Vonandi hafa Davíð og Halldór horft á Kastljós í kvöld

Einhver viðurstyggilegast glæpur síðari ára er Íraksstríðið. Síðan drullusokkurinn Bush Bandaríkjaforseti fór í það stríð með Breska drullusokknum Tony Blair er búið að murka lífið úr 600.000 óbreyttum borgurum í Írak. Það var ógurlega gaman hjá þeim sem sátu við hríðskotabyssurnar í þyrlunum og ekki stóð á því að einhverjar stjórnendur, sem voru víðs fjarri, gæfu leyfi til að skjóta menn sem voru á gangi á götu. Út yfir tók þó þegar hjálpsamur vegfarandi ætlar að hjálpa lífshættulega særðum manni og þá er byrjað að skjóta aftur, maðurinn drepinn og börn hans tvö hættulega særð í bílnum. Bandaríski herinn, herinn þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, var ekki að hafa fyrir því að koma tveimur ungum börnum,  sem þeir voru búnir að særa, undir læknishendur. Heimamenn gátu séð um það. Síðan hefur verið unnið að því hörðum höndum af innrásarliði Bush, Blair, Davíðs og Halldórs að breiða yfir glæpina.

Og umheimurinn horfði upp á þennan viðbjóðslega glæp, innrásina í Írak, flestir ypptu öxlum, margir lofuðu Bush og kompaný. 

Hvað er orðið um samvisku fólks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það þarf að draga þá félaga Davíð og Dóra fyrir dómstóla.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 21:02

2 identicon

Það er alltaf verið að sína svona viðbjóð í sjónvarpinu maður er orðin samdauna því.Var í lagi hvernig Saddan kom fram við  þjóð sína, það finnst mér ekki.Þetta Íraksstríð var það  eina sem  Vg veltu sér upp úr þegar þeir voru í minnihluta, það virðist eins og annað hafi farið fram hjá þeim sem hér vað að gerast, enda ráða þeir ekki við neitt, eru eins og tómar dúkkur.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Hamarinn

Þá þarft þú að skoða aðeins hugarfar þitt Sigurbjörg.

En hvers konar bull er þetta hjá þér?

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 21:15

4 identicon

Það, að láta herlausa og friðelskandi þjóð  leggja  nafn sitt við þessa ömurlegu stríðsglæpi í Írak  var einn af mörgum  afleikjum  þ.v. ríkisstjórnar og sá allra ljótasti. Vonandi gerum við svona nokkuð aldrei aftur.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:10

5 identicon

Furðulegt að herlaus þjóð fari í stríð.  Það er furðulegt að ekkert skuli hafa verið gert í þeim málum. 

Ísland ætti að segja sig úr Nató enda er það ekki varnarbandalag í dag.

Stríð er hræðilegt.  Það þarf engar myndir til að sýna okkur það.  Við vorum ekki á staðnum og ákvarðanir teknar mjög fljótt.  Ég get ekki sagt að hermennirnir hafi ekki talið töskur og myndavélar vopn.  En að setja hermenn í þá stöðu í miðri borg með fullt að saklausum borgurum og fréttamönnum?

Þeir sem setja hermenn í þessa aðstöðu eru ómenni.

Halldór og Davíð?  Menn kalla þá hetjur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Dexter Morgan

Það sem verkur mesta furðu mína við að sjá þetta myndband er sú staðreynd að VIÐ, ÍSLENDINGAR, erum ennþá þátttakendur í þessu stríði. Hvað hefur hin friðelskandi VG flokkur gert í þessu málum er varða ísland. Enginn tillaga upp á borðinu um það að koma okkur sem þátttakendum út úr þessum viðbjóði.

Hitt málið; að horfa upp á ameríska hermann skjóta á saklausa almenna borgara og þá sem koma þeim til hjálpar, kemur mér s.s. ekkert á óvart þegar þessir USA gæjar eiga í hlut. Auðvaldstefnan og heimsyfirráðastefnan í hnotskurn hjá þeim.

Dexter Morgan, 6.4.2010 kl. 00:00

7 Smámynd: Hamarinn

Dexter.

Er ekki tillaga um að rannsaka þetta mál fyrir þinginu ?

Hamarinn, 6.4.2010 kl. 00:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir þetta er útilokað að hægt sé að treysta útskýringum og frásögnum Bandaríkjamanna af svipuðum atburðum, bæði í fortíð og framtíð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2010 kl. 01:22

9 identicon

Þetta var mjög ljótur leikur sem þarna fór fram og ég velti því fyrir mér hvort ekki sé hægt , útfrá þessum sönnunargögnum sem þarna eru fram sett að hægt sé að höfða mál á hendur þeim Íslendingum sem tóku þá ákvörðun að styðja þetta skelfilega stríð. Sé löggjöfin ekki með þeim hætti þá ætti svo sannarlega að breyta henni í þá veru til lengri tíma litið.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 08:48

10 identicon

Auðvitað á að draga Davíð Oddsson og hitt illmennið Halldór Ásgrímsson fyrir stríðsglæpadómstól.Það ætti að vera löngu framkvæmt að draga þessa misindismenn sem þeir eru fyrir þann dómstól.

Númi (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 10:40

11 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sigurbjörg, ég held að þú ættir að skoða söguna betur. Saddam var vissulega harðstjóri, það kom aðallega niður á Kúrdum sem er sérstök og stolt þjóð sem hefur hlotið þau örlög að verða minnihlutahópur í Írak, Íran og Tyrklandi. Gleymum heldur ekki 8 ára stríðinu milli Írans og Íraks. Þar átti Saddam öflugan bakhjarl sem voru Bandaríki Norður-Ameríku. Þeir sáu honum fyrir vopnum, meira að segja eiturefnavopnum sem Saddam notaði síðar á Kúrda. En svo gerði Saddam hina miklu skyssu að ráðast inn í Kúveit og þar með fékk Bush eldri tilefni til að ráðast inn í Írak en kom þó ekki Saddam frá völdum. En þar fór Saddam að ógna olíuhagsmunum Bandaríkjanna.

Þjóðlífið í Írak var samt miklu frjálslegra heldur en í mörgum nágrannaríkjunum og þar má nefna Sádi-Arabíu. Víða um heim  voru verri eða álíka drullusokkar við völd en Saddam í Írak. Af hverju var ekki ráðist inn í þau ríki og drullusokkunum komið fyrir kattarnef?

Vegna þess að þar var ekki olía eða aðrir hagsmunir stórveldisins Bandaríkjanna.

Mér finnst mikilvægt að við höldum okkur við kjarna másins sem er þessi að mínu áliti:

1. Bandaríkin höfðu engan rétt til innrásar í Írak. Ástæða innrásarinnar, eiturefnavopn, var uppspuni, Saddam var búinn að nota öll eiturefnavopn sem Bandaríkjamenn höfðu gefið honum.

2. Það er búið að rústa Íraskt samfélag, sem þrátt fyrir illsku Saddams var með þeim frjálslegustu í þessum heimshluta, kvenfrelsi mun meira.

3. 600.000 þúsund almennir borgara hafa verið drepnir af innrásarliðinu og öðrum glæpasamtökum sem leystust úr læðingi við innrásina.

4. Ómetanleg menningarverðmæti hafa glatast í Íraksstríðinu, Bandaríkjamenn létu sig engu varða þó söfn og bókmenntaverðmæti færu forgörðum.

5. Íraksstríðið er mesti glæpur þessarar aldar og ef eitthvað réttlæti væri til (sem er líklega ekki) ætti að draga þá sem mesta ábyrgð bera, þá Bush Bandaríkjaforseta og Blair forsætisráðherra Bretlands, fyrir stríðsglæpadómstól. 

6. Hvert land sem léði þessum glæp stuðning eða samþykki ætti að draga þá sem á hverjum stað stóðu fyrir þeim stuðningi fyrir dómstóla og láta þá svara til saka.

Á Íslandi heita mennirnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson!!!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.4.2010 kl. 11:03

12 identicon

Ótrúlegt að hluta á fólk tala eins og þetta hafi verið versti glæpur seinni tíma. Ég er ekki hlynt stríðum og tel að þjóðir eigi að útkljá sinn ágreining á annan hátt en að segja að þetta stríð sé versti glæpu seinni tíma er mesta bull sem ég hef heyrt.

1. Það eru framdir mjög alvarlegir glæpir daglega um allan heim jafnvel af ríksitjórnum og einræðisherrum. Er fangelsisvist allra N-Kóreubúa ekki stærri glæpur? Hvað með þjóðarmorð og hreinsanir í Afríku? Er glæpur hryðjuverkamanna minni sem vísvitandi drepa saklaust fólk?

2. Írak var ekki frjálslegt samfélag og að halda því fram segir mikið um þankagang síðuhöfundar. Írak var þjóð í stofufangelsi Saddams, geðveiks einræðisherra.

3. 600.000 almennir borgarar hafa ekki látið lífið, þessi tala er út í hött og dreginn upp úr einhverjum töfrahatti áróðursmeistara. Vissulega hafa saklausir borgara látið lífið og það er mjög slæmt en sú tala er miklu miklu lægri. Læknar án landamæra héldu fram einni milljón lengi vel en þurftu að draga þá tölu til baka þegar kom í ljós að í hæsta lagi 10.000 almennir borgara hafa látið lífið.

4. Þetta myndband er opinbert vegna þess hversu opnu samfélagi við búum í og sýnir að Bandaríkin og UK eru undir eftirliti með sinn herafla og geta ekki hagað sér hvernig sem er. Þetta atvik er undantekning í störfum þessa herja ekki regla. Hvar eru myndbönd af vinnubrögðum herja Saddams? eða annara spiltra einræðisríkja svo sem Íran, Norður Kóreu, Kúbu eða S-Ameríku ríkja? Sigurður Grétar væri eflaust ánægður ef Bandaríski og Breski herinn leyndu öllu slíku.

5. Hagvöxtur og kjör fólks í Írak eru miklu betri í dag en fyrir stríðið og þá getur Sigurður ekki réttlæt afstöðu sína með því að benda á glæpi hryðjuverkamanna innan Íraks. Vill hann loka landinu og taka upp herlög og hefta frelsi í nafni öryggis?

Hvað hefði Sigurður gert til að frelsa land eins og Írak? bíða þar til Saddam dræpist úr elli og vonað að enginn annar tæki við?

Landið (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 12:26

13 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef hagvöxtur og kjör Íraka eru betri nú en fyrir stríð þá er það vegna þess að í mörg ár fyrir Íraksstríðið var mjög strangt alþjóðlegt viðskiptabann á Írak. Ástæðan fyrir því viðskiptabanni var sögð sú að Írakar vildu ekki sýna hvar þeir földu gjöreyðingarvopnin - sem reyndar voru ekki til.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:17

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Davíð og Halldór bera enga ábyrgð á því sem þú sást í gær. Það gerir Birgitta Jónsdóttir og samtök rugludalla sem telja íslensk yfirvöld ofsækja sig.

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1038762/ 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2010 kl. 14:16

15 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vilhjálmur Örn, aldrei hef ég haft álit á þínum skrifum á blogginu eða þínum oft afkáralegu sjónarmiðum. Mer er ómögulegt að skilja hvernig Birgitta Jónsdóttir kom að því að lýsa stuðningi við innrás Bush í Írak, enda vita það allir að þar ferð þú með algjöran þvætting. Þú ert fyrsti maðurinn sem sýknar þá Davíð og Halldór algjörlega af því að hafa lýst því yfir við Bush að Ísland styddi herför hans inn í Írak, sem þeir hafa þó báðir viðurkennt. Þetta kallast að vera kaþólskari en Páfinn!

Hver sem þú ert sem felur þig á bak við "Landið" þá get ég sagt þér að ég er ekki svo mikils megnugur að ég geti frelsað undirokaðar þjóðir. En eitt er víst; Írakar hafa ekki á nokkurn hátt verið frelsaðir frá ofbeldi og drápum, þessi þjóð er að mörgu leyti ver stödd en undir stjórn Saddams, svo er Bush, Blair. Davíð og Halldóri að þakka.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.4.2010 kl. 16:55

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ert mjög yfirlýsingaglaður karl, Sigurður. Hvenær og hvar skrifa ég að Birgitta hafi lýst yfir stuðningi við innrás í dauðaríki Saddams? Ég sakna hins vegar þess að Birgitta hafi krafist afsökunarbeiðni til Kúrda í utanríkisnefnd Alþingis. Árásin á Halabja og aðra bæi Kúrda norðaustur af Bagdad var árið 1988 í Persaflóastríðinu og kemur því ekkert Bush, Davíð eða Halldóri við.

Ég sýkna hvorki Davíð né Halldór. Það er alveg óþarfi. Þeir hafa ekkert brotið af sér í Írak. Hins vegar hefur fólk á Íslandi sem sífellt styður hryðjuverk þar og annars staðar sekt um alvarlega glæpi.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2010 kl. 18:32

17 identicon

Vilhjálmur Örn,það er einkennilegt hjá þér að lesa þar sem þú ritar''Hins vegar hefur fólk á Íslandi sem sífellt styður hryðjuverk þar og annarsstaðar sekt um alvarlega glæpi,   Ég spyr þig Vilhjálmur í hvaða landi býrð þú.? Svona til að upplýsa þig að þá voru það Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem tóku það upp hjá sjálfum sér að styðja innrásina í  ÍRAK . Hvorki utanríkismálanefnd Alþingis né aðrir í Utanríkisráðuneytinu vissu um þennan gjörning þessara tveggja Stríðsglæpamanna.Bjarni Ben er var formaður utanríkismálanefndar viðurkenndi það á sínum tíma.Já Vilhjálmur það var nú svo. (Sigurður hafðu þökk fyrir þennan pistil þinn.)

Númi (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 21:04

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Aum er sú réttlæting misviturra á drápum á óbreyttum borgurum, að illmennið Saddam Hussein hafi drepið fleiri óbreytta, t.d. 1988. Þess má geta að 1988 og í mörg ár eftir það var Saddam flokkaður sem bandamaður USA og vesturlanda, svo ekki var misráðin innrás Bandaríkjanna og fleiri þjóða 2003 neitt andsvar við voðaverkum 1988.

Annars mætti með rökum Vilhjálms Arnar réttlæta kynferðisglæpi kaþólskra presta með því að ekki-kaþólskir misnoti miklu fleiri börn á Tælandi...

Skeggi Skaftason, 7.4.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband