Þjóðremba nær nýjum hæðum hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur náði hæstu hæðum í þjóðrembu með sinni fáránlegu tillögu um að skora á Ríkisstjórnina að hún komi í veg fyrir að Evrópusambandið taki umsókn Íslands  til umræðu og líklega afgreiðslu á 17. júní af því að þessi dagur er þjóðhátíðardagur Íslendinga!!!

Aðeins Oddný Sturludóttir  sá hversu fáránleg þessi ályktun var og gerði sérstaka bókun gegn því að ÍTR færi að skipta sér af utanríkismálum. En sex ráðsmenn voru einhuga um þessa endemisþvælu. Það virðist svo að ýmsir umhverfist algjörlega ef minnst er á umsóknaraðild Íslands að ESB. Umsóknin er þó einganveginn ákvörðun um inngöngu, við vitum ekki hvað kemur í ljós, en það sem út úr þeim viðræðum kemur ætti að vísa öllum veginn hvort sem er gegn inngöngu eða með inngöngu.

Ég beini því til sexmenninganna hvort þeir ættu ekki að snúa sér frekar að því að starfa innan sértrúarhópa þar sem bókstafurinn blífur. Vottar jehóva væri þeim ábyggilega góður staður eða þá Krossinn. Þar vantar sárlega nýja stríðsmenn sem láta sig ekki aðeins sig varða trúna einu og sönnu. Landsmálin munu jafnvel skyggja á hin háleitari markmið, sanna trú, þar sem Gunnar í Krossinum mun jafnvel fara í framboð í næstu forsetakosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Birgisson

Að vera blindur á ESB er verra en að vera með "þjóðrembu" og trúa á Ísland og íslenskuþjóðina . Að vera með því líkan kommaáróður og vilja koma okkur í verr mál en við erum nú þegar er ekkert annað en landráð .

Kjartan Birgisson, 23.5.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ágætt að vita að ÍTR skuli hafa smekk til að taka þetta mál þeim tökum sem því hæfir.

Árni Gunnarsson, 23.5.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þvílíkur hræsnari. Fyrir hrun var meirihluti þjóðarinnar samþykkur því að fara í viðræður við ESB um aðild og hvað í þeim fælist. Flestum var ekki kunnugt um að það þýddi að við þyrftum að sækja um aðild. Nú er um 70% á móti aðild, en samt vill þessi 30% eyða milljörðum króna í viðræður sem þjóðin er á móti. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem styður aðild að ESB, og málflutningurinn er slíkur að fylgið hrynur stöðugt.  Geta þessa hóps til rökræðu er enginn.

Sigurður Þorsteinsson, 23.5.2010 kl. 23:00

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að gefa góð ráð er einkar vinalegt,en hver er þess umkominn að  ráðleggja hópi Íslendinga að snúa sér til sértrúarhópa,þótt skori á ríkisstjórn,að halda helgi þjóðhátíðardagsins.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2010 kl. 23:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Oddný hefur dæmt sig úr leik.

 EB sinnum er greinilega ekkert heilagt fyrst þeir kjósa að efna til átaka á sjálfan þjóðhátíðardaginn. 

Sigurður Þórðarson, 24.5.2010 kl. 01:44

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er nógu gamall til að muna stolt foreldra minna vegna þeirra manna sem börðust fyrir og gáfu okkur sjálfstæðið aftur.  Ég man líka afa minn og ömmu og margt þar um kring.  Svo koma svona úrþvætti eins og þú og vilt skíta á allt það verk sem þar liggur að baki.  Svei þér Sigurður, kommar ætu að fara varlega í að gera spaug með trúmál þar sem það passar þeim illa, því þeir  eru einhverjir mestu ofsatrúarmenn sem þessi jörð hefur alið.    

  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2010 kl. 08:30

7 identicon

Góður pistill Sigurður Grétar, mjög góður. Þú ert meiri patriot en þeir sem hér ausa þig leðju með ummælum sínum.

Við þurfum á aðstoð að halda, einhver verður að taka í hendina  á óvitanum, svo hann fari sér ekki algjörlega að voða. Umsókn um aðild að EU varpar engum skugga á þjóðhátíðardaginn, þvert á móti sýnir hún að við viljum betra land fyrir börnin okkar og barnabörn. Það er hrunið, incompetence, sýndarmennskan og þjóðremban, oft kallað mont, sem varpar skugga á þjóðhátíðardaginn, en ekki umræður innan EU um umsókn.Hættum þessari afneitun og afturhaldssemi.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 08:45

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við verðum kannski að sýna sjónarmiðum hvors annars meiri skilning, því harðar deilur munu ekki hjálpa okkur á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Mitt sjónarmið er þetta: Það eru ekki landráð þó menn haldi að Ísland tapi ekki eða jafnvel græði á að ganga í ESB. Það er heldur engin þjóðremba þó menn hafi kynnt sér málin og viti betur. 

 Þessi slagorð um þjóðrembu sýna rökþrot aðildarsinna sem vita ekki hvort þeir eigi að reyna að sannfæra landa sína um að Íslendinar eigi að afsala fiskveiðiauðlindinni eða að þeir muni halda henni þrátt fyrir aðild, sem þeir vita að er rangt.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2010 kl. 12:28

9 identicon

ÍTR á að ræða um íþróttir og tómstundir. 

Það er mjög mikilvægt að nefndir ræði um þau málefni sem koma þeirra málaflokki við.  Eiga sveitarfélög að fara að ræða um evrópumál?  hvað þá nefndir á þeirra vegum?

1. desember er líka stærri áfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en 17. júní því þá varð Ísland sjálfstæð og fullvalda þjóð!!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 06:14

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér finnst ég ekki geta gert minna en að kvitta fyrir þær "kveðjur" sem ég hef fengið. Það lýsir ljóslega í hvaða ástandi þeir eru sem geta engan veginn svarað með rökum en grípa eingöngu til gífuryrða þar sem þeir virðast ekki geta hugsað rökrétt.

Kjartan nr. 1.Ég hef hér framar á blogginu skýrt nákvæmlega afstöðu mína til ESB og þar kemur skýrt fram að ég er síður en svo "blindur" á ESB, hins vegar er ég mjög fylgjandi því að við færum í aðildarviðræður vegna þess að aðeins á þann hátt getum við fengið svörin; eigum við erindi inn í ESB eða ekki. Ég hef t. d. bent á að ef við fáum ekki 100% yfirráð yfir okkar landhelgi og fiskimiðum förum við ekki í ESB. Ég hef sett fram þá kenningu að við Íslendingar eigum allan rétt á fiskinum í sjónum, okkar sjó, á nákvæmlega sama hátt og Danir og Skotar eiga allt sem finnst í hafsbotninum í þeirra landhelgi svo sem olíu og gas. 

Hversvegna skýldi ekki sama gilda um fiskinn í okkar sjó, það gilda allt önnur lögmál en um fiskimið sem nokkrar þjóðir hafa samnýtt jafnvel árhundruðum saman.

Ég á bágt með a skilja ofsann sem grípur marga sem eru andstæðir aðildarviðræðunum, eru þeir kannski hræddir við útkomuna getur verið að hún sýni og sanni að við eigum góðra kosta völ svo sem full yfirráð yfir okkar fiskimiðum og landhelgi, ekki aðeins tímabundið heldur varanlega?

Mér er ómögulegt sjá að það sé hægt að blanda einhverju óljósu hugtaki eins og "kommaáróður" inn í þetta mál. Að saka mig um landráð er að sjálfsögðu grafalvarlegt mál en það lítillækkar fyrst og fremst þann sem sem er svo lítilmótlegur að saka samlanda sinn um slíkt.

 Sigurður nr. 3. Þú lýsir sjálfm þér best með þessum orðum teknum beint úr þínum pistli " Geta þessa hóps til rökræðu er enginn". það er einmitt það, þín geta til rökræðna er engin og svo fæ ég þessa kveðju "Þvílíkur hræsnari". Þó þú sért mér ósammála um eitthvert málefni þá ættirðu að svara því með rökum, ekki satt, en ekki svívirðingum.

Hrólfur nr. 6. Þú gerir hróp að mér og segir " Svo koma svona úrþvætti eins og þú og vilt skíta á allt það verk sem þar liggur að baki.   Svei þér Sigurður, kommar ætu að fara varlega í að gera spaug með trúmál þar sem það passar þeim illa, því þeir  eru einhverjir mestu ofsatrúarmenn sem þessi jörð hefur alið".

Ef ég er "ofsatrúarmaður" á ég þá ekki fullan rétt á því að ræða um trúmál?

Í mínu ungdæmi í sveitinni var þetta ávarp "svei þér"  einungis notað við hunda og það er kannski það sem þú vildir segja, mér finnst það sýna vanstillingu þína og skort á rökhugsun, sérstaklega sýnir það uppgjöf að verða að nota  þetta mjög svo þreytta og útjaskaða orð að kalla þá sem þeir ráða ekki við með rökum að kalla þá komma. Ég hef oft fengið það framan í mig sérstaklega á yngri árum þó ég hafi aldrei verið í nokkrum samtökum sem héldu fram kommúnisma. Og rökþrota menn hér á blogginu nota það í uppgjöf sinni. Ég fékk strax að heyra þetta þegar ég 18 ára gamall stóð ásamt fleirum að stofnun Þjóðvarnarflokks Íslands sem kom með nýtt sjónamið inn í íslensk stjórnmál; að þó við værum andstæðir því sem gerðist í alræðisríkinu Sovétríkinu var jafn fjarri lagi að við þyrftum að gleypa allt hrátt sem frá Bandaríkjunum kom, þar á meðal að við yrðum ein allsherjar herstöð fyrir það stórveldi eins á leit út fyrir eftir að Bandaríski herinn kom á Keflavíkurflugvöll og fékk óáreittur að flæða um landið í fullum herskrúða.

Svo þakka ég ykkur sem ræðið málið af yfirvegun og með rökum. Það er einmitt það sem við þurfum í þessu máli sem öðrum, fúkyrði og svívirðingar hitta fyrst og fremst fyrir þá sem þeim ryðja þeim út úr sér.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 113875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband