljanlegum ástæðum. Útvarpssögurnar voru ógleymanlegar og svo komu laugardagsleikritin, Lárus Pálsson og allir hinir stórkostlegu leikararnir urðu heimilisvinir. Svo barnatímar Þorsteins Ö á sunnudögum, það þurfti mikið að ganga á til að draga mann frá tækinu þá. Bjarni Björnsson lék jólasveininn um hver jól og ég minnist þeirrar sorgar þegar sagt var frá því að hann væri dáínn. Auðvitað átti maður sem barn ekki að vita annað en þarna færi ekta jólasveinn en stundum gerði maður þeim eldri það til geðs að vera eitthvað heimskari og einfaldari en raunin var.

En ekki sleppa sér aðveg í "nostalgíunni". 

Allar stofnanir þurfa að fylgjast með í straumi tímans, aðlaga sig að breyttum veruleika. Og þar hefur RÚV brugðst eða ölu heldur stjórnmálmennirnir sem ráðskast hafa með þessa merku stofnun. Fyrir líklega u. þ. b. 25 árum var útvarps- og sjónvarpsrekstur gefinn frjáls. Því miður voru ekki allir þeir sem réðu örlögum RÚV með það á hreinu hvað þeir vildu. Í stað þess að halda fast í hið upprunaleg menningargildi RÚV var ákveðið að elta "frjálsu" stöðvarnar, vera sem mest eins og þær og vinna í harðri samkeppni. Þess vegna var RÁS2 sofnuð og löngu áður var búið að stofna Sjónvarpið, sjónvarpsstöð sem varð í harðri samkeppni við "frjálsu" stöðvarnar og skrapar auglýsingamarkaðinn sem ákafast. Efni sjónvarpsins er keimlíkt hinum "frjálsu", ameríst drasl áberandi. Þó má segja Sjónvarpinu það til hróss að hjá þeim slæðist með efni frá Evrópulöndum, stundum sæmiegt, stundum skelfilega lélegt (þýskar og franskar myndir margar slæmar).

En nú er RÚV að verða nánast óþolandi vegna yfirgengilegra íþróttafrétta. Vetrarleikarnir taka sinn toll en í gær tók steininn úr þegar boðað var að framundan væri heil syrpa af umfjöllun um löndin sem taka þátt í Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu á sumri komandi. Meira að segja á besta útsendingartíma. Þá er ótalið að 10 - 20% af hvejum fréttatíma kl 19:00 fer í íþróttafréttir. Mér finnst sjálfsagt að flytja fréttir af öllu því kraftmikla unga íþróttafólki hérlendis sem er í öllum mögulegum íþróttgreinum.

En mér er spurn: Hefur það verið kannað hve stór hluti sjáenda og hlustenda RÚV er áfjáður í að sjá amerískan körfubolta, amerískan "fótbolta" og síðan fréttir frá nánast hverju golfmóti vestanhafs? Þurfum við að eltast við alla knattspyrnuleiki í Evrópu?

Og þá kemur  spurning: Hve mikill kostnaður fylgir því að stofna sérstaka íþróttarás. Þar geta hinir "forföllnu" horft og séð meðan við hin veljum okkur annað, þar gætu verið fréttir frá yfirstandandi Vetrarólympíuleikum. Hve margir sitja fram eftir nótti til að sjá hægvirka og langdregna keppni skíðaíþrótta, hefur það verið kannað?

En að kjarna málsins. Hvaða breytingar vil ég, sem þessar línur rita, sjá á Ríkisútvarpinu?

1. Leggja niður eða selja RÁS2. Allt sem þar kemur fram er lítill vandi að finna á öðrum stöðvum.

2. Efla RÁS1. Þó ekki þannig að lengja dagskrána. Hana mætti gera fjölbreytari og að hluta léttari, þó verðum við að vera nokkuð íhaldsöm þarna, gömlu gildin eiga að halda sér.

3. Efla landhlutastöðvarnar, efla og auka heimaunnið efni þeirra, hleypa þeim markvisst inn í RÁS1 svo hlustendur fylgist betur með hvað er að garast hjá samborgurum sem víðast.

4. Taka RÚV alfarið af auglýsingamarkaði,  landshlutastöðvum ættu þó að eiga möguleika á tilkynningum og auglýsingum sem tæplaga komast til viðkomandi frá "frjálsu" stöðvunum. Þetta gæfi öðrum stöðvum auknar tekjun og þær greiði RÚV ákveðinn hluta af þeim tekjum. Þarna er vandfundið meðalhófið en það er hægt að finna.

5. Nefskattur til RÚV afnuminn, stofnunin færi alfarið á fjárlög.

6. Sjónvarpinu yrði sett ný stefnuskrá og raunar RÚV í held. Sjónvarpið hafi ákveðnar skyldur til að efla innlenda dagskrárgerð og ekki síst styðja íslenska kvikmyndagerð. Sjónvarpið hafi skyldur til að kynna menningu sem víðast að t. d. með því að kynna hvað er að gerast í kvikmyndagerð í fjarlægum löndur. Þá á Sjónvarpið að efla margskonar kynnigar á mannlífi, náttúru og þróun í heiminum, reka öfluga og heiðarlega fréttastofu, flytja fréttaskýringar í hæsta gæðaflokki 

PS: Aldrei talsetja kvikmyndir fyrir  fullorðna. Það er hluti af því að kynnast örum menningarheimum að hlusta á framandi tungutak. Textun á að nægja 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Sigurður Grétar.  Ekki sammála þér með icesave en innilega hvað RÚV áhrærir og ekki sízt það síðastnefnda, að talsetja aldrei erlendar fullorðinsmyndir.

Kveðja, LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 01:05

2 identicon

Sammála að flestu leyti. Finnst reyndar nokkur hluti þess sem verið er að gera á Rás2 vera mjög metnaðarfull skráning á dægurmenningu nútímans, og t.d. ekki ósambærilegt við það þegar Haukur Morthens og Erla Þorsteins voru að láta taka upp lög í útvarpssal. Svo eru þau að kynna dægurtónlist frá öðrum menningarsvæðum en þessu ensk-ameríska. Og það ætti ekki endilega að þurfa að kosta svo gríðarlega mikið meira að senda efni út á tveimur rásum frekar en einni.

Hitt er aftur að ég set spurningamerki við að RÚV sé að standa í útmokstri á afþreyingarefni; slíkt finnst mér eingöngu réttlætanlegt sé um einhverskonar menningargildi að ræða (óalgengur uppruni, eða efnistök) eða að efnið sé ÍSLENSKT. Svo er engin þörf á að teygja útsendingartímann fram eftir nóttu eða vera með útsendingu um miðjan dag.

Forgangshlutverk RÚV ætti að vera að miðla íslensku efni (á íslensku eða um íslensk efni), annað er hægt að sjá í ótal mörgum miðlum. Og hafi RÚV ekki efni á að kaupa íslenskt efni, ættu þeir bara að hafa opna útsendingartíma þar sem listamenn og aðrir gætu komist að með sitt efni.

Eitt sem ég hef aldrei skilið; hvernig tókst PM að láta leggja niður Auðlindina ? Veit ekki betur en að allur flotinn og hálf landsbyggðin hafi litið á þennan afbragðsþátt sem helgistund og í rauninni hefði mátt gera svipuð innslög fyrir aðrar atvinnugreinar (byggingaspjall, ferðaþjónustufréttir, neytendahorn, ofl.).

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113855

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband