Sammála Sigríði Ingibjörgu en ósammála Ingibjörgu Sólrúnu

Ber Samfylkingin einhverja ábyrgð á Hruninu mikla í október 2008? Ég er algjörlega sammála Sigríði Ingibjörgu alþingiskonu Samfylkingarinnar að við Samfylkingarfólk eigum tvímælalaust að bera höfuðið hátt og þola þá sjálfskoðun hvort við berum einhverja ábyrgð í þessu skelfilega Hruni. Það mun ekki sýkna þá sem hófu þá vegferð með því að nánast gefa vildarvinum sínum Landsbankann og Búnaðarbankann, en þar var sáð til Hrunsins auk þess sem skefjalaus frjálshyggjustefna þeirra Davíðs og Halldórs var stór og mikill áhrifavaldur.

En í hver gæti þá ábyrgð Samfylkingarinnar verið?

Ég held að allir hafi flotið sofandi að feigðarósi, það voru flestir sem hrifust með djarfri uppbyggingu tortúlugæjanna sem voru svo ofsaklárir að þeir stóðu, að eigin áliti og mikils meirihluta þjóðarinnar, framar öllum fjármálamönnum heimsins, hvergi kristallaðist það betur en í þeirri makalausu ályktun þeirrar makalausu frjálshyggjustofnunar, Verslunarráðs, að Norðurlöndin stæðu okkur langt að baki í stjórn þjóðfélaga og fjármála.

Samfylkingin gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar um mitt ár 2007 undir stjórn Geirs Haarde. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðherrar Samfylkingarinnar voru nógu vel á verði þá 16 mánuði sem hún var aðili að Ríkisstjórn, þar kann ýmislegt að koma í ljós. Ekki víst að okkar ráðherrar hafi gert sér það ljóst að þessari Ríkisstjórn var fjarstýrt að fyrrum pólitíkus, Davíð Oddssyni, sem sat í forsæti í bankastjórn Seðlabankans

En af hverju er ég ósammála Ingibjörgu Sólrúnu og um hvað?

Ég skil ekki hvað hún er að fara með því að koma upp með þá fráleitu hugmynd að við hættum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún rökstyður það með því að ef aðild væri nú borin undir þjóðina þá yrði hún felld. Ég er sammála því. En það eru fjölmargir sem betur fer sem ekki eru búnir að gera upp hug sinn, ég er meðal þeirra. Það er útilokað að taka afstöðu til inngöngu nema fyrir liggi hverjir kostirnir eru og  kvaðirnar sem fylgja. Mér finnst líklegt að við getum fengið góða kosti hjá Evrópusambandinu, þar með talið að við ráðum áfram yfir okkar staðbundnu fiskistofnum, ég held að íslenskur landbúnaður verði engan vegin verr setur eftir inngöngu, en þar þarf margt að breytast hvort sem við göngum inn eða ekki. Ísl. landbúnaður getur ekki legið endalaust uppi á landsmönnum með sinn betlistaf. Ég hef þá trú að með aðild að ES mundi hagur íslensk landbúnaðar vænkast, en þyrfti að breyta starfháttum sínu stórlega og standa á eigin fótum, það eiga allir atvinnuvegir landsins að gera.

Ef við drögum okkur til baka og hættum viðræðum um aðild að ES nú þá hefur það eitt gott í för með sér; við getum endanlega hætt að rífast um hvort okkur vegnar betur utan eða innan, aðildarviðræður sem svarað getur því hvað okkur býðst og hvaða kvaðir þurfum við að undirgangast verður aldrei svarað, það verða líklega engar aðildarviðræður teknar upp aftur næstu áratugi. Hverjir vilja ræða við þvílíka ruglukolla sem sækja um aðild en hlaupa frá þeim.

Ef Ingibjörg Sólrún hefur ekkert gáfulegra til umræðunnar leggja ætti hún að hugleiða hvort það sé ekki betra að sitja heima og segja ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér.  Ég held að Ingibjörgu leiðist alveg ótrúlega að hanga heima og gera ekki neitt.  Líklega finnst henni leiðinlegt hversu fáir leita ráða hjá henni.  Ég held einnig að hún sé að reyna að styrkja stöðu sinna manna innan flokksins og það á mjög ósmekklegan hátt.  Allavega eykst álit mitt á henni ekki við þessar "ráðleggingar" sem hún kemur annaðs lagið með.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband